Fréttablaðið - 15.11.2013, Page 30

Fréttablaðið - 15.11.2013, Page 30
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og hönnun. Indriðaverðlaun. Hátíðarförðun. Nanna Kristín Magnúsdóttir. Námskeið. Augnháralenging. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 2 • LÍFIÐ 15. NÓVEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid s Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært U ppskeruhátíð Fata- hönnunarfélags Íslands var haldin í annað sinn síðastliðinn laugardag en markmið hennar er að efla samheldni innan fagsins og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. Dagskráin var fjölbreytt og voru fyrirlesarar kvöldsins þeir Michael H. Berkowitz og Ingvar Helgason. Michael vann í 15 ár sem listrænn stjórnandi undir- fatalínu karla hjá Calvin Klein en hann deildi reynslu sinni um vöruþróun, hönnun og alþjóðlega markaðssetningu. Hann starf- ar nú sem hönnunarráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Tom Ford, Bruce Weber, Gap og Narc- iso Rodriquez. Ingvar Helgason er annar fatahönnuður tvíeykis- ins Ostwald Helgason, sem hann stofnaði ásamt Susanne Ostwald árið 2008 í London. Ingvar ræddi meðal annars um uppbyggingu hönnunarfyrirtækis á alþjóðleg- um markaði. Indriðaverðlaunin voru einnig veitt þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guð- mundsson, heitinn, sem þekkt- ur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku. Dómnefnd ákvað að veita Katrínu Maríu Káradótt- ur verðlaunin í ár fyrir framlag hennar til íslenskrar fatahönn- unar og störf í faginu bæði hér á landi, erlendis og fyrir kennslu við fatahönnunardeild LHÍ. Í dómnefnd sátu Halla Helga- dóttir, Eyjólfur Pálsson, Erna Bergmann, Steinunn Sigurðar- dóttir og Linda Björg Árnadóttir. HÁTÍÐ INDRIÐA- VERÐLAUNIN VEITT Uppskeruhátíð haldin í annað sinn hjá Fatahönnunar- félagi Íslands við mikinn fögnuð. Michael Berkowitz og Ingvar Helgason. Greipur Gíslason og Ragnheiður Axel. Anna Clausen og Eygló Margrét Lárusdóttir. Halla Helgadóttir og Harpa Þórsdóttir. Hjördís, Sigga og Erna Bergmann. Katrín María Kára dóttir handhafi Indriðaverð- launanna 2013 og Stein- unn Sigurðardóttir verð- launahafi 2011. Það ríkti mikil gleði á barnum á 101 hót- eli um síðastliðna helgi og var fullt út úr dyrum. Á laugardagskvöldið mátti sjá tónlistarkonuna Björk Guðmunds- dóttur ásamt vinkonu sinni til margra ára, listakonunni Gabríelu Friðriks- dóttur, í góðu yfirlæti. Auk þeirra voru þar þau Svava Johansen, oftast kennd við tískuvöruverslunina Sautj- án, og sambýlismaður hennar, Björn Sveinbjörnsson, ásamt vinum sínum, meðal annarra einkaþjálfaranum Lóló Rósenkranz. Þá mátti einnig sjá Önnu Marsibil Clausen, ritstjóra Monitor, í sínu fínasta pússi. Fartölvan er orðin algengur fylgi- hlutur og því mikilvægt að hún sé varin fyrir hnjaski í daglegu amstri og passi vel við klæðnaðinn. Hulst- ur fyrir fartölvur eru því orðin vinsæl viðbót við línur vöru- og fatahönn- uða og verður það sífellt algengara að fólk eigi fleira en eitt slíkt til skipt- anna. Þegar velja á hulstur er því gott að hafa í huga að það verndi tölvuna nægilega vel, að efnið sé nægilega þykkt og svo auðvitað að útlit þess gleðji augað. 1. Handgert tölvu- hulstur frá Reykja- vík Trading Co. úr íslenskri ull og kálfs- leðri. Einnig til fyrir Ipad. Fæst í Aurum, Bankastræti 4. 2. Tölvuhulstur úr bómull og leðri með handprentuðu munstri frá Collina Strada. Fæst í Gloríu, Laugavegi 37. 3. Brúnt tölvuhulstur úr leðri. Fæst í Maclandi, Laugavegi 17. TÖLVAN ÞARF FARTÖLVAN ÞÍN NÝJA BLÚSSU? 1 3 2 Soffía Káradóttir mælir með Femarelle fyrir allar konur sem finna fyrir van- líðan á breytingaaldri. „Ég ákvað að prófa Femarelle í fyrravetur þegar ég sá umfjöllun í blöðum þar sem önnur kona lýsti ánægu sinni með vöruna. Ég var að byrja á breytingaaldrinum en vildi ekki nota hormóna. Ég fann fyrir hitakófum, vaknaði upp á nóttunni, fann fyrir fótaóeirð, skapsveiflum og vanlíðan í líkamanum,“ segir Soffía og bætir við að eftir aðeins tíu daga notkun voru öll einkennin horfin. „Nú sef ég samfelldan svefn, finn ekki fyrir hitakófum eða fótaóeirð og mér líður mun betur. Ég finn fyrir meiri vellíðan og er í mun betra jafnvægi í líkamanum. Með glöðu geði mæli ég því hiklaust með Femarelle við vinkonur mínar og allar konur sem finna fyrir breytingaaldrinum. Ég veit um eina vinkonu mína sem hætti á hormónum og notar Femarelle í dag. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst Femarelle, þvílíkt undraefni.“ Algjört undraefni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.