Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.09.2013, Blaðsíða 33
KYNNING − AUGLÝSING Gólfefni23. SEPTEMBER 2013 MÁNUDAGUR 5 Gólfefnaval ehf. sérhæf-ir sig í lausnum fyrir við-argólf,“ segir Gunnar Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gólfefna vals. Fyrirtækið hefur um langt árabil flutt inn vörur frá hinu virta fyrirtæki BONA í Svíþjóð. Í samstarfi við BONA býður Gólfefnaval heildarlausnir í við- haldi á parketi hvort sem það er lakkað eða olíuborið viðargólf. Gunnar segir að í nær öllum tilfell- um sé hægt að gera gamla viðar- gólfið sem nýtt. „Með góðri þekk- ingu og lökkum og olíum frá BONA höfum við séð ansi lúin gólf verða sem ný!“ Endurnýjun fyrra útlits viðargólf- sins „Margir velta því fyrir sér hvort ekki sé ódýrara að kaupa bara nýtt parket í staðinn fyrir að láta slípa og lakka það gamla. Stað- reyndin er sú að það margborg- ar sig að láta slípa og lakka gamla parketið,“ segir Gunnar. „Fólki hættir til að gleyma kostnað- inum við að rífa gamla parket- ið af. Hvað kostar til dæmis að farga því? Hvað kostar sendibíll- inn? Þegar allt er tekið saman er margfalt ódýrara að láta slípa gamla viðargólfið upp á nýtt. Að auki fær fólk endurgreiddan virð- isaukaskatt af vinnu fagmanna,“ segir Gunnar og bendir á síðuna www.allirvinna.is. „Í dag erum við að nota mjög umhverf isvænar lak k vörur, allar með mjög lágu VOC-inni- haldi eða í kringum 4 til 5 pró- sent. Þá er allur sandpappír hjá okkur í Gólfefnavali afrafmagn- aður. Hann fyllist því ekki eins og rykar þar af leiðandi ekki eins og sandpappír frá öðrum framleið- endum. Fólk þarf ekki að flytja að heiman því allar okkar vörur eru nánast lyktarlausar. Það hefur ávallt verið okkur mikil áskorun að vinna vel því gólfin eru okkar nafnspjald. Því hefur Gólfefnaval um langt árabil staðið fyrir fag- námskeiðum hérlendis sem er- lendis í parketslípun, í samvinnu við Félag parketmanna sem og Iðuna fræðslusetur.“ Hvað er djúphreinsun? „Viðargólf eru jafn opin fyrir óhreinindum og önnur gólf- efni,“ útskýrir Gunnar. „Smám saman hlaðast upp óhreinindi svo yfirborðið verður þreytt og lé- legt. Mikil umferð tjöru og seltu hefur einnig mikil áhrif á end- ingu viðar gólfsins. Nú getum við án mikillar fyrirhafnar hjálpað fyrir tækjum og einstaklingum að endurnýja fyrra útlit viðargólfs- ins. Gólfið er þrifið með þar til gerðri djúphreinsivél frá BONA ásamt sérstakri djúphreinsisápu, hvort sem um er að ræða olíubor- in eða lökkuð viðargólf. Árang- urinn er eftirtektarverður. Með BONA-djúphreinsun er auðvelt að hreinsa burt mikil óhreinindi og skóför. Þessi einstaka þjón- usta býður upp á öruggt starfs- umhverfi.“ „Gott parket á að duga í allt að þrjátíu ár. En það gerir það ekki nema með réttu viðhaldi. BONA er einn virtasti framleiðandi umhverfisvænna lakka og olíu í heiminum og býður þér full- komna vörulínu til að viðhalda viðargólfinu um langt skeið, hvort sem það er olíuborið eða lakkað.“   Heimsókn þér að kostnaðarlausu Starfsfólk Gólfefnavals kemur í heimsókn viðskiptavininum að kostnaðarlausu og leggur mat á við- argólfið. Það ákveður svo hvað þarf að gera, hvort djúphreinsun dugi til eða hvort slípa þarf yfirborðið. Nýtt útlit með nýjum lit „Við bjóðum einnig upp á litun (bæs) fyrir þá sem vilja breyta um lit á viðargólfinu sínu,“ segir Gunnar. „Með Bona Create getum við boðið viðskiptavinum að breyta gamla parketinu úr því að vera of ljóst eða of dökkt í þann lit sem þeim hugnast. Oft höfum við heyrt frá viðskiptavinum okkar að íbúðin hafi hreinlega öðlast nýtt líf eftir endurslípun, bæsun og lökk- un. Gólfið er jú fimmti veggurinn í húsinu og er í raun stærsti flöt- urinn sem við horfum á. Við skul- um því hafa hann fallegan. Nú er tímabært að panta djúphreins- anir fyrir hátíðirnar en við djúp- hreinsum mikið fyrir heimili og fyrirtæki fyrir jólin. Því fyrr sem pantað er, því betra. Þess má geta að allir sem kaupa hjá okkur djúp- hreinsun fyrir 1. nóvember 2013 fá í kaupbæti spreymoppu frá Bona Care system.“ Viðargólf eru okkar ástríða Gunnar Thor Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gólfefnavals ehf., segir djúphreinsun á yfirborði viðargólfa geta umbreytt híbýlum fólks svo um munar. Gólfið verður eins og nýtt. Gólfefnaval býður heildarlausnir í viðhaldi á parketi en fyrirtækið byggir á áralangri reynslu. „Gólfefnið parket á að duga í allt að fjörutíu ár. En það gerir það ekki nema með réttu viðhaldi,“ segir Gunnar Thor Jóhannesson, framkvæmdastjóri hjá Gólfefnavali ehf. MYND/VALLI Vel unnin viðargólf eru okkar nafnspjöld GÓLFEFNAVAL EHF SÁ UM DJÚPHREINSUN Á GÓLFUM HÓTEL RADISSON SAS 1919, MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI. „Við fengum Gólfefnaval til að skoða hjá okkur parketið á Hótelinu, eftir mikla umferð síðustu ára var farið að sjá á því. Eftir stuttan fund gerðu þeir okkur grein fyrir því að senni- lega þyrfti ekkert að slípa park- etið á herbergjunum heldur væri nóg að djúphreinsa það og í kjölfarið fylgdi hagstætt tilboð sem við tókum. Nú hafa þeir djúphreinsað um það bil 90% allra herbergja hjá okkur og hefur verkið verið framkvæmt af fagmennsku og hljóðlátlega og án truflunar fyrir gesti okkar. Ég get auðveldlega mælt með þeim hjá Gólfefnavali. Þar eru framúrskarandi fagmenn þegar kemur að viðhaldi parkets,“ segir Sigríður Hallbjörnsdóttir, yfirherbergisþerna á Radisson SAS 1919. „Viðskipta- vinir okkar hafa oft samband síðar til að segja okkur hvernig íbúðin hafi hreinlega öðlast nýtt líf eftir meðhöndlun frá okkur.“ Nú er tímabært að panta djúphreinsun á parketið fyrir jólin. „Jafnvel þó að við skúrum gólf reglulega með þar til gerðum hreinsiefnum og moppum náum við einungis að hreinsa yfirborðið.“ Þeiir sem kaupa hjá okkur djúp- hreinsun fyrir 1. nóvember 2013 fá í kaupbæti spreymoppu frá Bona Care system
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.