Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.08.2013, Blaðsíða 42
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Nýtt lag Lady Gaga, Applause, var gefið út í vikunni, fyrr en áætlað var, vegna þess að bútar úr laginu höfðu þegar lekið á netið. Þannig hefur Lady Gaga bæst í hóp þeirra poppstjarna sem hafa þurft að flýta útgáfu efnis vegna leka á internetið. Af þekktustu útgefendum ársins er David Bowie sá eini sem tókst að halda nýrri plötu sinni frá almenningi, en það kom flestum í opna skjöldu þegar hann gaf út nýtt lag sem heitir Where are we now, að morgni 66 ára afmælis síns í janúar á þessu ári. L a g ið A ppl au s e hef u r þegar hlotið lof og last frá gagnrýnendum. Þá var gagn- rýnandi Rolling Stone Magazine ánægður með nýja lagið og sömu sögu höfðu gagnrýnendur Bill- board Magazine að segja. Hins vegar fannst gagnrýnendum Spin Magazine lítið í lagið spunnið. - ósk Lady Gaga fl ýtir út- gáfu lags vegna leka Lekar á efni orðnir hluti af daglegu lífi poppstjarna. KYNLEGUR KVISTUR Lady Gaga er þekkt fyrir nýstárlegan fatasmekk sinn. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013 Hátíðir 18.00 Haldin verður hljómbær alþýðu- tónlistarhátíð á Eyrarbakka 15. til 18. ágúst. Koma munu fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá. Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka. Einnig verður andlegur markaður í Óðinshúsi í boði Kailash og Tehússins. Nánari upp- lýsingar á Bakkinn.is. Tónlist 20.00 Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel. Aðgangseyrir er 1000 krónur. 22.00 Hr. Halli heldur tónleika á Ob-La- Dí-Ob-La-Da í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is This is Sanlitun, gamanmynd eftir leikstjórann Róbert Inga Douglas, verður fyrst sýnd opin- berlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin verður 5.-15. september næstkomandi. Toronto er ein af stærstu alþjóð- legu kvikmyndahátíðunum og helsti vettvangurinn vestanhafs þar sem evrópskar kvikmyndir fá athygli og möguleika á dreifingu. Róbert er leikstjóri myndanna Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og Strákarnir okkar. Þessi nýjasta mynd er tekin upp í Kína, þar sem Róbert hefur verið búsettur undanfarin ár. Myndin er þó framleidd af íslensku fyrirtækjunum Film Douglas og Vintage Pictures, auk Ai Wan Entertainment, og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. - ósk Róbert Doug- las til Toronto RÓBERT INGI DOUGLAS Er íslenskur kvikmyndaleikstjóri búsettur í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hollenski saxófón- og klarinett- leikarinn Maarten Ornstein verður gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur í ágúst en þar mun hann leika dúetta með Sunnu Gunnlaugs. Maarteen starfrækir annars hljómsveitina Dash. Tónleikar nir fara annars vegar fram á morgun í Hannesarholti klukkan níu og hins vegar á laugardaginn á Bryggjunni í Grindavík klukkan 12 á hádegi. - ósk Áhugaverðir gestir á Jazzhátíð Reykjavíkur Maarten Ornstein og Sunna Gunnlaugs taka dúett. SUNNA GUNNLAUGS Sunna leikur með Maarten Ornstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.