Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 6
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
6.000 krónur er sú upphæð sem Íslendingar
sögðust eyða daglega í neyslu um
miðjan síðasta mánuð.
Þar eru ekki talin með kaup t.d. á
húsnæði eða bifreiðum.
Þetta er mjög svipað og á sama tíma
síðustu ár. Ekki ætti að koma á óvart
að eyðslan nær hæstu hæðum um jól
ár hvert (um 7.600 kr. síðustu jól) og
lægstu lægðum í lok janúar.
Heimild: Capacent
EFNAHAGSMÁL Styrking krónu frá
ársbyrjun og lækkun á hrávöruverði
á erlendum mörkuðum hefur ekki
skilað sér hér í lægra matvöruverði.
Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun
greiningardeildar Arion banka.
Í ljósi þess að spáð er áfram-
haldandi verðlækkun á korni
næstu 12 mánuði er í umfjöllun-
inni ekki talið útilokað að svig-
rúm verði hér fyrir lækkun mat-
vöruverðs á komandi misserum,
takist Seðlabankanum að halda
gengi krónunnar stöðugu.
Í umfjölluninni eru þrjár ástæður
sagðar helstar fyrir því að styrking
krónu og lægra hrávöruverð hafi
ekki þegar skilað sér í lægra matar-
verði. Mögulega taki fyrirtæki þann
pól í hæðina að styrking krónu sé
tímabundin en veikingin varanleg.
Þá er bent á að kjarasamningar
hafi haft áhrif á launakostnað, sem
þrýst hafi á hærra matvöruverð, og
að framleiðendur kunni að vera að
sækja til baka framlegðartap sem
þeir hafi mátt þola á árunum 2011
og fram til 2012. - óká
KORN Áframhaldandi verðlækkun
á korni gæti síðar skilað sér í lægra
matarverði hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Betri kjör vegna krónu og ódýrari aðfanga hafa ekki skilað sér í matarverði:
Lægra matarverð ekki útilokað
EFNAHAGSMÁL Á öðrum árs-
fjórðungi voru að meðaltali 12.900
manns í atvinnuleit, 6,8 prósent
vinnuafls. Atvinnulausum fækk-
aði um 400 manns frá öðrum árs-
fjórðungi árið 2012 og starfandi
fólki fjölgaði um 3.300 manns.
Langtímaatvinnuleysi hefur
minnkað umtalsvert það sem af
er ári, það er atvinnuleysi þeirra
sem sem hafa verið án vinnu í 12
mánuði hið minnsta. Um 2.000
manns voru atvinnulausir til
langtíma á öðrum ársfjórðungi
þessa árs. - le
Tæp sjö prósent án vinnu:
Atvinnuleysi
dregst saman
VIÐSKIPTI Alls var 845 leigu-
samningum þinglýst á landinu
öllu í júlí. Það er níu prósentu-
stiga aukning frá því í júlí í fyrra.
Langflestum leigusamningum
var þinglýst á höfuðborgar-
svæðinu, eða 557. Er það 13,4
prósentustiga aukning milli
mánaða. Fæstum leigusamningum
var þinglýst á Vestfjörðum, eða
fimm samningum. Það er þó 150
prósentustiga aukning frá júlí á
síðasta ári en einum samningi
færri en í júní 2013. -nej
Fæstir leigja á Vestfjörðum:
Alls 845 samn-
ingum þinglýst
BORGARMÁL Reykjavíkurborg
hefur haft samband við öll
nágrannasveitarfélög sín á
höfuðborgarsvæðinu í því skyni
að stemma stigu við hraðri
útbreiðslu kanína. Í svari við
fyrirspurn Fréttablaðsins um
málið kemur fram að til stendur
að funda með sveitarfélögunum
um málið næsta haust og að
hingað til hafi verið vel tekið í
erindi borgarinnar um grisjun
stofnsins. Þá kemur fram að
engar kanínur hafi verið veiddar
af hálfu borgarinnar síðan und-
anþága var gefin fyrir veiðum. - vg
Sveitarfélög skoða veiðar:
Fundað um
kanínur í haust
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Hæg norðaustlæg átt.
RIGNINGIN ER GÓÐ Heldur vætusamt víða á landinu í dag en fer svo að draga úr
vætu á morgun. Skúrir einkum norðan- og vestanlands en léttir til suðaustanlands. Á
laugardag snýr hann sér í hæga norðanátt með kólnandi veðri fyrir norðan.
12°
4
m/s
12°
5
m/s
12°
4
m/s
12°
8
m/s
Á morgun
3-8 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
12°
9°
12°
9°
8°
Alicante
Basel
Berlín
30°
24°
23°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
21°
25°
23°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
20°
20°
30°
London
Mallorca
New York
24°
30°
25°
Orlando
Ósló
París
32°
21°
27°
San Francisco
Stokkhólmur
21°
22°
13°
4
m/s
12°
6
m/s
15°
6
m/s
15°
3
m/s
14°
4
m/s
15°
4
m/s
6°
5
m/s
13°
10°
14°
16°
14°
MENNTUN Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmála-
ráðherra, og Ólafur Þór Jóhanns-
son, formaður stjórnar Fisk-
tækniskóla Íslands í Grindavík,
undirrituðu nýlega samning til
eins árs um kennslu í fisktækni í
tilraunaskyni. Frá þessu segir á
vef Víkurfrétta.
Um er að ræða kennslu í fisk-
vinnslu, fiskveiðum og fiskeldi.
Í samningnum er einnig gert ráð
fyrir að skólinn þrói námsbrautir
á sviði fisktækni og standi að
kynningum á námi í fisktækni
víða um land.
30 nemendur munu stunda
nám við skólann í haust, en um
1.500 manns hafa sótt námskeið
á vegum skólans frá stofnun hans
vorið 2010. - þj
Skólinn þróar námsbrautir:
Fisktækninám
fram haldið í ár
STJÓRNSÝSLA Á vef forsætisráðu-
neytisins hefur verið komið upp
svæði þar sem almenningi er
boðið að koma á framfæri hug-
myndum og
ábendingum til
hagræðingar-
hóps ríkis-
stjórnarinnar
um hluti sem
betur mega
fara í rekstri
ríkisins.
Á heimasíðu
ráðuneytis-
ins segir að markmiðið sé að
hagræðingar hópurinn leggi
fram tillögur sem miða að því að
auka framleiðni í rekstri ríkis-
ins umtalsvert. Einnig er hægt að
senda hugmyndir og ábendingar
til hópsins á netfangið hagraed-
ing@for.stjr.is. -vg
Hagræðingarhópur vill hjálp:
Vilja tillögur
frá almenningi
ÁSMUNDUR
EINAR DAÐASON
KANÍNA Engin ákvörðun hefur verið
tekin um kanínuveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL „Ég var ekki að hóta
í þessu viðtali, eins og allir geta
hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís
Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, um viðtal
sem hún fór í við Ísland í bítið á
Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið
hefur vakið hörð viðbrögð og
sumir fullyrt að í því hafi Vigdís
haft í frammi lítt dulbúna hótun
um niðurskurð hjá Ríkis útvarpinu
vegna fréttaflutnings sem er
henni ekki þóknanlegur.
Spurð hvers vegna hún hafi
nefnt það í kjölfarið umræðu
um meinta hlutdrægni frétta-
stofunnar að hún sæti í sérstökum
hagræðingarhópi stjórnvalda
segir Vigdís:
„Því er til að svara að það
er allur ríkisreksturinn
þarna undir. Það verð-
ur að skoða þetta í
samhengi allt saman
hvað á að gera til
framtíðar hér á
landi.“
Hún segir að
skoðun hennar,
og eftir atvikum
annarra í hagræð-
ingarhópnum, á
fréttaflutningi
fréttastofu
Ríkisútvarps-
ins muni engin
áhrif hafa á það
hvaða tillögur
hópurinn muni
koma með um
niðurskurð.
„Að sjálfsögðu
ekki. Þetta kemur fréttaflutningi
ekkert við. Upphafið að þessu við-
tali var það að Ríkis sjónvarpið
flutti ranga frétt þar sem mér
voru lögð orð í munn. Síðan hefur
þetta undið upp á sig með þessum
hætti og við því er ekkert að
gera. Það er ekkert nýtt
fyrir mér að það sé verið
að rangtúlka það sem ég
segi og snúa út úr því.“
Í kjölfar viðtalsins í gær
var hafin undirskrifta-
söfnun á vefnum þar sem
skorað var á Vigdísi að segja
af sér formennsku í fjárlaga-
nefnd og víkja úr hagræð-
ingarhópnum. Í gær-
kvöldi höfðu yfir 1.500
manns skrifað undir.
„Fólki er frjálst
að setja af stað
undirskrifta-
safnanir
eins og það
v i l l u m
hin ýmsu
málefni.
Ég hef svo sem
ekkert um það
að segja,“ segir
Vigd í s . Hú n
muni hins vegar
ekki verða við
áskoruninni.
„Að sjálfsögðu
ekki.“
Katrín Jakobs-
dóttir, formaður
Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs, vill ekki ganga svo
langt að segja að Vigdís eigi að
segja af sér. „Fólk verður bara að
taka þær ákvarðanir sjálft. Það
er ekki pólitískra andstæðinga
að benda á það. En mér finnst að
formaður fjárlaganefndar eigi
allavega ekki að tala svona. Það
er alveg á hreinu.“
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra sagði í samtali við RÚV
í gær að aldrei væri viðeigandi að
tengja saman fjárframlög til RÚV
og frammistöðu fréttastofunnar.
Vigdís hefði hins vegar skýrt mál
sitt. stigur@frettabladid.is
Vigdís neitar því að
hafa haft í hótunum
Formaður fjárlaganefndar minnti á setu sína í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar
í umræðum um meinta hlutdrægni fréttastofu RÚV. „Þetta kemur fréttaflutningi
ekkert við,“ segir hún um niðurskurðarvinnuna. Hún hyggst ekki segja af sér.
Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra
milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski
einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum
hætti?“
Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitt-
hvað lengra?“
Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt
undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega
þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki
að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í
almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“
Úr viðtalinu umdeilda
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR