Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|HANNYRÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Kvenfélag íslands og Leiðbeiningastöð heimilanna efna til námskeiðs í slátur- gerð. „Það er lítið mál að taka slátur í dag því nú má fá gervivambir sem er búið að sauma. Mestur tíminn hér áður fyrr fór í að þrífa og sauma vambirnar,“ seg- ir Eydís Rósa Eiðsdóttir, forstöðukona Leiðbeiningastöðvarinnar. Hún bendir jafnframt á að einnig megi fá brytjaðan mör. „Nú snýst þetta aðallega um að hakka lifrina og nýrun ef þau eru í upp- skriftinni, hræra hráefnin saman, setja í vambirnar og sauma fyrir,“ lýsir hún. Eydís segir hægt að gera slátur í hvaða eldhúsi sem er. Eina sem þurfi sé stórt ílát til að blanda hráefnin, matvinnslu- vél til að hakka lifrina auk sláturnálar og tvinna. Hún bendir á góða leið til að gera sláturgerðina snyrtilegri. „Með því að nota einnota sprautu- poka er auðveldara að koma blöndunni ofan í vambirnar enda er gatið á þeim fremur smátt,“ segir hún. Leiðbeiningastöðin hefur ekki haldið sláturgerðarnámskeið í mörg ár en Eydís bendir á að kvenfélög landsins hafi gert slíkt í fjölda ára. „Við fengum fyrirspurn um að halda nám- skeið í haust og ákváðum því að bjóða upp á það núna,“ segir hún en nám- skeiðið er haldið í samstarfi við Kvenfé- lag Íslands. Það verður haldið þann 1. október næstkomandi frá klukkan 17 til 19.30 að Túngötu 14, Hallveigarstöðum í Reykjavík. Þar læra þátttakendur að búa til blóðmör og lifrarpylsu sem þeir fá síðan að taka með sér heim auk þess sem boðið er upp á kvöldmat. KENNA SLÁTURGERÐ Aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám í húsgagnasmíði við Verkmenntaskólann á Akur- eyri (VMA). Í haust hófu tólf annars árs nemar við byggingadeild skólans nám í húsgagnasmíði og segir Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina hjá VMA, að þeir hafi aldrei verið fleiri í tæplega þrjátíu ára sögu skólans. „Við urðum strax vör við aukinn áhuga á húsgagnasmíði og húsgagnaviðgerðum eftir hrun. Hugsunarhátturinn breytt- ist hjá mörgum og þeir fóru að horfa til baka. Húsgagnasmíði var reyndar nokkuð öflug iðngrein hér á Akureyri áður fyrr en með auknum innflutningi á húsgögnum lognaðist hún nánast út af.“ Að sögn Halldórs er markmið nem- enda ólíkt með náminu. „Sumir nem- enda eru komnir hingað til að læra að smíða innréttingar og húsgögn, aðrir vilja gera upp gömul húsgögn og svo eru einhverjir í hópnum á leið í áfram- haldandi nám og jafnvel í hönnunar- nám. Helmingur nemenda í húsgagna- smíði er á aldursbilinu 30-50 ára og kynjahlutfallið er næstum því jafnt.“ Nám í húsgagnasmíði tekur fjögur ár, þar af fimm annir á skólabekk og 18 mánuði í atvinnulífinu. „Þrjár annir af fimm eru sameiginlegar með nemend- um í húsasmíði. Í vetur taka nemendur meðal annars áfanga sem nefnist plötu- og grindarhúsgögn. Þar er unnið með spónlagðar plötur og gegnheilar grind- ur í burðarvirki, til dæmis í sófaborð- um. Annar áfangi heitir sethúsgögn, þar sem stólar eru smíðaðir og einnig stólgrindur til bólstrunar. Einnig má nefna áfang- ann húsgagnaviðgerðir, þar sem nemendur læra að gera við húsgögn eins og nafnið gefur til kynna.“ Þrátt fyrir stigvaxandi fjölgun nemenda síðustu árin segir Halldór erfitt að spá fyrir um frekari fjölgun á næstunni. „Við erum öll af vilja gerð en erum alltaf bundin af gamla meistarakerfinu þar sem nemendur þurfa alltaf að komast á samning hjá iðnmeistara og vinna í 18 mánuði. Þetta er mikill flöskuháls og handónýtt kerfi.“ AUKIN AÐSÓKN Í HÚSGAGNASMÍÐI VINSÆLT NÁM Metfjöldi nemenda stundar nú nám í húsgagnasmíði á Akureyri. Námið tekur fjögur ár og kynjahlutfallið er nær jafnt. METFJÖLDI Húsgagnasmíði nýtur sívaxandi vinsælda á Akureyri. Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingagreina hjá VMA, ásamt nokkrum nemendum. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Nánari upplýsingar eru á www.leidbeiningastod.is Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Öll kínvesk leikfimi • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni • Heilsubætandi Tai chi • Kung Fu fyrir 4 ára og eldri • Hugræn teigjuleikfimi Í samstafi við Kínveskan íþrótta háskóla Einkatímarog hópatímar Fyrir alla aldurshópa handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is P R EN TU N .IS / w w w .g e n g u rve l.is Hausverkur Ekki þjást MigreLief Mígreni.is MigreLief fyrirbyggjandi fæðubótarefni fyrir fullorðna og börn Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.