Fréttablaðið - 21.10.2013, Side 2

Fréttablaðið - 21.10.2013, Side 2
21. október 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI Fréttaveitu-appið Nuus fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað stóð uppi sem sigurhug myndin í hugmyndakeppninni Startup Week- end í ár. „Nuus hjálpar neytandanum að nálgast fréttaefni sem hann hefur áhuga á, með aðgengilegum og þægilegum hætti. Þetta er eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ útskýrir Ragnar Örn Kor- máksson, skipu- leggjandi Start- up Weekend á Íslandi, sem fram fór um helgina. Hugmyndirnar í ár voru af ýmsum toga. „Einn aðili hannaði bollastand fyrir reiðhjól. Þetta er allt frá öppum yfir í bollastanda.“ Þátttakendurnir, sem voru á öllum aldri, fengu þjálfun og aðstoð við uppbyggingu viðskiptahug- mynda en markmið Startup Week- end er að stuðla að stofnun nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi. Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í Háskólan- um í Reykjavík en þetta er í þriðja sinn sem Klak Innovit og Lands- bankinn standa fyrir slíkri helgi í Reykjavík. „Þetta er viðburður sem við sækjum frá Bandaríkjunum en áður höfðum við verið með svipaða viðburði, svokallaðar atvinnu- og nýsköpunarhelgar víðs vegar um landið í samvinnu við Landsbank- ann. Startup Weekend er hins vegar stærri í sniðum,“ segir Ragnar Örn. Dómarar keppninnar í ár voru þau Magrét Ormslev Ásgeirs dóttir frá Landsbankanum, Stefán Jökull Stefánsson frá DCG og Hrefna Briem frá Háskólanum í Reykja- vík. „Þau athuguðu ýmislegt þegar þau völdu sigurhugmyndina, eins og hvort viðskiptamódelið gengi upp, hvernig tekjuöflunin gæti gengið, útfærsluna og hversu miklu hópur- inn afkastaði yfir helgina,“ segir Ragnar Örn um fyrirkomulagið. Unnið var í þrettán teymum og voru þrír til átta manns í hverju teymi, en alls tóku um 70 manns þátt í keppninni. „Fólk fór vart út úr húsi alla helgina, það var mikill dugnaður og metnaður í fólkinu. Mikilvægt er þó að fyrirtækin eða teymin haldi áfram að vinna með hugmynd- ir sínar og sæki um að fara frum- kvöðlakeppnina Gulleggið, sem fram fer árlega á vorin,“ segir Ragnar Örn. gunnarleo@frettabladid.is Fréttaveitan sigraði í frumkvöðlakeppni Fréttaveitu-appið Nuus stóð uppi sem sigurvegari í hugmyndakeppninni Startup Weekend sem fram fór um helgina. „Eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ segir skipuleggjandi keppninnar. Segir mikilvægt að vinna áfram með hugmyndirnar. RAGNAR ÖRN KORMÁKSSON Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem hefur farið sigurför um heiminn. Á heimsvísu hafa yfir 8.000 fyrirtæki verið stofnuð með þátttöku yfir 100.000 frumkvöðla í 400 borgum. Þekktasta hugmyndin hér á landi sem orðið hefur til á Startup Weekend er líklega vefsíðan Ævispor, aevi.is. Þar getur fólk hlaðið inn skrám, skrifað skilaboð og fleira, og er efnið sent fyrirfram völdum viðtakendum eftir andlát. Um 8.000 fyrirtæki stofnuð eftir viðburð UNNIÐ AF KAPPI Þátttakendur vinna að hugmyndum sínum alla helgina og fara varla út úr húsi. MYND/DILJÁ VALSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL „Þetta er tilfinnan- legt tjón fyrir okkur. Það var stol- ið frá okkur reiðtygjum fyrir um þrjár milljónir króna. Á einu bretti hvarf 30 ára útgerð,“ segir Gunnar Maríusson, hestamaður í Keflavík. Brotist var inn í hesthús Gunnars, sem stendur við Mánagrund, á fimmtudag og stolið þremur hnökk- um og 20 beislum, þar af þremur mjög dýrum. Hann segir að þau séu sjö í fjöl- skyldunni og öll í hestamennsku. Dætur hans hafi verið að keppa á mótum og þau því átt góðan keppnis búnað. Fyrir tveimur árum var brotist inn hjá Gunnari og þá var þremur dýrum hnökkum stolið. Gunnar segir þjófarnir hafi spennt upp hurð og látið greipar sópa um reiðtygin. Þeir hafi vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að taka því ekki hafi verið hreyft við neinu öðru eða rótað til. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lög- regluna í síma 420-1800 - jme Sjö manna fjölskylda missti öll reiðtygi sín í innbroti Í Keflavík: Rándýrum reiðtygjum stolið FRÁ MÁNAGRUND Reiðtygjum að verðmæti þriggja milljóna króna var rænt í innbroti í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ. MYND/VÍKURFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Enginn næringar fræðingur eða næringar ráðgjafi er starfandi á Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir það slæmt á þessum fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðisþjónustunni. „Þegar til dæmis er grunur um að barn sé með fæðuofnæmi eða óþol hefur verið staðfest af ofnæmislæknum, þarf að skoða mataræði barnsins með það í huga hvaða fæðutegundir geti komið í staðinn fyrir þá fæðu sem taka þarf út,“ segir Ingi- björg. - hrs Enginn næringarráðgjafi: Mikilvægt vegna ofnæmis SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 6.824 þorskígildistonnum í byggðakvóta fyrir núverandi fisk- veiðiár. Byggðakvóta er úthlutað til 47 byggðarlaga í 32 sveitarfélögum. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 tonn og fengu sex byggðar- lög slíka úthlutun; Flateyri, Grund- arfjörður, Garður, Skagaströnd, og Vopnafjörður. Snæfellsbær fær mest sveitarfélaga eða 735 tonn. Byggðakvóti er gefinn út til að vega á móti samdrætti á kvóta og vinnslu og samdrætti í rækju- og skelvinnslu sem hefur orðið í sveitar félögum. - skó Byggðakvóta úthlutað: 32 sveitarfélög fá úthlutun Þorvaldur, stendur þú upp fyrir uppstigningardegi? „Já, það geri ég. Ég stend alltaf upp fyrir uppstigningardegi.“ Þorvaldur Víðisson biskupsritari vill ekki að uppstigningardagur verði afnuminn sem almennur frídagur. NOREGUR Carl I. Hagen, fyrr- verandi formaður Framfara- flokksins í Noregi, segir stjórnmálamenn með innflytj- endabakgrunn taka harðar á mál- efnum hælisleitenda en nú er gert. Á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Hagen að þeir vilji binda enda á straum fólks sem komi til þess að nýta sér kerfið. Mazyar Keshvari er talsmaður flokksins í innflytjendamálum og Himanshu Gulati er ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu. - ibs Hagen um eigin flokk: Vænta má harðari stefnu SPURNING DAGSINS SAMGÖNGUR Lítil fjögurra sæta kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis nauðlenti á Biskupstungnabraut milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir hádegi í gær. Tveir voru um borð í vélinni, nemandi í atvinnu- flugi með einkaflugmannsréttindi og farþegi. Þá sakaði ekki. „Flugmaðurinn þurfti að nauðlenda eftir að vélin missti vélarþrýst- ing,“ segir Ragnar Guðmundsson, starfsmaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa og stjórnandi rannsóknarinnar. Hann segir að flugvél- in sé óskemmd fyrir utan eitt ljós sem brotnaði þegar annar vængendi rakst í stiku á veginum. Ragnar segir ekkert vitað um orsök vélar- bilunarinnar. Starfsmenn Rannsóknarnefndarinnar unnu í gærkvöldi við að koma vélinni til Reykjavíkur. - hg Ekkert vitað um orsök vélarbilunar í kennsluflugvél Keilis: Nauðlenti á Biskupstungnabraut NAUÐLENTI Vélin er af gerðinni Diamond DA-40 og er fjögurra sæta einshreyfils flugvél. MYND/ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON. HEILBRIGÐISMÁL Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að bygg- ingu tæplega 90 hjúkrunarrýma fyrir aldraða við Sléttuveg í Reykjavík hafi verið slegið á frest. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, harmar þessa ákvörðun og segir þörf á byggingu hjúkrunar- rýma fyrir 250 manns á höfuðborg- arsvæðinu á næstu tveimur árum. „Þetta þýðir að mjög mikilvæg uppbygging í þágu aldraðra hér við Sléttuveg í samvinnu Hrafnistu og borgarinnar er í uppnámi. Þar með eru auðvitað þeir 88 einstaklingar á hverjum tíma sem þurfa hjúkr- unarrými í uppnámi og þeirra aðstandendur,“ segir Dagur. Hann segir þetta einnig slæmar fréttir fyrir Land- spítalann því eitt af vandamálum hans sé að geta ekki útskrifað aldraða einstaklinga sem þurfi á hjúkrun- arheimilum að halda. Talið er að byggja þurfi hjúkr- unarheimili fyrir 250 einstaklinga á höfuðborgar- svæðinu á næstu tveimur árum. Nú þegar eru 116 einstaklingar á biðlista eftir slíku heimili og þar af 84 í Reykjavík. „Það er í raun erfiðara að komast á þennan biðlista en áður því við erum farin að sinna veiku fólki meira heima í gegnum heimahjúkrun og heimaþjónustu. En það sem er einnig athyglisvert við þennan biðlista er að það er mjög hátt hlutfall Reykvíkinga á honum. Því teljum við mjög brýnt að hjúkrunarheimili rísi hér í Reykjavík,“ segir formaður borgarráðs. - hmp Byggingu tæplega 90 hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Reykjavík slegið á frest: Mikilvægt verkefni í uppnámi DAGUR B. EGGERTSSON HRAFNISTA Talið er að byggja þurfi hjúkrunar- heimili fyrir 250 manns á höfuð- borgarsvæð- inu á næstu tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.