Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 45
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 15. NÓVEMBER 2013 • 9
Sem leikkona er
ég mjög þakklát
fyrir að fá að fara
í svona rússíbana-
ferð svo vonandi
skila ég þessu al-
mennilega frá
mér. Þetta hlut-
verk er mjög mikil
áskorun.
með reyndu fólki en það er einn-
ig innblástur að vinna með nýju
fólki í faginu.“
Oftast fleiri karlhlutverk
í boði
Finnst þér halla á hlut kvenna
í leiklistinni eða er jafnvægi á
milli kynjanna? „Í leikhúsinu
eru oft skrifuð karlhlutverk og
í kvikmyndum væri gaman að
sjá fleiri kvenhlutverk. Í stutt-
myndinni minni var ég ein-
ungis með eitt karlkynshlut-
verk sem Jóhann Sigurðsson
leikur en hann er náttúrulega
karlmaður fyrir allan pening-
inn. Þar var ég einnig að skrifa
fyrir eldri leikkonur. Mig lang-
ar að skrifa fyrir konur en það
er ekki nóg eitt og sér. Það þarf
að vera einhver saga og sögurn-
ar eru þarna því konur eru svo
spennandi.“
Hvort heillar meira, sviðið
eða kvikmyndir? „Þetta er eig-
inlega eins og að spyrja hvort
elskarðu meira mömmu þína
eða pabba. Ég elska starf mitt
sem leikkona, hvort sem það er
á sviði, í sjónvarpi, útvarpi, á
hvíta tjaldinu eða hvaða miðli
sem er. Þetta er ekki bara vinn-
an mín heldur einnig ástríða
mín. Þar liggur metnaður minn
og mínum frítíma eyði ég mikið
í leikhúsi eða kvikmyndahúsum
bæði til afþreyingar og að ná
mér í innblástur. Hins vegar hef
ég áhuga á og vinn markvisst
að því að bæta við mig reynslu
og fara í nám til að breikka mitt
starfssvið.“
Handritshöfundar þurfa
að vera sjálfsgagnrýnir
Nú ertu tiltölulega nýkomin
heim frá Kanada þar sem þú
varst að læra handritsgerð fyrir
sjónvarp og kvikmyndir við
Vancouver Film School? Hvað
varð til þess? „Draumur minn
er að skrifa sjónvarpsþátt um
karakter sem þróast og breyt-
ist. Svo langar mig að leikstýra
en mér fannst ég þurfa að læra
meira í handritsgerð því það er
flókið. Ég hef leikstýrt heimild-
armynd og stuttmynd og stefni
á að leikstýra kvikmynd í fullri
lengd.“
Nanna Kristín er fjölskyldu-
manneskja og segir eina af
ástæðum þess að hún fór í
námið hafi verið að hana lang-
aði að eyða fleiri kvöldstundum
með fjölskyldunni en ekki vera
að leika á hverju kvöldi. „Mig
langaði að vera sjálfstæðari í
minni vinnu. Handritshöfundar
geta unnið hvar sem er í heim-
inum og þegar maður er kominn
með fjölskyldu þá er ekki sér-
lega fjölskylduvænt að vera að
leika á hverju kvöldi.“
Eru margar konur á Íslandi
búnar að læra handritsgerð? „Ef
ég á að segja alveg eins og er þá
veit ég ekki um neina konu og
það eru heldur ekki margir karl-
menn hér heima sem hafa lært
handritsgerð. Þetta er þó hluti
af öðru námi eins og leikstjórn
og kvikmyndagerð. Margir ís-
lenskir leikstjórar semja hand-
ritin sín sjálfir en ég hef líka
mikinn áhuga á að skrifa hand-
rit sem aðrir leikstýra.“
Mætti því segja að þú sért
að vissu leyti brautryðjandi
kvenna í handritsgerð fyrir
kvikmyndir og sjónvarp? Það
kemur hik á Nönnu Kristínu
Nanna Kristín leikstýrir
Kristbjörgu Kjeld við
tökur á myndinni Tvíliða-
leikur. Árni Filippusson
tók stuttmyndina. Mynd/
Mathilde Schmidt.
Nanna Kristín í verkinu
Refurinn sem frumsýnt
er í Borgarleikhúsinu um
helgina. Mynd/Grímur
Bjarnason.
15% afsláttur af öllum vörum frá Bobbi Brown,
föstudag, laugardag og sunnudag - 15.-17. nóvember.
SMOKING HOT
bobbibrown.com | everythingbobbi.com
Kringlunni