Fréttablaðið - 23.05.2013, Page 70
23. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Það er náttúrulega íslenska vatnið
sem er í uppáhaldi. Ég leyfi mér
samt stundum Egils Appelsín, sá
drykkur er mjög góður með grillinu
á sumrin.“
Sandra Sigurðardóttir, markvörður meistara-
flokks Stjörnunnar í knattspyrnu og íslenska
landsliðsins.
DRYKKURINN
Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunn-
arsson heldur ferilstónleika í Eld-
borgarsal Hörpu 7. september.
Þar fer hann yfir söngferil sinn
sem telur fleiri áratugi og fjölda
smella.
„Það verður gaman að slá í góða
veislu og safna saman góðum tón-
listarmönnum sem maður fílar og
hafa spilað með manni í gegnum
tíðina,“ segir Pálmi, sem hefur
sungið með Mannakornum, Bruna-
liðinu og fleiri hljómsveitum.
Sérstakir gestir á tónleikun-
um verða Maggi Eiríks og Ellen
Kristjánsdóttir sem hafa unnið
með honum í Mannakornum.
„Það kom ekkert annað til greina.
Þetta hefur verið samstarfsfólk
mitt alveg frá ´74 eða ´75 og það
er æðislegt að fá þau til að kíkja
á mig.“
Tónlistarstjóri verður Þórir Úlf-
arsson, auk þess sem tvær dætur
Pálma og sonur hans koma fram.
Hann er ánægður að njóta liðsinn-
is barnanna sinna. „Þetta er allt
saman þrælmúsíkalskt fólk sem
hefur komið nálægt tónlist hvert
á sinn hátt.“
Aðspurður segir hann að tími
hafi verið kominn á tónleika
sem þessa. „Þetta er hell-
ingur af árum og það er fullt
af músík sem ég er búinn að
koma nálægt. Ég lít á þetta
sem flotta veislu sem er verið
að bjóða upp á og ég ætla að sjá
til þess að hún verði það.“ - fb
Lítur á þetta sem fl otta veislu
Ferilstónleikar Pálma Gunnarssonar verða í Eldborgarsalnum í Hörpu í september.
➜ Pálmi söng Gleðibankann, fyrsta lag
Íslands í Eurovision. Hann lék einnig í
fyrstu uppfærslu Jesus Christ Superstar
á Íslandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
„Það er mjög gaman að vera að
gera nýja bók en þessi hefur verið í
undirbúningi síðan í janúar,“ segir
hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll
Skúladóttir Jack, sem er þessa
dagana í myndatökum fyrir nýja
bók sem er tileinkuð hári og hár-
greiðslum.
Það er danska hárfyrirtækið HH
Simonsen sem gefur bókina út en
eigendur þess heilluðust af fyrri
bók Theodóru, Hárið, sem sló í
gegn á Íslandi fyrir jólin. „Þeir
sáu bókina mína er þeir voru hér
á landi og höfðu samband við mig.
Þetta er mjög gott tækifæri fyrir
mig og gaman að vera fengin til
verksins. Smá meiri pressa að vera
að vinna fyrir einhvern annan en
sjálfan sig eins og þegar ég gerði
Hárið,“ segir Theodóra en bókin er
ætluð fyrir Norðurlandamarkað og
skartar um tuttugu hárgreiðslum
af ýmsum toga.
Þessa dagana er Theodóra í
stúdíói ásamt ljósmyndaranum
Sögu Sigurðardóttur, sminkunni
Fríðu Maríu Harðardóttur og stíl-
istanum Hildi Sumarliðadóttur.
„Saga tók allar myndirnar fyrir
síðustu bók og hún flaug sérstak-
lega heim frá London til að gera
þetta verkefni með mér. Það skiptir
miklu máli að vera með gott teymi
á bak við sig. Auk bókarinnar er
hér tökulið að taka upp myndbönd
sem verða líklega aðgengileg á net-
inu samhliða útgáfu bókarinnar.“
Velgengni bókarinnar Hárið
hefur verið mikil en bókin hefur
verið á topp 20 á metsölulistum
síðan í janúar. Theodóra sér þó
ekki fram á aðra bók í bráð því
hún er einnig í námi í vöru hönnun
hjá Listaháskóla Íslands. Hún er
frekar með á bak við eyrað að gefa
Hárið út erlendis. „Það er á lang-
tímaplaninu en maður þarf að fara
í gegnum mikinn frumskóg til að
það geti orðið að veruleika. Það
tekur tíma en væri mjög gaman ef
af yrði.“ alfrun@frettabladid.is
Undirbýr bók um hár
fyrir Norðurlöndin
Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack er þessa dagana að undirbúa nýja hárbók fyrir
Norðurlandamarkað. Theodóra Mjöll sló rækilega í gegn með bók sinni Hárið sem
kom út fyrir jól í fyrra og gerði það að verkum að ákveðið háræði greip þjóðina.
NÝ BÓK Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack , lengst til hægri, var fengin til að gera hárbók fyrir danska fyrirtækið HH Simonsen
sem er ætluð fyrir Norðurlandamarkað. Hér er hún ásamt sminkunni Fríðu Maríu í myndatökum fyrir nýju bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
➜ Bókin Hárið hefur selst í
13 þúsund eintökum frá því að
hún kom út í desember í fyrra.
„Ég sinni mjög mörgum börnum á
heilsugæslunni þar sem ég er að
vinna og þau eru oft að spyrja um
hitt og þetta,“ segir Haukur Heið-
ar Hauksson, söngvari í Diktu.
Hann hefur gefið út bókina Viltu
vita meira um líkamann? Henni er
ætlað að fræða börn um manns-
líkamann og er frumraun hans í
bókaútgáfu.
„Hún er stíluð inn á krakka sem
eru að byrja að lesa og alveg upp
í tólf ára og eldri,“ segir Hauk-
ur Heiðar. „Þetta er mjög gagn-
virk bók með endalausum flipum
sem krakkarnir fletta fram og til
baka.“
Hann segir að þörf hafi verið
á bók sem þessari. „Í starfi mínu
sem læknir og sem foreldri hefur
mér fundist vanta bók á markað-
inn sem útskýrir líkamann fyrir
krökkum á skemmtilegan en samt
fræðandi máta. Þess vegna fór ég
að litast um eftir erlendum bókum
og datt niður á þessa bresku bók,“
segir hann.
Söngvarinn sá einnig um graf-
ísku vinnuna í kringum bókina og
hafði mjög gaman af öllu ferlinu,
sem hefur tekið marga mánuði.
Bókina gefur hann út í samstarfi
við Rósakot, sem er ný íslensk
bókaútgáfa sem sérhæfir sig í
barnabókum. - fb
Söngvari Diktu gefur út barnabók
Læknirinn Haukur Heiðar Hauksson hefur þýtt barnabók um mannslíkamann.
GEFUR ÚT BARNABÓK Popparinn
Haukur Heiðar Hauksson með syni
sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Útgáfuteiti verður í Máli
og menningu á Laugavegi á
laugardaginn kl. 15 og að sjálf-
sögðu mætir Haukur Heiðar
með gítarinn og tekur lagið.
PÁLMI GUNNARSSON Ferilstón-
leikar Pálma verða í Eldborgarsal
Hörpu 7. september.
HÚN ER HORFIN EFTIR GILLIAN FLYNN
ÞÝÐANDI: BJARNI JÓNSSON
D
YN
A
M
O
R
E
YK
JA
VÍ
K
1. SÆTI
BEINT Á
TOPPINN!
Mest selda bókin í öllum flokkum
í verslunum Eymundsson
vikuna 15.05.13 - 21.05.13
„Sagan hreinlegahrífur lesandannmeð sér, þetta erhrein og klár fíkn.“WASHINGTON POST
ER ÞAÐ EKKI ALLTAF EIGINMAÐURINN?
www.netto.is
| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
HERBAMARE FÆST Í NETTÓ
Kræsingar & kostakjör
Herbamare er blanda
lífrænna jurta og grænmetis
með hreinu sjávarsalti.
Einstök bragðgæði Herbamare
draga fram góða bragðið í hverjum
rétti á náttúrulegan hátt.