Fréttablaðið - 21.10.2013, Síða 50
21. október 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar
Eyjólfsson var ráðinn þjálfari
karlaliðs ÍBV um helgina og hann
mun stjórna liðinu næstu þrjú
árin. Sigurður stýrði kvennaliði
Íslands frá árinu 2007 fram yfir
Evrópumótið í sumar, þar sem
hann kom liðinu í 8-liða úrslit
keppninnar.
Sigurður náði því besta árangri
í sögu kvennalandsliðsins í
sumar og kom liðinu í tvígang
á stórmót á þeim sex árum sem
hann var með liðið. Núna hefur
hann tekið skref í aðra átt og mun
stýra karlaliði á næsta tímabili.
„Mér líst bara rosalega vel
á þetta og ég er mjög spenntur
fyrir þessari áskorun á mínum
þjálfaraferli,“ segir Sigurður
Ragnar en hann tekur við liðinu
af Hermanni Hreiðarssyni sem
hætti í ÍBV á dögunum, en hann
hafði aðeins þjálfað liðið í eitt
tímabil. Hermann hætti af pers-
ónulegum ástæðum og var ráðinn
til framtíðar á sínum tíma.
„Þetta er rétti tímapunktur-
inn fyrir mig að færa mig yfir
í félagslið og fá þá að vera með
liðið á hverjum degi. Það er allt
annað að vera með landslið og
félagslið og núna get ég verið
meira í sambandi við mína leik-
menn. Þegar maður er með lands-
lið þá hittir þú kannski leikmenn
í fjóra daga og síðan ekki aftur
fyrir en eftir tvo til þrjá mánuði
og því verður þetta skemmtileg
breyting fyrir mig.“
Sigurður Ragnar hefur að und-
anförnu starfað sem fræðslu-
fulltrúi Knattspyrnusambands
Íslands en hann lætur nú af störf-
um hjá sambandinu.
„Núna eru jafnframt mínar
skyldur meiri og ábyrgð mín á
líkamlegu atgervi leikmanna er
mun meiri þegar ég er með liðið
allt árið um kring. Þetta er samt
sem áður breyting til hins betra
og það verður frábært að geta
unnið með leikmönnum reglu-
lega.“
Þurfum að styrkja hópinn
Eyjamenn höfnuðu í sjötta sæti
Pepsi-deildarinnar á síðustu leik-
tíð og liðið lék oft á tíðum nokkuð
vel þrátt fyrri nokkuð þunn-
skipaðan hóp.
„Það er á dagskránni að styrkja
hópinn á réttum stöðum. Það er
frábær efniviður hjá ÍBV eins og
staðan er í dag en engu að síður
viljum við styrkja okkur og kom-
ast lengra með liðið á næsta tíma-
bili. Það er allt til alls hjá þessu
félagi og góður grunnur til að
byggja á. Það spilaði mikið inn
í mína ákvörðun að taka við lið-
inu.“
Sigurður vann síðast með
karla lið í upphafi ferilsins þegar
hann þjálfaði í yngri flokkum
KR fyrir um áratug síðan. Hann
hætti með kvennalandsliðið eftir
Evrópumótið í Svíþjóð og þótti
kominn tími til að snúa sér að
öðru.
„Ég var síðast með litla gutta
hjá KR og vissulega verður þetta
nokkuð frábrugðið því að vera
með kvennalið. Það gilda alltaf
sömu lögmál í fótbolta og því
margt mjög svipað en leikur-
inn er til að mynda mun hrað-
ari karlamegin. og líkamlegur
styrkur þeirra töluvert meiri en
kvennamegin.“
Þjálfarinn var inni í myndinni
um stöðu landsliðsþjálfara enska
kvennalandsliðsins en Hope
Powell var sagt upp störfum
fyrir skömmu eftir að hafa stýrt
enska liðinu í 15 ár. Sigurður dró
umsókn sína um starfið til baka
og ákvað þá að taka við liði ÍBV.
„Það var kominn tími á að ég
myndi stíga til hliðar með lands-
liðinu og taka að mér annað verk-
efni. Ég er virkilega sáttur með
þessa ákvörðun mína og tilhlökk-
unin er mikil að hefjast handa í
Vestmannaeyjum.“
stefanp@frettabladid.is
Alltaf sömu lögmál í fótbolta
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liði ÍBV um helgina en hann hefur aldrei áður stýrt karlaliði. Sigurður
hætti að þjálfa kvennalandsliðið í sumar eft ir að hafa þjálfað liðið í sex ár. Eyjamenn eru efnilegir að mati
Sigurðar en hann vill samt sem áður styrkja hópinn.
SPENNANDI TÍMAR Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, býður hér Sigurð Ragnar Eyjólfsson vekominn til
starfa. Þjálfarinn er spenntur fyrir þeirri áskorun að þjálfa karlalið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, leik-
maður Umeå, lagði skóna form-
lega á hilluna í gær þegar hún
lék sinn síðasta leik fyrir Umeå
í lokaumferð sænsku úrvals-
deildarinnar.
Umeå bar sigur úr býtum gegn
Kristianstad, 3-1, og Katrín lék
allan leikinn en þær Sif Atla-
dóttir og Margrét Lára Viðars-
dóttir komu báðar við sögu í
liði Kristianstad sem er undir
stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.
Margrét Lára skoraði 13 mörk
í sænsku úrvalsdeildinni í
sumar og átti ágætt tímabil en
Kristian stad hafnaði í níunda
sæti deildar innar. Umeå hafnaði
í fimmta sæti en Malmö varð
sænskur meistari.
Þóra Helgadóttir og Sara Björk
Gunnarsdóttir urðu meistarar á
dögunum með Malmö en liðið
gerði 1-1 jafntefli við Mall-
backen í lokaumferðinni í gær.
Sara Björk lék allan leikinn en
Þóra fékk hvíld í leiknum og var
varamarkvörður liðsins milli
stanganna. Malmö náði í 55 stig
í deildinni og hafnaði sjö stigum
fyrir ofan Tyresö sem hafnaði í
öðru sæti.
Katrín Jónsdóttir á að baki
magnaðan feril sem knattspyrnu-
kona en hún er landsleikjahæsti
leikmaður landsliðsins í sögunni.
Varnarmaðurinn hefur spilað
133 sinnum í íslenska landsliðs-
búningnum.
Á ferli sínum spilaði Katrín
með Breiðabliki, Stjörnunni og
Val hér á landi. Hún var fyrirliði
Vals í fimm ár, þegar liðið safn-
aði titlum.
Leikmaðurinn reyndi einnig
fyrir sér erlendis í atvinnu-
mennsku og lék þá með norska
liðinu Kolbotn, sænska liðinu
Djurgården og nú síðast með
Umeå.
Nú hefur Katrín lagt skóna
endanlega á hilluna og læknis-
fræðin tekur alfarið við en þessi
magnaði leikmaður er menntaður
læknir. - sáp
Katrín endaði ferilinn á sigri með Umeå
Katrín Jónsdóttir lék í gær sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum þegar Umeå bar sigur úr býtum gegn
Íslendingaliðinu Kristianstad. Katrín spilaði allan leikinn og kvaddi liðið á góðum nótum.
HÆTT Katrín Jónsdóttir lék sinn síðasta
knattspyrnuleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Jürgen Klopp, knatt-
spyrnustjóri Borussia Dortmund,
afþakkaði starf á Englandi þegar
það bauðst fyrir tímabilið. Bæði
Chelsea og Manchester City
höfðu áhuga á Klopp eftir frábær-
an árangur Dortmund, en liðið
komst í úrslit meistaradeildar-
innar á síðasta tímabili.
Hinn 46 ára stjóri sagði í við-
tali við The Sun að þetta væri ef
til vill skrýtið fyrir þá sem hugsa
eingöngu um að þjálfa stærri
klúbba.
„Sjálfsagt fengi ég hærri laun
ef ég þjálfaði á Englandi, Kína
eða Rússlandi. En peningar eru
ekki eina málið. Peningar eru
auðvitað mikilvægir. Ég er ekki
Mahatma Gandi,“ sagði Klopp og
glotti við tönn og bætti við: „Ég
er ánægður hérna.“
Jose Mourinho var ráðinn
knattspyrnustjóri hjá Chelsea í
sumar og þá var Manuel Pellegr-
ini fenginn í stjórastólinn hjá
Manchester City.
Jürgen Klopp verður ekki með
liðinu þegar það tekur á móti
Arsenal á Emirates-vellinum í
meistaradeildinni á þriðjudag.
Klopp tekur út bann eftir að hafa
brjálast út í fjórða dómarann í
leiknum gegn Marseille fyrr í
haust. - ss
Peningar eru
ekki allt
STAÐFASTUR Jürgen Klopp lætur ekki
kaupa sig. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Alexander Rosen, yfir-
maður íþróttamála hjá þýska
knattspyrnuliðinu Hoffenheim,
var alveg brjálaður eftir leik
liðsins við Bayern Leverku-
sen í þýsku úrvalsdeildinni á
föstudagskvöld en liðið tapaði
leiknum 2-1.
Stefan Kiessling, leikmaður
Hoffenheim, skoraði kolólöglegt
mark þegar hann skallaði bolt-
ann í gegnum gat á hliðarneti
marksins og þaðan inn í markið.
Felix Brych, dómari leiksins,
tók ekki eftir gallanum á neti
marksins og dæmdi því löglegt
mark.
Nú vilja forráðamenn
Hoffenheim hreinlega að leik-
urinn verði endurtekinn. Hof-
fenheim mun fara fram á það
að leikurinn verði spilaður
aftur og úrslitin dæmd ógild.
Forráða menn félagsins munu
leita réttar síns og kæra eflaust
úrslit leiksins til þýska knatt-
spyrnusambandsins.
- sáp
Hoff enheim
vill annan leik
ÓSÁTTIR Forráðamenn Hoffenheim
ætla að kæra úrslitin. NORDICPHOTOS/GETTY