Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 6
23. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver tók verðlaunamynd Frétta- blaðsins, Tófan og marhnúturin n? 2. Hver leikur titilhlutverkið í Jeppa á Fjalli í Borgarleikhúsinu? 3. Í hversu mörgum eintökum hefur diskurinn My Head is an Animal með Of Monsters and Men selst í,í Banda- ríkjunum? SVÖR 1.Elma Rún Benediktsdóttir. 2.Ingvar E. Sigurðsson. 3. 900.000 eintökum. STJÓRNSÝSLA Lyfjastofnun segir að álit stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis um skýrslur Ríkisendurskoðunar sem snerta starfsemi Lyfjastofnunar gefi ranga mynd af rekstri hennar. Staðhæft sé að reksturinn hafi ítrekað verið umfram fjár- heimildir. Láðst hafi að geta þess að Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að fjárhagsstað- an skýrist stórum af því hvernig stofnunin er fjármögnuð og hvern- ig tekjur og gjöld bókfærð. - jme Þingnefnd gagnrýnd: Röng mynd af Lyfjastofnun - snjallar lausnir Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnu- veganna. Árið 2007 runnu 70 millj- ónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðu- maður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamál- um ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnu- vegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnu- vegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rann- sóknir á orkuframleiðslu og dreif- ingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verð- ur komist. Nýja greiningu á hlut- föllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna. Edward segir að efling fag- mennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamanna- lands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátækleg- ar grunnrannsóknir væru grein- inni hættulegar og í engu sam- hengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Con- sulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrsl- unni er víða vitnað til mikilvæg- is rannsókna, og þá sem einnar undir stöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til. svavar@frettabladid.is Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu Um 100 milljónir króna renna til ferðaþjónustunnar af opinberu rannsóknafé. Árið 2012 voru gjaldeyristekjur af greininni hins vegar 236 milljarðar króna. Árið 2007 fóru 12,7 milljarðar til rannsókna atvinnuveganna; 70 milljónir til ferðaþjónustunnar. EDWARD H. HUIJBENS LANDMANNALAUGAR Sama er við hvern er talað, allir eru sammála um að rann- sóknir á ferðaþjónustunni sárvanti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAKKLAND Stærsti eiturlyfja- fundur í sögu Frakklands átt sér stað þegar upp komst um smygl á yfir einu tonni af kókaíni, Kóka- ínið fannst í flugvél Air France á flugvellinum í París en vélin hafði verið að koma frá Karakas, höfuðborg Venesúela. Smyglar- arnir komu efninu fyrir í þrjá- tíu ferðatöskum og er verðgildi þess talið vera um 21 milljarður króna. Lögreglan í Frakk- landi hafði unnið með kollegum sínum frá Spáni, Hol- landi og Bretlandi vegna gruns um yfirvof- andi smygl frá Suður-Ameríku. Rannsókn er hafin í Venesúela á því hvernig smyglurunum tókst að koma töskunum um borð í flugvél Air France. - áo Smygluðu tonni af kókaíni: Stærsta smygl- mál Frakklands BANDARÍKIN, AP Tölvubúnaður bilaði í Cygnus, glænýju vöru- flutningageimskipi, í gær. Skipið, sem er mannlaust, var á ferð með nokkur hundruð kíló af mat og klæðnaði innanborðs. Cygnus var á leið til áhafnarinnar í Alþjóð- legu geimstöðinni, þegar það bil- aði með þeim afleiðingum að því seinkar um að minnsta kosti tvo sólahringa. Geimskipið er í reynsluferð og því ekki um alvarlegan skaða að ræða. Um borð í alþjóðlegu geimstöðinni eru geimfarar frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Rúss- landi. Unnið er nú að því að koma tölvubúnaði skipsins í lag. - áo Bilun varð í tölvubúnaði: Geimskipið Cygnus tefst STJÓRNMÁL Besti flokkurinn mælist með 35 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun Cap- acent Gallup fyrir RÚV. Sjálf- stæðisflokk- urinn mældist með 31 prósents fylgi. Fylgi Sam- fylkingarinnar mældist 15 pró- sent og fylgi við Vinstri græn 11 prósent. Framsóknarflokkurinn mældist með fjögurra prósenta fylgi. Besti flokkurinn fengi sex borgarfulltrúa yrði þetta niður- staða kosninganna, Sjálfstæðis- flokkurinn fimm og Samfylk- ing og Vinstri græn tvo. Könnun Gallup var gerð dagana 15. ágúst til 14. september. - jme Reykjavíkurborg: Besti flokkur- inn stærstur JÓN GNARR HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar nota ekki bestu lyf sem völ er á. Lyf hér á landi eru flest komin af einkaleyfum og eru einhvers staðar á milli 15 til 20 ára gömul. Þetta kom fram í máli Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í útvarpsþætt- inum Á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Kári telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum þegar kom að heilbrigðiskerfinu. „Við vorum búin að sofa á verðinum í að minnsta kosti áratug áður en hrunið átti sér stað,“ segir hann. Heilbrigðiskerfið langt á eftir: Erum ekki að nota bestu lyfin KÁRI STEFÁNSSON ALÞINGI Skilin á skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um sparisjóðina hafa aldrei verið tímasett og því er villandi að tala um að þeim hafi verið frestað á fundi með forsætis- nefnd Alþingis í þarsíðustu viku. Þetta segir Hrannar Már S. Haf- berg, formaður nefndarinnar. Á fundinum kom fram að nefndin hygðist skila skýrslu sinni í kring- um mánaðamótin nóvember-des- ember. Í frétt Fréttablaðsins af málinu í síðustu viku kom fram að skilunum hefði ítrekað verið frestað, og bent á að upphaflega hafi nefnd- inni verið markaðir níu mánuðir til verksins. Í nóvemberlok muni hún hins vegar hafa starfað í 27 mánuði. Hrannar áréttar það sem fram kom hjá þingforsetanum Einari K. Guðfinnssyni að verkefnið hafi undið mjög upp á sig og reynst mun viðameira en að var stefnt í upphafi. Þá hafði það einnig áhrif að skipt var um formann í nefndinni í miðju kafi fyrir réttu ári. Hrannar segir rannsóknarvinn- una sjálfa meira og minna búna og því hafi nefndin treyst sér til að segja nokkurn veginn til um hve- nær skýrsluskrifum gæti lokið. - sh Formaður rannsóknarnefndar um sparisjóðina segir vinnuna langt komna: Skýrsluskilin aldrei tímasett STÓR SKÝRSLA Skýrslan verður svipuð að vöxtum og skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis um stóru bankana þrjá. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.