Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 3
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 20 BERJADAGAR – TÓNLISTARHÁTÍÐ Nú stendur yfir tónlistarveisla á Berjadögum á Ólafsfirði. Margir þekktir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni sem stendur alla helgina. Hægt er að kynna sér dagskrána á berjadagar-artfest.com. Annað kvöld verður til dæmis flutt frumsamið efni frá Hilmari Erni Hilmarssyni í Ólafsfjarðarkirkju. FAGMENN Þorbjörn og Steindór, ásamt öðrum starfs-mönnum Málningar-vara, veita bíleigendum úrvalsráðgjöf varðandi hreinsivörur. MYND/DANÍEL M álningarvörur ehf. hefur um árabil sérhæft sig í fjölbreyttri þjónustu og gæðavörum fyrir bíleigendur og fyrirtæki sem þjónusta þá. Fyrirtækið hefur meðal annars boðið upp á vandaðar hreinsivörur frá þekktum framleiðendum sem henta mjög vel íslenskum aðstæðum að sögn Karls Jónssonar, framkvæmdastjóra Málningarvara. „Við erum þ kkfy i f Það er sett á eins og bón og er mjög auðvelt að vinna með það.“Af öðrum frábærum hreinsiefnum nefnir Karl efni sem hreinsa felgur á bílum. „Felgur verða oft gular með aldrinum. Þótt tjöruhreinsir sé notaður næst ekki sótið af felgunum. Við bjóðum upp á úrvals efni frá Conog Meg i ´ HREINSIEFNI FYRIR ÓHREININDI OG BLETTI MÁLNINGARVÖRUR KYNNA Nú fæst mikið úrval öflugra efna sem taka á öllum þáttum varðandi viðhald og hreinsun bíla. TÆKIFÆRISGJAFIR Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 15. ágúst 2013 190. tölublað 13. árgangur Ekki tími til að auglýsa Þegar mánuður var eftir af fresti til að sækja um sérstakar lánsveðsvaxta- bætur hafði umsóknarferlið ekki enn verið auglýst. Ríkisskattstjóri segir óþarfa að hafa áhyggjur. 2 Íhuga nýja kosti Landsvirkjun hefur til skoðunar nýjar útfærslur við Norðlingaöldu. Reynt er að mæta sjónarmiðum náttúrverndarfólks. 6 Neyðarástand Mannskæð átök hafa kostað hundruð manna lífið í Kaíró og fleiri borgum Egyptalands. Tveir blaðamenn voru drepnir í gær. 8 Blánar yfir berjamó Í ár eiga bestu berjalöndin að vera á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. 12 SKOÐUN Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarréttarhafa, skrifar píratinn Jón Þór Ólafsson. 20 MENNING Katrín Símonardóttir hannar sundföt fyrir konur í yfir- stærð. 42 SPORT Jón Arnór Stefánsson er búinn að skora 32 stig í tveimur lands- leikjum í röð. 36 Opið til 21 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla 500GB VASAFLAKKARI 11.990 Þrjú kynferðisbrot eru nú til rann- sóknar hjá lögreglunni á Eski- firði, þar á meðal ein hópnauðgun. Sautján ára stúlka kærði í byrjun mánaðarins fimm karlmenn, á milli tvítugs og þrítugs, fyrir nauðgun sem átti sér stað á Austur landi í lok júní. Yfirlög- regluþjónninn á Eskifirði staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gefa upp hvar brotið hefði verið framið. Í lok júlí kærði kona fyrrverandi sambýlismann sinn fyrir brot gegn dóttur hennar. Brotin áttu sér stað á Austurlandi á árunum 2007-2011 þegar stúlkan var á unglingsaldri. Maðurinn býr enn á Austurlandi. Það mál er lengst komið í rannsókn af málunum þremur og verður væntanlega sent ákæruvaldinu innan skamms. Þá er einnig nauðgun sem átti sér stað á Norðurlandi til rann- sóknar hjá lögreglunni á Eskifirði. „Við höfum því miður fengið að jafnaði níu kynferðisbrotamál inn á borð til okkar á hverju ári síð- ustu fimm ár eða svo,“ segir Jónas Wilhelmsson yfirlögregluþjónn á Eskifirði. „Rannsókn á þessum málum gengur mjög vel.“ - kh Stúlka kærir fimm fyrir hópnauðgun Hópnauðgun er meðal þriggja kynferðisbrota sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði. Að jafnaði eru þar rannsökuð níu kynferðisbrotamál á ári hverju. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Austurlandi vegna manneklu í sumar og ekki hefur verið hægt að ráða í allar afleysingastöður vegna fjárskorts. Sömu sögu er að segja af embætti lögreglunnar á Seyðisfirði. Í fyrrakvöld réðst karlmaður inn á heimili eina lögreglumannsins sem var á vakt þar og hótaði fjölskyldu hans lífláti. Lögreglumaðurinn var ekki heima þegar innrásin átti sér stað. Hann var sem fyrr segir á vakt í umdæminu, sem nær frá Vopnafirði í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. RÁÐIST INN Á HEIMILI LÖGREGLUMANNS Bolungarvík 12° S 4 Akureyri 14° S 4 Egilsstaðir 15° SV 6 Kirkjubæjarkl. 13° SV 4 Reykjavík 12° S 4 VÍÐA VÆTA Í dag verða víða sunnan 3-8 m/s og rigning en úrkomulítið N- og A-til. Hiti 10-18 stig, mildast NA-lands. 4 EKKI SANNFÆRANDI Íslenska landsliðið sýndi engan glansleik er það marði 1-0 sigur á Færeyingum í gær. Liðið mætir næst Sviss í alvöruleik ytra í upphafi næsta mánaðar. Sviss hitaði upp fyrir þann leik með því að skella Brasilíu. Kolbeinn Sigþórs- son skýtur hér yfir mark Færeyinga í leiknum. Sjá síðu 36 FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNMÁL Vigdís Hauks- dóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins og formaður bæði fjárlaganefndar og hag- ræðingarhóps ríkisstjórnar- innar, segist ekki hafa verið að hóta RÚV niðurskurði í þættinum Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niður skurð hjá Ríkis- útvarpinu vegna frétta- flutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Í gær var hafin undir- skriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vig- dísi að segja af sér for- mennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingar- hópnum. - vg, sh / sjá síðu 4 Formaður fjárlaganefndar segist ekki hafa haft í hótunum: Skorað á Vigdísi að segja af sér VIGDÍS HAUKSDÓTTIR VEIÐAR Aðeins hefur tekist að veiða fjórðung af hreindýra- kvótanum nú þegar tarfatímabilið er hálfnað. Pálmi Gestsson leikari, sem nú er á veiðum, og Jóhann G. Gunnarsson, hjá Umhverfis- stofnun á Egilsstöðum, segja að svo illa hafi gengið að finna dýr að menn hafi hreinlega gefist upp og skilað inn veiðileyfum sínum. Pálmi hefur arkað í erindisleysu í fjóra daga án þess að komast í færi við nokkurt dýr. Ekki er vankunnáttu um að kenna því hann er undir handleiðslu Sigurðar Aðalsteinssonar frá Vað- brekku á Jökulfjörðum, sem þekkir vel til aðstæðna og staðarhátta. Jóhann segir að oft hafi útlit verið fyrir að kvótinn yrði ekki kláraður en alltaf hafi veiðarnar gengið eftir. Álag á veiðislóð eykst mjög eftir 20. ágúst. Þá hefst gæsatímabilið og vilja margir veiðimenn nýta ferðina austur og fara á gæs jafnframt. Búið er að veiða 300 dýr en kvótinn hljóðar upp á 1.229. -jbg / sjá síðu 38 Pálmi Gestson er að missa þolinmæðina uppi á austfirskum heiðum: Illa gengur á hreindýraveiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.