Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 4
4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Mætir þörfum allra á heimilinu SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS KJARAMÁL „Við óttumst að skattar verði hækkaðir á fólk með lágar og miðlungstekjur. Forystumenn í ríkisstjórn hafa boðað að það eigi að fara í skattkerfisbreytingar, það eigi að fækka skattþrepum úr þremur niður í eitt. Við teljum að það leiði til þess að skattar verði hækkaðir á okkar fólk. Þannig var það og þannig verður það aftur,“ segir Sigurður Bessason, formað- ur Eflingar. Í sama streng tekur Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur. „Ríkisstjórnin ákvað að afnema auðlegðarskatt, hætta við aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna og lækkaði veiði- gjöld á útgerðina.Einhvers staðar verða stjórnvöld að afla tekna og við erum hræddir um að þau leggi auknar álögur á lágtekju- og milli- tekjufólk til að reyna að reyna að stoppa upp í gatið,“ segir Aðal- steinn. Kjarasamningar eru lausir 30. nóvember og menn reikna með að aðilar vinnumarkaðarins setjist að samningaborðinu fljótlega eftir að búið verður að leggja fjárlaga- frumvarpið fram. Þeir sem rætt hefur verið við innan verkalýðs- hreyfingarinnar segja allir að samið verði til skamms tíma, sex til tíu mánaða. „Það er ekki hægt að semja í því tómarúmi sem nú er,“ segir Sig- urður. Hann segir að ríkisstjórnin eigi eftir að móta efnahagsstefnu til lengri tíma og menn hafi ekki hugmynd um hvað stjórnvöld ætl- ist fyrir. Á meðan sé tómt mál Óttast breytingar á tekjuskattskerfinu Forystumenn Starfsgreinasambandsins óttast að skattar verði hækkaðir á fólk með lágar og miðlungstekjur. Þeir óttast að stjórnvöld seilist í vasa almennings til að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna afnáms og breytinga á öðrum sköttum. SKATTAHÆKKANIR Forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar óttast að fyrir- hugaðar skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar bitni á þeim sem hafa lágar tekjur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2.902 manns störfuðu í 2.147 stöðugildum í íslenskum háskólum í nóvember 2011. Konum meðal starfsmanna háskóla fækkaði um 7,5% frá fyrra ári en körlum um 1,2%. Heimild: Hagstofa Íslands. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Miðvikudagur Hvessir S- og V-til. HÆGVIÐRI Í dag verður strekkingur eða allhvasst við suðurströndina, annars hægari vindur. Á morgun verður áfram hæglætisveður en á miðvikudaginn hvessir af suðaustri sunnan- og suðvestanlands. Rigning syðst í dag, annars úrkomulítið næstu daga. 7° 4 m/s 9° 5 m/s 11° 2 m/s 10° 15 m/s Á morgun Hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 7° 5° 6° 6° 7° Alicante Aþena Basel 27° 25° 24° Berlín Billund Frankfurt 17° 19° 21° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 22° 17° 17° Las Palmas London Mallorca 25° 24° 27° New York Orlando Ósló 19° 29° 16° París San Francisco Stokkhólmur 25° 19° 14° 7° 3 m/s 7° 10 m/s 6° 2 m/s 7° 5 m/s 7° 2 m/s 9° 3 m/s 3° 3 m/s 10° 7° 8° 6° 7° Skattþrep og skattleysismörk 1. skattþrep 2. skattþrep 3. skattþrep Staðgreiðsluprósenta 37,32% Staðgreiðsluprósenta 40,22% Staðgreiðsluprósenta 46,22% Mánaðartekjur: 0-241.475 kr. Mánaðartekjur: 241.476 - 739.509 kr Mánaðartekjur: yfi r 739.509 kr. Persónuafsláttur er 48.485 krónur á mánuði. Skattleysismörk eru 129.917 krónur. að tala um að gera samninga til lengri tíma. Stéttarfélög í opinbera geir- anum eru sammála því að ekki verði hægt að semja til langs tíma vegna óvissu í efnahagsmálum. Þar óttast menn líka uppsagnir hjá ríki og sveitarfélögum vegna fyrirhugaðrar hagræðingar. Það verði því að leggja áherslu á að verja störf hjá hinu opinbera í komandi kjaraviðræðum. „Menn eru ekki að fara semja til þriggja ára við slíkar aðstæður,“ segir Árni Stefán Árnason, formaður SFR. johanna@frettabladid 23. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | PAKISTAN, AP Að minnsta kosti 78 féllu, þar á meðal sjö börn, og á annað hundrað særðust í tveimur sprengjuárásum í borginni Peshawar í Pakistan í gær. Tveir menn sprengdu sig í loft upp við sögufræga kirkju í borginni rétt eftir að guðsþjónustu lauk. Þá hafði mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan kirkjuna. Herskáir talibanar í Pakistan lýstu í kjölfarið ódæðinu á hend- ur sér. Um tvö prósent Pakistana eru kristnir og á sá hópur undir högg að sækja í landinu. Frans páfi sagði í ávarpi á ítölsku eyjunni Sardiníu í gær að þeir sem stæðu að baki árásunum hefðu „tekið ranga ákvörðun byggða á hatri og stríði“. - hg Tvær mannskæðar sprengjuárásir í Peshawar: 78 létust í árásum í Pakistan ÖNGÞVEITI Yfir hundrað manns særðust í árásunum. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Maður féll fimm til sex metra niður í sprungu í sumar- húsahverfinu Fjárhústungu rétt við Barnafossa í Borgarfirði síð- degis í gær. Maðurinn var einn á ferð og var líklega búinn vera fastur í sprungunni í um tvær klukkustundir þegar gönguhópur sem átti leið um varð hans var. Björgunarsveitir voru kallaðar út um fimmleytið manninum til bjargar. Hann var með meðvitund þegar hann fannst en átti erfitt með að hreyfa sig vegna verkja í baki. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. - jme Björgunarsveitir kallaðar út: Féll í sprungu og slasaðist KÖNNUN 73 prósent Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri. Um 82 pró- sent þjóðarinnar er sömu skoð- unar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir RÚV nú fyrir helgi. Í frétt RÚV um niðurstöður könnunarinnar segir að þeir sem vildu fá flugvöllinn úr Vatns- mýrinni hafi verið spurðir hvert þeir vildu færa hann. Alls vildu 65 prósent færa flugvöllinn til Keflavíkur, fimmtán prósent nefndu Hólmsheiði og álíka fjöldi nefndi Löngusker. - hg Ný könnun Gallup: Vilja flugvöll- inn í Vatnsmýri ÞÝSKALAND, AP Kristilegir demó- kratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fékk sam- kvæmt útgönguspám um 42 prósent greiddra atkvæða í sambandsþings- kosningunum í Þýskalandi í gær. Núverandi samstarfsflokkur kristilegra demókrata, Frjálsir demókratar, náði samkvæmt sömu spám ekki fimm prósenta lágmark- inu sem þarf til að koma manni á þing. Þar af leiðandi þarf Merkel og flokkur hennar að öllum líkindum að mynda ríkisstjórn með Jafnað- armannaflokknum, sem var spáð 26 prósenta fylgi. Leiðtogi þess flokks, Peer Steinbrück, hefur verið helsti keppinautur Merkel síðustu ár. Merkel hefur sjálf sagt að hún sé tilbúin til að starfa með Jafnaðar mannaflokknum, eins og hún gerði í samsteypustjórn flokk- anna tveggja á árunum 2005-2009. Merkel kom í gærkvöldi við í höfuð stöðvum Kristilega demó- krataflokksins þar sem hún ávarp- aði stuðningsmenn og sagði úrslitin frábær. Hún sagði flokkinn ætla að gera næstu fjögur ár, og að öllum líkindum hennar þriðja kjörtímabil sem kanslari, að „árangursríkum árum fyrir Þýskaland“. Á meðan hún talaði var hún sífellt trufluð af stuðningsmönnum flokksins sem kölluðu nafn hennar og fögnuðu. - hg Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, vann stórsigur í þýsku þingkosningunum: Samstarf við jafnaðarmenn líklegast TÓKUST Í HENDUR Peer Steinbrück og Angela Merkel hittust í sjónvarpssal eftir að fyrstu útgönguspár voru birtar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.