Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 58

Fréttablaðið - 23.05.2013, Síða 58
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 „Þetta er bæði flóa- og hönnunar- markaður. Fólk getur annaðhvort selt eitthvað sem það býr til eða hluti sem það vill losa sig við eftir vorhreingerningarnar,“ segir Alma Geirdal um flóamarkað sem haldinn verður í húsnæði við Dalshraun 5 í Hafnarfirði þann 1. júní. Alma skipuleggur markaðinn ásamt Jóni Arnari Guðbrandssyni, veitingamanni á Lemon. Um tuttugu básar eru til útleigu og hefur meirihluti þeirra þegar verið leigður út fyrir opnunarhelg- ina. „Hafnfirðingar eru svo mikil krútt og flestir vilja helst ekki sækja þjónustu út fyrir bæinn. Hér verða alltaf mikil fagnaðarlæti þegar bætist við verslunar flóruna í bænum og bæjarbúar hafa því tekið vel í hugmyndina um að hér verði opnaður flóamarkaður,“ segir Alma. „Ég held að það séu bara fjórir básar enn óútleigðir.“ Alma verður sjálf með bás á markaðnum og mun selja fatnað á börn og konur. „Ég er týpískur fatasankari og ætla að nýta tæki- færið og létta aðeins á fatastafl- anum. Ég veit að nokkrar þekktar skvísur úr Hafnarfirðinum verða með bás umrædda helgi og fólk ætti því að geta gert góð kaup.“ Markaðurinn verður opinn frá klukkan 12 til 18 helgina 1. til 2. júní. Eftir það verður markaður- inn opinn fimmtudag til sunnu- dags. Hægt er að panta bás með því að senda Ölmu póst á netfangið almageirdal@gmail.com. sara@frettabladid.is „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem lík- ami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hring- snúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sér- lega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitu- söfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverks- ins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðs- ljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafn- vel út í hversu mörg kíló viðkom- andi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim … Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Hrós handa ófrískum konum KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vanda- máli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Alma er uppalin í Kópavogi en hefur búið í Hafnarfirði frá því hún var sautján ára gömul og segist líta á sig sem Hafn- firðing. „Það er dásam- legt að búa í Hafnarfirði. Það sem gerir bæinn svo sérstakan er bæjarbragur- inn sem ríkir hér. Hér er öll þjónusta og maður þarf ekki að sækja margt inn til Reykjavíkur. Svo er Hafnarfjörðurinn bæði barnvænn og kósí.“ Kósí bæjarbragur í Hafnarfirði Krúttlegir Hafnfi rðingar taka vel í markað Alma Geirdal skipuleggur hönnunar- og fl óamarkað í Hafnarfi rði. Hún segir Hafn fi rðinga helst sækja þjónustu innan bæjarmarkanna og taka nýjungum vel. MARKAÐUR Í HAFNARFIRÐI Alma Geirdal skipuleggur markað í Hafnarfirði helgina 1. til 2. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Límonaði er dásamlegur sumar- drykkur, enda frískandi og sval- andi. Límonaði, og þá helst heima- gert, hefur lengi verið vinsæll svaladrykkur í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Írlandi. Limonana, svaladrykkur úr sítrón- um og myntu, er jafnframt gríðar- lega vinsæll í löndum á borð við Jórdaníu, Líbanon og Sýrland. Yfirleitt er drykkurinn búinn til úr sítrónum, vatni og sykri og oft liggja fjölskyldur á upp- skriftum sínum eins og ormar á gulli. Límon aðið þykir einnig hafa heilsusamleg áhrif vegna sítrón- unnar og er talið að dagleg neysla drykkjarins komi í veg fyrir myndun nýrnasteina. Hollur og svalandi sumardrykkur Límonaði er dásamlegur drykkur fyrir sumarið. SVALADRYKKUR Límonaði borið fram á skemmtilegan máta. NORDICPHOTOS/GETTY 2 bollar sykur 1 bolli heitt vatn 2 bollar nýkreistur sítrónusafi 1 sítróna, skorin mynta til skreytingar Klassísk uppskrift Setjið sykur og heitt vatn í stóra könnu og hrærið þar til sykurinn leysist upp. Bætið við sítrónusafanum og fyllið könnuna af köldu vatni. Hrærið vel. Hellið drykknum í glös og skreytið með sítrónusneiðum og myntu. TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri góðir ávextir. 4 tegundir af ávöxtum eru á bakkanum – við veljum það sem er best hverju sinni eftir árstíðum og framboði. eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI Fyrir 10 manns 1.990 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.