Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 26
FÓLK| HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Á morgun laugardag verður veit-ingastaðurinn Pylsugerðin opnaður. Matgæðingar landsins geta þó bara gætt sér á veitingum þar þennan eina dag því staðurinn er svo- kallaður „pop up“-veitingastaður. Eins og nafnið gefur til kynna verður boðið upp á heimagerðar pylsur og meðlæti við hæfi en allur ágóði dagsins rennur til Geðdeildar Landspítalans. Að sögn Þórunnar Hannesdóttur, eins aðstand- enda veitingastaðarins, var ákveðið að hafa matseðilinn frekar einfaldan en um leið spennandi. „Við munum bjóða upp á tvær tegundir af ljúffengum pylsum, aðra úr nautakjöti og hina úr svínakjöti. Í þær verður síðan blandað ýmsu kryddi og fleira góðgæti. Auk þess verður boðið upp á heimagert hrásalat og kók í gleri með lakkrísröri.“ Tvær stærðir diska eru í boði, annar á 500 kr. og hinn á 1.000 kr. Auk þess verður styrktar- baukur á staðnum fyrir frjáls framlög. Hópurinn sem stendur að veitinga- staðnum kallar sig Pylsugerðina og í honum er fólk sem hittist reglulega til þess að búa til eigin pylsur. „Kærasti minn er breskur og átti í erfiðleikum með að finna almennilegar pylsur hér á landi. Við ræddum við vini okkar og ákváðum að taka málin í okkar hendur og hefja eigin pylsugerð.“ Sem fyrr segir mun Geðdeild Land- spítalans njóta alls ágóða dagsins. Þórunn segir að verið sé að vinna að endurbótum við deildina og hópur- inn vilji styrkja það frábæra framtak. „Flestir tengjast geðdeildinni á einn eða annan máta og því er þetta málefni sem mikilvægt er að styðja vel við. Fjölmörg fyrirtæki hafa einnig komið að verk- efninu með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Við búumst við góðri aðsókn enda höfum við verið dug- leg að bjóða vinum og kunningjum. Um leið höfum við hvatt þá alla til að bjóða fleirum með sér. Því fleiri sem koma, því meiri verður ágóði Geðdeildarinnar.“ Pylsugerðin verður til húsa á Ljós- vallagötu 8 í Reykjavík og verður opin milli kl. 15-17. Enginn posi verður á staðnum. GEÐVEIKAR PYLSUR HEIMAGERT GÓÐGÆTI Á morgun verður opnaður „pop up“-veitingastaður- inn Pylsugerðin sem selur heimagerðar pylsur til styrktar Geðdeild Landspítal- LJÚFFENGAR PYLSUR Heimagerðar pylsur Pylsugerðarinnar bragð- ast vel. MYND/ÚR EINKASAFNI TIL Í SLAGINN! Pylsugerðin opnar sam- nefndan veitingastað í einn dag á morgun. Tvö úr hópnum eru Þórunn Hannesdóttir og Unn- steinn Jóhannsson. MYND/GVA Dagskrá hinna árlegu Breiðholts- daga er æði fjölbreytt. Í dag hefst dagurinn á hátíð í Fellaskóla á degi íslenskrar tungu. Á laugardeginum má nefna flóamarkað í Gerðubergi og þar verður einnig hönnunarsýn- ing fata- og textílbrautar FB. Á sýningunni verða búningar sögupersóna úr þekktum skáld- verkum til sýnis. Sýningin og flóamarkaðurinn verður einnig á sunnudag. Í A-sal Gerðubergs verður fjöl- breytt og lífleg fjölskyldudag- skrá þar sem börn troða upp og syngja lög á ýmsum tungumálum, þá verður tombóla í anddyrinu. Á sunnudaginn hefst dag- skráin á barokkguðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju. Komið og dansið, í Drafnarfelli, verður með opið hús og listasmiðja fyrir alla fjölskylduna í Gerðubergi. Sýning verður á tréskurði í Gerðubergi og listamaðurinn Daníel Magn- ússon leiðir gesti um ljósmynda- sýningu sína, Glossolalia. Þeir sem kunna mannganginn geta síðan skellt sér í Breiðholtslaug og teflt við félaga úr Skákfélaginu GM Helli í heita pottinum. Nánari dagskrá má nálgast á breidholt.is. FJÖR Í BREIÐHOLTI Breiðholtsdagar standa nú yfir og glæsileg dagskrá verður alla helgina í þessu hverfi sem er eitt það stærsta í borginni. BREIÐHOLT Breiðholtsdagar eru árlegur viðburður. Öflug vörn gegn sveppasýkingum „Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína. Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Ég hef lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvægi og orku og hef prófað þá allra bestu hér á markaðinum hverju sinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi. „Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prófað. Ég mæli með henni fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu.“ Candéa Vertu vinur á Laugavegur 63 s: 551 4422 www.laxdal.is 25% AFSLÁ TTUR NÝJAR VETRALÍNUR FRÁ GERRY WEBER OG TAIFUN –FRANK LYMAN KJÓLAR BOLIR-PEYSUR OG BLÚSSUR Stofnað 1938 laxdal.is Skoðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.