Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 34

Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 20136 Hver finnur ekki aðeins til sín þegar hann stígur á rauða dreg- ilinn? Hann er punkturinn yfir i-ið við höfðinglegar móttökur og konunglegt undirlag gesta við formleg og hátíðleg tækifæri. Í dag tengist rauði dregillinn mestmegnis viðburðum ríka og fræga fólksins en upphafið er rakið til leikritsins Agamem- non, sem gríska harmleikja- skáldið Æskýlos skrifaði árið 458 fyrir Krist. Þar tekur hefni- gjörn eiginkona á móti aðal- söguhetjunni með blóðrauð- um slóða og biður hann að láta fætur sína ekki snerta jörðu. Agamemnon vissi sem var að aðeins guðir fá gengið á slík- um slóðum og tók móttökunum með miklum beyg, enda dauð- legur maður. Rauður dregill beið James Madison Bandaríkjaforseta við árbakka árið 1821 og járn- brautastöð New York-borgar notaði fagurrauða plussdregla til að vísa farþegum veginn í sérstaka aldamótalest árið 1902. Það er talið upphaf þess að farið var að nota rauðan dregil fyrir kvikmyndastjörnur við hátíð- leg tækifæri eins og Óskarsverð- launin, þar sem sá rauði skipar stórt hlutverk í tískuiðnaðinum þegar fréttamenn og ljósmynd- arar keppast við að gera tísku og útliti stjarnanna skil. Rauður dregill getur þó verið skeinuhættur eins og gerðist þegar Benedikt XVI. páfi kom í opinbera heimsókn til Bret- landseyja og dregillinn var fjar- lægður af Edinborgarflugvelli vegna sterkra vinda. Lifað á rauða dreglinum List fyrir fótum Flest gólfefni eru hönnuð með endingu og nýtingu í huga. Þó eru til fjölmörg gólf um heim allan sem lögð voru með það markmið að gleðja augað. Marrakech-safnið í Marokkó er í Dar Menebhi-höllinni sem byggð var í lok nítjándu aldar. Byggingin endurspeglar andalúsískan arkitektúr með flóknum mynstrum úr flísum á gólfum og veggjum. VERKSMIÐJAN Síðumúla 31, 108 Reykjavík | www.parketverksmidjan.is Sögulegar og fagrar byggingar eru á hverju strái í Flórens á Ítalíu. Hér má sjá fagurlega skreytt gólfið í dómkirkjunni, Santa Maria del Fiore, í Flórens. Íburðarmikill salur í Katrínarhöllinni í Tsarskoye Selo í nálægð við St. Pétursborg í Rússlandi. Höllin var sumardvalarstaður Romanov- keisaraættarinnar. Hin forna bygging Medersa el-Attarine í Fes í Marokkó er trúarleg bygging sem byggð var af soldáninum Uthman II Abu Said á árunum 1323-1325. Íburðar- miklar flísar og fágaðar gifs- og sedrusviðarskreytingar einkenna bygginguna. NORDICPHOTOS/GETTY Flísalagt gólf og gylltur turn í U Ponya Shin-pagóð- unni í Sagaing-hlíðum í Mjanmar. Þjóðminjasafnið í St. Pétursborg er eitt það stærsta og elsta í heimi. Katrín mikla stofnaði það árið 1764 og hefur það verið opið almenningi frá 1852. Hér má sjá fagurlega skreytt flísalagt gólf í Vetrarhöllinni en safnið er að hluta til í henni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.