Fréttablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 23. maí 2013 | MENNING | 45
Þeir sem sækja veislur á heim-
ili ungstirnisins Justins Bieber
þurfa að skrifa undir samning
þess efnis að tjá sig ekki um það
sem þar fer fram. Þeir sem fara
ekki eftir reglum Biebers gætu
átt á hættu að söngvarinn krefð-
ist fimm milljóna Bandaríkja-
dollara, um 615 milljóna króna, í
skaðabætur.
Slúðursíðan TMZ birti í gær
innihald slíks samnings
sem henni hefur áskotn-
ast. Þar kemur fram
að þeim sem skrifa
undir samninginn
sé óheimilt að tjá
sig á nokk-
urn hátt um
það sem fram
fer á heimili
stjörnunnar, hvort
sem er í einkasam-
tölum eða á sam-
félagsmiðlum.
Slíkir samningar
munu ekki vera
óalgengir í Holly-
wood.
Mega ekki tjá
sig um Bieber
JUSTIN BIEBER
Vill ekki að gestir
tali um veislurnar
sínar.
Kíktu á midi.is til að sjá framboðið af tónleikum, kvikmynda -og leiksýningum og íþróttaviðburðum.
HVERNIG VÆRI AÐ
KÍKJA ÚT Í KVÖLD?
Keith Richards, gítarleikari Roll-
ing Stones, hefur greint frá því að
hann skuldi bókasafnssektir hálfa
öld aftur í tímann. Í viðtali við
The Sun segist Richards hafa eytt
mörgum góðum stundum á bóka-
safninu í heimabæ sínum, Dart-
ford, þegar hann var barn og þótt
sumar bækurnar sem hann fékk
lánaðar svo góðar að hann hafi
ekki fengið af sér að skila þeim.
Samkvæmt The Sun er líklegt
að bókasafnsskuld Richards
nemi í dag um fjórum milljónum
íslenskra króna.
Keith skuldar
bókasafninu
KEITH RICHARDS Skilaði ekki
bókasafns bókum fyrir fimmtíu árum.
Madonna vill ekki að dóttir sín,
hin sextán ára gamla Lourdes
Leon, fari á stefnumót án
umsjónarmanns. Kærasti Leon
er Homeland-leikarinn Timothee
Chalame og stunda þau bæði nám
við menntaskólann LaGuardia
Performing Arts.
Madonna sagði í viðtali við
Extra að henni þætti kærasti
dóttur sinnar „mjög viðkunnan-
legur“. Söngkonan vill þó ekki að
dóttirin og kærasti hennar sæki
veislur án þess að vera í fylgd
með fullorðnum.
Ströng móðir
ÁBYRG Madonna vill ekki að dóttir sín
fari í veislur án fylgdar. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Will Smith fór nýlega í hljóðver
með rapparanum Kanye West.
„Ég hef verið að leika mér með Kanye. Við
fórum tvisvar í hljóðver saman,“ sagði Smith
í viðtali við Hip Hollywood. Hann sló fyrst í
gegn sem rappari áður en hann sneri sér að
leiklistinni með góðum árangri. „Kannski fæ
ég bakteríuna. Mig langar ekki að snúa aftur
nema ég fái mikinn innblástur en hann hefur
ýtt dálítið við mér,“ sagði hann um samstarfið
við Kanye West.
Orðrómur hafði verið uppi um að Smith og
Kanye hefðu farið saman í hljóðver í Brasilíu
og hann átti við rök að styðjast. Ekki er vitað
hvað þeir voru nákvæmlega að
bralla en samstarfið er engu að
síður áhugavert.
Smith hefur ekki gefið út plötu
síðan 2005 þegar Lost and Found
kom út. Hún komst á topp tíu á
bandaríska Billboard-listanum.
Vinsælasta plata leikarans er Big
Willie Style frá árinu 1997 sem náði
nífaldri platínusölu í Bandaríkjunum.
SAMSTARF Will Smith og Kanye West
fóru saman í hljóðver á dögunum.
Smith og Kanye saman í hljóðver
Leikarinn Will Smith og rapparinn Kanye West fóru saman í hljóðver.