Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 42
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Nýtt lag Lady Gaga, Applause, var gefið út í vikunni, fyrr en áætlað var, vegna þess að bútar úr laginu höfðu þegar lekið á netið. Þannig hefur Lady Gaga bæst í hóp þeirra poppstjarna sem hafa þurft að flýta útgáfu efnis vegna leka á internetið. Af þekktustu útgefendum ársins er David Bowie sá eini sem tókst að halda nýrri plötu sinni frá almenningi, en það kom flestum í opna skjöldu þegar hann gaf út nýtt lag sem heitir Where are we now, að morgni 66 ára afmælis síns í janúar á þessu ári. L a g ið A ppl au s e hef u r þegar hlotið lof og last frá gagnrýnendum. Þá var gagn- rýnandi Rolling Stone Magazine ánægður með nýja lagið og sömu sögu höfðu gagnrýnendur Bill- board Magazine að segja. Hins vegar fannst gagnrýnendum Spin Magazine lítið í lagið spunnið. - ósk Lady Gaga fl ýtir út- gáfu lags vegna leka Lekar á efni orðnir hluti af daglegu lífi poppstjarna. KYNLEGUR KVISTUR Lady Gaga er þekkt fyrir nýstárlegan fatasmekk sinn. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2013 Hátíðir 18.00 Haldin verður hljómbær alþýðu- tónlistarhátíð á Eyrarbakka 15. til 18. ágúst. Koma munu fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá. Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka. Einnig verður andlegur markaður í Óðinshúsi í boði Kailash og Tehússins. Nánari upp- lýsingar á Bakkinn.is. Tónlist 20.00 Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel. Aðgangseyrir er 1000 krónur. 22.00 Hr. Halli heldur tónleika á Ob-La- Dí-Ob-La-Da í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is This is Sanlitun, gamanmynd eftir leikstjórann Róbert Inga Douglas, verður fyrst sýnd opin- berlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin verður 5.-15. september næstkomandi. Toronto er ein af stærstu alþjóð- legu kvikmyndahátíðunum og helsti vettvangurinn vestanhafs þar sem evrópskar kvikmyndir fá athygli og möguleika á dreifingu. Róbert er leikstjóri myndanna Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og Strákarnir okkar. Þessi nýjasta mynd er tekin upp í Kína, þar sem Róbert hefur verið búsettur undanfarin ár. Myndin er þó framleidd af íslensku fyrirtækjunum Film Douglas og Vintage Pictures, auk Ai Wan Entertainment, og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. - ósk Róbert Doug- las til Toronto RÓBERT INGI DOUGLAS Er íslenskur kvikmyndaleikstjóri búsettur í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hollenski saxófón- og klarinett- leikarinn Maarten Ornstein verður gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur í ágúst en þar mun hann leika dúetta með Sunnu Gunnlaugs. Maarteen starfrækir annars hljómsveitina Dash. Tónleikar nir fara annars vegar fram á morgun í Hannesarholti klukkan níu og hins vegar á laugardaginn á Bryggjunni í Grindavík klukkan 12 á hádegi. - ósk Áhugaverðir gestir á Jazzhátíð Reykjavíkur Maarten Ornstein og Sunna Gunnlaugs taka dúett. SUNNA GUNNLAUGS Sunna leikur með Maarten Ornstein.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.