Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 40
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlut- verkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaða- manni Vísis fyrr í mánuðinum. 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teikni- myndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasam- taka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006. sara@frettabladid.is Lögreglumenn snúa bökum saman Kvikmyndin 2 Guns var frumsýnd í gær. Myndin skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. BIÐINNI LOKIÐ 2 Guns var frumsýnd hér á landi í gær. Eins og kunnugt er orðið leikstýrði Baltasar Kormákur myndinni. Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíói Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman. The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feim- inn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumar fríinu kynnist hann starfs- manni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt. We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúana- sala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We’re the Millers er eftir hand- ritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers. - ósk We are the Millers, Paradise: Love og The Way, Way Back Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í vikunni. THE WAY, WAY BACK Gamanmyndin skartar meðal annars Steve Carrell í helstu hlutverkum. Staðfest hefur verið að leikkonan og fyrirsætan Milla Jovovich muni leika í nýjustu mynd leik- stjórans Michaels Almereyda, sem er byggð á klassísku leikriti eftir Shakespeare og nefnist Cymbeline. Nú þegar hefur verið staðfest að stórleikararnir Ed Harris og Ethan Hawke ásamt Penn Badgley muni einnig fara með hlutverk í myndinni. Cymbeline er frekar hefðbundin Shakespeare-mynd þar sem svik, prettir og rómantík fléttast saman á einstakan hátt. Drottningin sem Jovovich leikur er illgjörn og lævís karakter. Ed Harris fer með hlutverk kóngsins Hapless og Penn Badgley fer með hlutverk munaðarleysingjans Post- humus. Ekki er enn vitað hvert hlutverk hjartaknúsarans Ethans Hawke verður í myndinni. Þetta er í annað sinn sem leikstjórinn Almereyda leikstýrir kvikmynd sem byggð er á leikriti eftir Shake- speare, en flestir muna vafalaust eftir myndinni Hamlet, sem kom út árið 2000. Áætlað er að tökur hefjist 19. ágúst. - áo Með hlutverk í Shakespeare-mynd Leikur með stórleikurunum Ed Harris og Ethan Hawke Í SHAKESPEARE Milla Jovovich leikur í mynd sem byggð er á verki eftir Shake- speare. NORDICPHOTOS/GETTY Myndin Muppets Most Wanted er byggð á hinum geysivinsælu Prúðuleikurum, The Muppets. Myndin, sem James Bobin leik- stýrir, er framhald af myndinni The Muppets sem kom út árið 2011. Með hlutverk í myndinni fer grínleikarinn Ty Burrel, sem hefur slegið rækilega í gegn sem fjölskyldufaðir í þáttunum Modern Family. Burrel sagði í samtali við kvikmyndatímaritið The Empire, að hann hefði alla tíð elskað Prúðuleik- arana. Burrel tók hlutverkinu sam- dægurs enda voru prúðuleikararnir stór hluti af lífi hans þegar hann var yngri. Í mynd- inni leikur Burrel franskan liðsforingja og þurfti hann því að æfa franska hreim- inn vel. Burrel sagði að það hefði gengið vonum framar og meira að segja komi hann til með syngja lag í myndinni. Í Muppets Most Wanted verður mun meira um tónlist en í fyrri myndinni og er það enginn annar en Óskars- verðlaunahafinn McKenzie sem semur lögin. Tökur á myndinni hefjast innan nokkurra vikna og fara þær fram í London. Áætlað er að myndin verði frum- sýnd einhvern tímann á næsta ári. Tökur að hefj ast á Muppet Most Wanted Gamanleikarinn Ty Barrel fer með hlutverk fransks liðsforingja og æfi r nú franska hreiminn á fullu. LEIKUR FRANSKAN LIÐSFORINGJA Leikarinn Ty Burrel fer með hlutverk í myndinni Muppets Most Wanted. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Í stiklu myndarinnar má heyra lagið Die by the Drop með hljómsveitinni The Dead Weather. Þetta sama lag var einnig notað í stiklu kvikmyndar innar Contraband. *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.