Fréttablaðið - 23.09.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 23.09.2013, Síða 6
23. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver tók verðlaunamynd Frétta- blaðsins, Tófan og marhnúturin n? 2. Hver leikur titilhlutverkið í Jeppa á Fjalli í Borgarleikhúsinu? 3. Í hversu mörgum eintökum hefur diskurinn My Head is an Animal með Of Monsters and Men selst í,í Banda- ríkjunum? SVÖR 1.Elma Rún Benediktsdóttir. 2.Ingvar E. Sigurðsson. 3. 900.000 eintökum. STJÓRNSÝSLA Lyfjastofnun segir að álit stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis um skýrslur Ríkisendurskoðunar sem snerta starfsemi Lyfjastofnunar gefi ranga mynd af rekstri hennar. Staðhæft sé að reksturinn hafi ítrekað verið umfram fjár- heimildir. Láðst hafi að geta þess að Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að fjárhagsstað- an skýrist stórum af því hvernig stofnunin er fjármögnuð og hvern- ig tekjur og gjöld bókfærð. - jme Þingnefnd gagnrýnd: Röng mynd af Lyfjastofnun - snjallar lausnir Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnu- veganna. Árið 2007 runnu 70 millj- ónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðu- maður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamál- um ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnu- vegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnu- vegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rann- sóknir á orkuframleiðslu og dreif- ingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verð- ur komist. Nýja greiningu á hlut- föllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna. Edward segir að efling fag- mennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamanna- lands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátækleg- ar grunnrannsóknir væru grein- inni hættulegar og í engu sam- hengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Con- sulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrsl- unni er víða vitnað til mikilvæg- is rannsókna, og þá sem einnar undir stöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til. svavar@frettabladid.is Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu Um 100 milljónir króna renna til ferðaþjónustunnar af opinberu rannsóknafé. Árið 2012 voru gjaldeyristekjur af greininni hins vegar 236 milljarðar króna. Árið 2007 fóru 12,7 milljarðar til rannsókna atvinnuveganna; 70 milljónir til ferðaþjónustunnar. EDWARD H. HUIJBENS LANDMANNALAUGAR Sama er við hvern er talað, allir eru sammála um að rann- sóknir á ferðaþjónustunni sárvanti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAKKLAND Stærsti eiturlyfja- fundur í sögu Frakklands átt sér stað þegar upp komst um smygl á yfir einu tonni af kókaíni, Kóka- ínið fannst í flugvél Air France á flugvellinum í París en vélin hafði verið að koma frá Karakas, höfuðborg Venesúela. Smyglar- arnir komu efninu fyrir í þrjá- tíu ferðatöskum og er verðgildi þess talið vera um 21 milljarður króna. Lögreglan í Frakk- landi hafði unnið með kollegum sínum frá Spáni, Hol- landi og Bretlandi vegna gruns um yfirvof- andi smygl frá Suður-Ameríku. Rannsókn er hafin í Venesúela á því hvernig smyglurunum tókst að koma töskunum um borð í flugvél Air France. - áo Smygluðu tonni af kókaíni: Stærsta smygl- mál Frakklands BANDARÍKIN, AP Tölvubúnaður bilaði í Cygnus, glænýju vöru- flutningageimskipi, í gær. Skipið, sem er mannlaust, var á ferð með nokkur hundruð kíló af mat og klæðnaði innanborðs. Cygnus var á leið til áhafnarinnar í Alþjóð- legu geimstöðinni, þegar það bil- aði með þeim afleiðingum að því seinkar um að minnsta kosti tvo sólahringa. Geimskipið er í reynsluferð og því ekki um alvarlegan skaða að ræða. Um borð í alþjóðlegu geimstöðinni eru geimfarar frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Rúss- landi. Unnið er nú að því að koma tölvubúnaði skipsins í lag. - áo Bilun varð í tölvubúnaði: Geimskipið Cygnus tefst STJÓRNMÁL Besti flokkurinn mælist með 35 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun Cap- acent Gallup fyrir RÚV. Sjálf- stæðisflokk- urinn mældist með 31 prósents fylgi. Fylgi Sam- fylkingarinnar mældist 15 pró- sent og fylgi við Vinstri græn 11 prósent. Framsóknarflokkurinn mældist með fjögurra prósenta fylgi. Besti flokkurinn fengi sex borgarfulltrúa yrði þetta niður- staða kosninganna, Sjálfstæðis- flokkurinn fimm og Samfylk- ing og Vinstri græn tvo. Könnun Gallup var gerð dagana 15. ágúst til 14. september. - jme Reykjavíkurborg: Besti flokkur- inn stærstur JÓN GNARR HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar nota ekki bestu lyf sem völ er á. Lyf hér á landi eru flest komin af einkaleyfum og eru einhvers staðar á milli 15 til 20 ára gömul. Þetta kom fram í máli Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í útvarpsþætt- inum Á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Kári telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum þegar kom að heilbrigðiskerfinu. „Við vorum búin að sofa á verðinum í að minnsta kosti áratug áður en hrunið átti sér stað,“ segir hann. Heilbrigðiskerfið langt á eftir: Erum ekki að nota bestu lyfin KÁRI STEFÁNSSON ALÞINGI Skilin á skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um sparisjóðina hafa aldrei verið tímasett og því er villandi að tala um að þeim hafi verið frestað á fundi með forsætis- nefnd Alþingis í þarsíðustu viku. Þetta segir Hrannar Már S. Haf- berg, formaður nefndarinnar. Á fundinum kom fram að nefndin hygðist skila skýrslu sinni í kring- um mánaðamótin nóvember-des- ember. Í frétt Fréttablaðsins af málinu í síðustu viku kom fram að skilunum hefði ítrekað verið frestað, og bent á að upphaflega hafi nefnd- inni verið markaðir níu mánuðir til verksins. Í nóvemberlok muni hún hins vegar hafa starfað í 27 mánuði. Hrannar áréttar það sem fram kom hjá þingforsetanum Einari K. Guðfinnssyni að verkefnið hafi undið mjög upp á sig og reynst mun viðameira en að var stefnt í upphafi. Þá hafði það einnig áhrif að skipt var um formann í nefndinni í miðju kafi fyrir réttu ári. Hrannar segir rannsóknarvinn- una sjálfa meira og minna búna og því hafi nefndin treyst sér til að segja nokkurn veginn til um hve- nær skýrsluskrifum gæti lokið. - sh Formaður rannsóknarnefndar um sparisjóðina segir vinnuna langt komna: Skýrsluskilin aldrei tímasett STÓR SKÝRSLA Skýrslan verður svipuð að vöxtum og skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis um stóru bankana þrjá. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.