Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 20136 Hver finnur ekki aðeins til sín þegar hann stígur á rauða dreg- ilinn? Hann er punkturinn yfir i-ið við höfðinglegar móttökur og konunglegt undirlag gesta við formleg og hátíðleg tækifæri. Í dag tengist rauði dregillinn mestmegnis viðburðum ríka og fræga fólksins en upphafið er rakið til leikritsins Agamem- non, sem gríska harmleikja- skáldið Æskýlos skrifaði árið 458 fyrir Krist. Þar tekur hefni- gjörn eiginkona á móti aðal- söguhetjunni með blóðrauð- um slóða og biður hann að láta fætur sína ekki snerta jörðu. Agamemnon vissi sem var að aðeins guðir fá gengið á slík- um slóðum og tók móttökunum með miklum beyg, enda dauð- legur maður. Rauður dregill beið James Madison Bandaríkjaforseta við árbakka árið 1821 og járn- brautastöð New York-borgar notaði fagurrauða plussdregla til að vísa farþegum veginn í sérstaka aldamótalest árið 1902. Það er talið upphaf þess að farið var að nota rauðan dregil fyrir kvikmyndastjörnur við hátíð- leg tækifæri eins og Óskarsverð- launin, þar sem sá rauði skipar stórt hlutverk í tískuiðnaðinum þegar fréttamenn og ljósmynd- arar keppast við að gera tísku og útliti stjarnanna skil. Rauður dregill getur þó verið skeinuhættur eins og gerðist þegar Benedikt XVI. páfi kom í opinbera heimsókn til Bret- landseyja og dregillinn var fjar- lægður af Edinborgarflugvelli vegna sterkra vinda. Lifað á rauða dreglinum List fyrir fótum Flest gólfefni eru hönnuð með endingu og nýtingu í huga. Þó eru til fjölmörg gólf um heim allan sem lögð voru með það markmið að gleðja augað. Marrakech-safnið í Marokkó er í Dar Menebhi-höllinni sem byggð var í lok nítjándu aldar. Byggingin endurspeglar andalúsískan arkitektúr með flóknum mynstrum úr flísum á gólfum og veggjum. VERKSMIÐJAN Síðumúla 31, 108 Reykjavík | www.parketverksmidjan.is Sögulegar og fagrar byggingar eru á hverju strái í Flórens á Ítalíu. Hér má sjá fagurlega skreytt gólfið í dómkirkjunni, Santa Maria del Fiore, í Flórens. Íburðarmikill salur í Katrínarhöllinni í Tsarskoye Selo í nálægð við St. Pétursborg í Rússlandi. Höllin var sumardvalarstaður Romanov- keisaraættarinnar. Hin forna bygging Medersa el-Attarine í Fes í Marokkó er trúarleg bygging sem byggð var af soldáninum Uthman II Abu Said á árunum 1323-1325. Íburðar- miklar flísar og fágaðar gifs- og sedrusviðarskreytingar einkenna bygginguna. NORDICPHOTOS/GETTY Flísalagt gólf og gylltur turn í U Ponya Shin-pagóð- unni í Sagaing-hlíðum í Mjanmar. Þjóðminjasafnið í St. Pétursborg er eitt það stærsta og elsta í heimi. Katrín mikla stofnaði það árið 1764 og hefur það verið opið almenningi frá 1852. Hér má sjá fagurlega skreytt flísalagt gólf í Vetrarhöllinni en safnið er að hluta til í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.