Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA Nú þegar sumarið er að líða undir lok fara nýjar vörur að streyma í verslanir. Þá er gott að huga að klæðnaði fyrir haustið. Það er þó væntanlega ekki mikil breyting á fötunum sem margir Íslendingar hafa klæðst í sumar vegna veðurs. Samt er nauðsynlegt að fá sér nýja flík til að lífga upp á fataskápinn. KÁPUR Kápurnar geta gert mikið fyrir heildarútlitið. Þær sem hafa verið áberandi á tískupöllunum fyrir haustið eru síðar og víðar kápur í dökkum litum og pastel litum. Hægt er að finna fallegar kápur í flestum búðum, enda voru þær einnig áberandi í fyrra vetur og margir hafa skipt út úlpunni fyrir fallega kápu. SKÓR MEÐ SYLGJUM Í fyrra voru reimuðu skórnir í sviðsljósinu en nú virðast svartir skór með beltissylgjum ætla að taka við. Skórnir geta ýmist verið úr leðri, rúskinni eða með snákaskinnsáferð. Þeir passa við allt hvort sem tilefnið er fínt eða hversdags. GULLKEÐJUR Það hefur ekki fram hjá neinum að gullkeðjurnar hafi komið sterkar inn í sumar. Vinsældum þeirra mun ekki linna í haust enda klassískur fylgihlutur. Hægt er að nota þær yfir peysur, við boli, kjóla og margt fleira. VÍÐAR BUXUR Jakkafatabuxurnar hafa verið að koma aftur í tísku eftir að hafa verið í algleymingi frá því um aldamótin. Íþróttabuxur og mynstraðar víðar buxur verða einnig vinsælar í haust. Einstak- lega þægileg tíska sem að allir geta nýtt sér. ■ gunnhildur@365.is HEITT Í HAUST SUMARIÐ LÍÐUR Nú þegar haustið nálgast þarf að fara að huga að því að lífga upp á fataskápinn. Hausttískan lítur vel út þetta árið. Meðal þeirra sem sýndu var danska fyrirtækið Moonspoon sem er með útibú í Los Angeles. Hönnuðir fyrirtækisins eru Sara Sachs, Evren Tekinoktay og Tal R. Moonspoon hefur vakið athygli fyrir sérstæðan, skandinavískan fatnað sem fræga fólkið hefur fallið fyrir. Eins og sjá má á myndunum er glamúr og glimmer í hönnun Moonspoon og sögðu tískulöggur greinilegt að diskótíminn væri að lifna við. Meðal annars sýndi fyrirtækið glimmerskó með mjög háum botni, ekki ólíkt því sem þekktist í diskóæðinu á sínum tíma. „Hönnun þeirra minnir á sveittar nætur í Studíó 54 í New York,“ sagði danska blaðið BT. Meðal gesta á tískuvikunni var Mary krónprinsessa sem virtist skemmta sér vel á tískusýningunum sem boðið var upp á. Tískuvikan skiptir miklu máli fyrir Kaupmannahöfn. Gestir koma víða að og hótelnýting er mjög góð þessa daga. Yfir 50 þúsund manns, viðskiptavinir, hönnuðir, blaðamenn og tískufólk, koma á sýninguna. Gestum hefur fjölgað mikið síðustu ár en þeir voru 31 þúsund árið 2006 en 63.235 í ágúst í fyrra. DISKÓ OG GLIMMER Á TÍSKUVIKU AFTUR TIL FORTÍÐAR Tískuvikan í Kaupmanna- höfn var haldin um síðustu helgi í sýningarhöllinni Bella Center. Þar var sýnd vor- og sumartíska 2014 og glæsileikinn allsráðandi. 551 0770Skipholti 29b • S . Rýmingasala hafin 50-70% afsláttur Ný sending af vetrarvörum! Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Við erum 26 ára af öllum vörum 26 % Afmælis veisla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.