Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 38
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley gaf í vor út sína aðra sólóplötu, Victim of Love. Bradley sló í gegn eftir að heimildarmynd um hann, Soul of America, var frumsýnd á hátíð- inni South By Southwest í fyrra. Hinn 65 ára Bradley átti erfiða æsku og í raun hefur líf hans langt í frá verið dans á rósum. Móðir hans yfirgaf hann þegar hann var aðeins átta mánaða og var honum komið fyrir hjá ömmu sinni í Flórída. Þegar hann var átta ára tók mamma hans við honum aftur og ól hann upp í Brooklyn í New York. Þar bjó hann við mikla fátækt og er hann var fjórtán ára strauk hann að heiman og bjó á götunni. Hann vann sem kokkur í ríkinu Maine í áratug en eftir það flæktist hann úr einu starfi í annað. Meðal annars starfaði hann sem James Brown-eftirherma á hinum ýmsu klúbbum í Brook- lyn, eða allt þar til Gabe Roth hjá útgáfunni Daptone Records upp- götvaði hann. Fyrsta sólóplata Bradleys, No Time For Dreaming, kom út 2011. Hún hlaut víðast hvar mjög góða dóma og komst inn á árslista hjá virtum blöðum á borð við Rolling Stone, Spin og GQ. Rapparinn Jay-Z notaði lag af henni, I Believe In Your Love, í laginu Open Letter á sinni nýjustu plötu. Eftir útkomu plötunnar spilaði Bradley á hátíðinni South By South- west við frábærar undirtektir og kom einnig fram á hátíðunum Bonnaroo, Austin City Limits, New- port Folk Festival og Outside Lands. Nýja platan, Victim Of Love, hefur einnig fengið góða dóma, þar á meðal þrjár og hálfa stjörnu hjá Rolling Stone og fjórar af fimm mögulegum bæði hjá tímaritinu Q og The Guardian. Bradley er þessa dagana í tón- leikaferðalagi um Bandaríkin til að fylgja plötunni eftir. Í byrjun október ferðast hann svo um Evrópu í einn og hálfan mánuð áður en för- inni er aftur heitið heim til Banda- ríkjanna. freyr@frettabladid.is Fyrrverandi eft ir- herma slær í gegn Sálarsöngvarinn Charles Bradley starfaði sem James Brown-eft irherma áður en hann sló í gegn. Önnur platan hans, Victim Of Love, hefur fengið góða dóma. VINSÆLL Sálarsöngvarinn Charles Bradley nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY Charles Bradley er mjög þakklátur aðdáendum sínum fyrir skjótan frama sinn. „Ég vil að þeir viti hversu mikið þeir hafa hjálpað mér að þroskast sem söngvari,“ sagði hann, spurður út í sína nýjustu plötu. Í lokalagi hennar, Through The Storm, lætur hann þakklæti sitt berlega í ljós, ekki bara til aðdáenda sinna heldur einnig Guðs almáttugs og vina sinna. „Þegar heimurinn færir þér ást þá frelsar það sál þína,“ syngur hann. Þakklátur aðdáendum sínum Fyrsta platan sem ég heyrði með ensku hljómsveitinni The Cult var Electric frá 1987 sem ég gróf upp úr vínilplötusafni bróður míns. Hún var tíður gestur í græjunum lengi á eftir og lög á borð við Wild Flower, Lil´Devil og Love Removal Machine hljómuðu hreint út sagt stórkostlega. The Cult fylgdi Electric, sem sjálfur Rick Rubin tók upp, með annarri flottri plötu, Sonic Temple, með slögurum á borð við Sun King, Fire Woman og Sweet Soul Sister. Á þessum tíma vissi ég lítið sem ekkert um The Cult. Seinna komst ég að því að áður en Electric kom út hafði hún verið svokölluð gothic-rokksveit, eða síðpönksveit og slegið í gegn í heimalandinu með plötunni Love og smáskífu- laginu She Sells Sanctuary. Með næstu plötu á eftir, Electric, tók hljómsveitin meðvitaða stefnu í átt að örlítið harðara rokki og stærri markaði. Electric og Sonic Temple lögðu grunninn að vinsældum The Cult í Bandaríkjunum, sem þó urðu minni en til stóð af ýmsum ástæðum. Svo fór að hljómsveitin hætti störfum árið 1995 en sneri aftur þremur árum síðar. Síðan Sonic Temple kom út hefur The Cult á síðustu tveimur áratugum gefið út fimm plötur sem hafa fengið heldur blendnar viðtökur og í raun hefur ferill hljómsveitarinnar fjarað hægt og sígandi út. Þess vegna var það óvænt ánægja að frétta af núverandi tónleikaferðalagi sveitarinnar, Electric 13, sem mætti alveg rata hingað til Íslands. Á fyrri helmingi tónleikanna spilar hún Electric í heild sinni en síðari hlutinn fer í „best-of“. Fyrir gamlan „Költara“ hljómar þetta gríðarlega spennandi en hvort forsprakkarnir Ian Astbury og Billy Duffy hafi enn yfir að ráða gömlu töfrunum er aftur á móti spurning. Gömlu goðin spila Electric í heild sinni Emilíana Torrini - Tookah Skepna - Skepna Himnalaya - Himnalaya Í spilaranum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 8.8.2013 ➜ 14.8.2013 1 Avicii / Aloe Blacc Wake Me Up 2 Nýdönsk Iður 3 Olly Murs Dear Darlin’ 4 John Newman Love Me Again 5 Naughty Boy / Sam Smith La La La 6 Dr.Gunni og Friðrik Dór Glaðasti hundur í heimi 7 Tom Odell Another Love 8 Pink / Lily Allen True Love 9 Dikta Talking 10 Robin Thicke / T.I. / Pharrell Blurred Lines 1 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 2 Sigur Rós Kveikur 3 Samaris Samaris 4 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 5 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 6 Ýmsir Inspired by Harpa 7 Retro Stefson Retro Stefson 8 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 9 Skálmöld Börn Loka 10 Ýmsir Yndislega eyjan mín TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.