Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 56
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 VIN DIESEL ❚ Mark Sinclair Vincent fæddist 18. júlí árið 1967 í New York. ❚ Diesel er sonur Deloru stjörnuspekings, en hefur aldrei hitt blóð- föður sinn. Stjúpfaðir Diesels, Irving, er af afrískum uppruna og er leikhússtjóri. ❚ Diesel á tvíburabróður, Paul, yngri bróður, Tim, og eina systur, Samönthu. ❚ Diesel lék fyrsta hlutverk sitt aðeins sjö ára gamall í upp- færslu barnaleikritsins Dinosaur Door. ❚ Hann tók upp nafnið Vin Diesel þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Tunnel í New York. Vin er stytting á eftirnafni hans og Diesel er gælunafn sem vinir leikarans kölluðu hann. ❚ Fyrsta kvikmyndahlutverk Diesels var lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Awakenings frá árinu 1990. ❚ Leikarinn segist hafa farið í mútur 15 ára gamall og hefur verið einstaklega dimmraddaður allar götur síðan. ❚ Árið 2001 átti Diesel í stuttu sambandi við mótleikkonu sína í The Fast and the Furious, Michelle Rodriguez. ❚ Diesel á dótturina Hania Riley, sem er fimm ára gömul, með kærustu sinni, fyrirsætunni Palomu Jimenez. ❚ Helsta áhugamál Diesels er borðspilið Dungeons & Dragons, sem hann hefur spilað reglulega í yfir 20 ár. EFNILEG VÖÐVABÚNT Hasarmyndin Fast and Furious 6 var frumsýnd í gær. Kvikmyndin skartar Vin Diesel og Dwayne Johnson í aðal- hlutverkum. Vöðvabúntin eru bæði afar hæfi leikaríkir menn og vita fáir að Johnson er með BA-gráðu í lífeðlisfræði. DWAYNE JOHNSON ❚ Dwayne Douglas Johnson fæddist 2. maí árið 1972 í Kaliforníu. ❚ Hann er sonur Ata Johnson, fædd Maivia, og glímumannsins Rocky Johnson. Móðurafi hans, Samóa-höfðinginn Peter Maivia, var einnig glímumaður og var móðuramma hans, Lia Maivia, einn af fáum kvenkyns glímumótshöldurum. Frændur hans, Afa og Sika Anoa‘i, voru einnig glímumenn, sem og frænd- systkini hans Manu, Yokozuna, Rikishi, Rosey og Umaga. ❚ Johnson lék bandarískan ruðning í menntaskóla en sneri sér svo alfarið að glímu. Hann varð fyrsti glímumaðurinn af þriðju kynslóð glímumanna hjá WWF. Hann gekk fyrst undir nafninu Rocky Maivia sem síðar varð einfaldlega The Rock, eða Grjótið. ❚ Johnson hefur unnið 17 titla í glímuíþróttinni. ❚ Vinsældir Johnsons innan WWF má meðal annars rekja til mælsku hans og persónutöfra. ❚ Johnson útskrifaðist með BA-gráðu frá Háskólanum í Miami árið 1995. Þar lagði hann stund á afbrota- og lífeðlis- fræði. ❚ Árið 2000 kom bókin The Rock Says… út. Bókin er sjálfs- ævisaga Johnsons og sat efst á metsölulista The New York Times vikuna sem hún kom út. ❚ Fyrsta kvikmyndahlutverk Johnsons var í kvikmyndinni Longshot sem kom út árið 2000. ❚ Fyrsta alvöruhlutverk hans var þó sem The Scorpion King í kvikmyndinni The Mummy Returns. ❚ Johnson giftist Dany Garcia þann 3. maí árið 1997, degi eftir að hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Dóttir þeirra, Simone Alexandra, fæddist í ágúst árið 2001. Hjónin skildu árið 2007 en eru ennþá mjög náin. Fast and Furious 6 fjallar líkt og áður um ökuþórana Dominic Toretto og Brian O‘Conner. Þegar hér er komið sögu eru þeir eftir- lýstir og í útlegð. Lögreglumaður- inn Luke Hobbs, sem leikinn er af Johnson, er á höttunum eftir öðrum hópi glæpamanna en til þess að hafa hendur í hári þeirra þarf hann aðstoð frá Dom Toretto, sem leikinn er af Vin Diesel. Í skiptum fyrir aðstoðina býður Hobbs Dom og öðrum með- limum hópsins náðun sem felur í sér að ökuþórarnir geta snúið aftur til síns heima. Úr útlegðinni heim 7,7 76% 53% Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon leikur Pam Hobbs, móður ungs drengs sem myrtur var árið 1993, í kvikmyndinni Devil‘s Knot. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri bók eftir Mara Leveritt og segir frá umdeildu dómsmáli. Myndin er í leikstjórn hins margverðlaunaða leikstjóra Atom Egoyan og auk Witherspoon fara Bruce Greenwood, Dane DeHa- an, Colin Firth og Stephen Moyer með hlutverk í henni. Kvikmynd- in segir sögu þriggja ungmenna er kallaðir voru West Memphis Three í fjölmiðlum og voru rang- lega dæmdir fyrir morðin á þremur átta ára drengjum. Stevie Branch, Christopher Byers og Micha- el Moore voru myrtir árið 1993 og voru táningspiltarnir Damien Echols, Jason Baldwin og Jessie Misskelley Jr. grunaðir um ódæðið. Eftir yfirheyrslu játaði Misskelley Jr. á sig brotið, en sá var þroska- skertur. Piltarnir héldu alla tíð fram sakleysi sínu og voru látnir lausir árið 2010 þegar ný sönnunar- gögn leiddu í ljós að fátt tengdi þá við morðin. Kvikmyndaunnendur bíða spenntir eftir frumsýningu myndarinnar, en áætlaður frum- sýningardagur er 24. október. Leikur móður ungs fórnarlambs Kvikmyndaunnendur spenntir fyrir nýrri mynd Óskarsverðlaunaleikkonunnar Reese Witherspoon. EFTIRVÆNTING Kvikmyndarinnar Devil‘s Knot með Reese Witherspoon í aðalhlutverki er beðið með mikilli eftirvæntingu. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Zac Efron er sagður koma til greina í aðalhlutverk kvik- myndarinnar Narc. Myndin segir frá efnilegum háskólanema sem gripinn er glóðvolgur við sölu á eit- urlyfjum og gengur til liðs við lög- regluna til að komast hjá fangelsis- vist. Söguþræði myndarinnar hefur verið líkt við Donnie Brasco frá árinu 1997 sem skartaði Al Pacino og Johnny Depp í aðalhlutverkum. Landi Efron hlutverkinu mun hann leika ungan og efnilegan háskóla- nemanda sem er gripinn af lög- reglu er hann hyggst selja kókaín í háskólapartíi. Framtíð unga manns- ins virðist glötuð við handtökuna þar til honum býðst að gerast upp- ljóstrari lögreglunnar. Hinn 25 ára gamli Efron hóf feril sinn í unglingamyndum á borð við High School Musical, Hairspray og 17 Again og rómantískum kvik- myndum á borð við Charlie St. Cloud og The Lucky One. Nú virðist hann hins vegar ætla að spreyta sig á öðruvísi persónum og fór meðal annars með hlutverk Jacks Jansen í spennumyndinni The Paperboy. Háskólanemi siglir undir fölsku fl aggi Zac Efron orðaður við hlutverk í kvikmyndinni Narc. NÝ HLUTVERK Zac Efron reynir fyrir sér í nýjum hlutverkum. NORDICPHOTOS/GETTY *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.