Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 72
15. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40SPORT
ÍSLAND KRÓATÍA Í KVÖLD
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu hefur fjórtán
sinnum spilað leiki í
nóvember. Óhætt er að segja
að okkar menn hafi ekki
riðið feitum hesti frá
viðureignum sínum í
fyrsta heila vetrar-
mánuðinum. Aðeins
einn sigur hefur
unnist, jafnteflin
hafa verið þrjú en
töpin tíu.
Reyndar hafa flestir
leikjanna eða átta verið vináttuleikir.
Eini sigurinn kom í einum slíkum
þegar Heiðar Helguson skoraði
sigurmarkið í 1-0 útisigri á Möltu
á Valletta 2008. Þá hafði Ísland
reynt fyrir sér tíu sinnum í
nóvember án sigurs.
Bestu úrslitin í nóvember
voru líklega markalaust
jafntefli Íslands á Írlandi í
undankeppni HM 1998 en
markalaust jafntefli gegn
Mexíkó í æfingaleik árið 2003
voru sömuleiðis flott úrslit. - ktd
FÓTBOLTI Niko Kovac, þjálfari
Króata, virkaði fullur sjálfs-
trausts þegar hann mætti á fund
með blaðamönnum í kjallara Laug-
ardalsvallar í gær. Hann ýmist
blikkaði eða heilsaði króatískum
blaðamönnum áður en hann svar-
aði spurningum.
„Auðvitað vildum við æfa á
keppnisvellinum en fyrst það var
ekki hægt vegna aðstæðna breytt-
um við einfaldlega dagskrá okkar
lítillega,“ sagði Kovac. Hvorugt
landsliðið fékk að æfa á Laugar-
dalsvelli vegna veðurs í gær en
eftirlitsmaður FIFA tók þá ákvörð-
un að best væri að hvíla völlinn
fyrir leikinn.
Kovac sagði sína menn úthvílda
og einbeitta fyrir leikinn. Engin
hætta væri á því að þeir vanmætu
þá íslensku.
„Ísland hafnaði í öðru sæti síns
riðils líkt og við. Það segir sína
sögu,“ sagði Kovac. „Sem leikmað-
ur vanmat ég aldrei andstæðing-
inn og það mun ég ekki heldur gera
sem þjálfari.“
Kovac stýrir liðinu í fyrsta sinn
í kvöld en hann tók við af fyrr-
verandi félaga sínum í landslið-
inu til margra ára, Igor Stimac.
Þrátt fyrir að vera þjóðhetja hefur
Kovac tiltölulega litla reynslu
sem þjálfari. Fjórir leikir með 21
árs landslið Króata og eitt ár sem
aðstoðarmaður New York Red
Bulls í MLS-deildinni.
„Okkar menn hafa ekki sýnt sitt
rétta andlit í undankeppninni. Mitt
eina hlutverk er að vekja leikmenn-
ina. Þeir kunna að spila fótbolta,
gera það í hverri viku í bestu deild-
um Evrópu. Þeir munu sýna hvað
þeir geta fyrir króatísku þjóðina.“
Kovac telur það kláran kost að
fá síðari leikinn á heimavelli. Eng-
inn vafi sé í hans huga að íslenska
liðið hefði kosið það. Meiri óvissa
sé í fyrri leiknum en í þeim síðari
vita menn nákvæmlega hvað þurfi
að gera.
„Við eigum von á fullum leik-
vangi í Zagreb og betri stuðn-
ingi en áður þótt hann sé alltaf
góður,“ sagði Kovac um síðari
leikinn.
Þjálfarinn segir pressuna jafn-
mikla á báðum landsliðum enda
hið sama í húfi. Hann vildi ekki
ræða veikleika íslenska liðsins.
Þeir hefðu þó horft á alla leiki
liðsins og greint í þaula. Mark-
miðið væri að skora í kvöld en
Kovac vildi ekki skilgreina nánar
hvað væru viðunandi úrslit.
„Það er mikilvægt að ná að
skora.“
Ellefu leikmenn Króata eru á
gulu spjaldi. Annað gult spjald
þýðir leikbann í síðari leiknum í
Króatíu.
„Ég hef engar áhyggjur af
því. Það er svipað vandamál hjá
íslenska liðinu. Við eigum nóg af
leikmönnum á bekknum ef ein-
hver fær sitt annað gula spjald.“
kolbeinntumi@frettabladid.is
Sama pressa á Íslandi
Þjálfari Króata telur mikinn kost að fá síðari leikinn gegn Íslandi á heimavelli.
Hans hlutverk sé aðeins að vekja sína leikmenn sem kunni vel að spila fótbolta.
FÓTBOLTI „Við höfum verið meðvit-
aðir um mögulegar veðuraðstæður
frá fyrsta degi. Íslensku strákarn-
ir eru líklega vanari sviptivindum
og kulda. Það er samt engin afsök-
un fyrir okkur,“ segir Dario Srna,
fyrirliði Króata.
Srna, sem á að baki 108 lands-
leiki og 20 mörk með landsliðinu,
segir marga leikmenn Króata hafa
spilað við erfiðar aðstæður. Jafn
margir leikmenn séu í liðunum og
aðstæður þær sömu fyrir bæði lið.
Hægri bakvörðurinn vildi ekki
nefna nein nöfn þegar hann var
spurður út í hættulegustu leik-
menn íslenska liðsins.
„Þeirra lykilmaður er þjálf-
arinn, Lars Lagerbäck. Hann er
gamalreyndur þjálfari og þekkir
vel til Króata,“ segir Kovac. Sá
sænski stýrði landsliði Svía í þrí-
gang gegn Króötum en allir leik-
irnir töpuðust. Leikurinn í kvöld
verður því fjórða tilraun Lager-
bäcks gegn Króötum.
Srna, sem spilar með Shaktar
Donetsk í Úkraínu, segir Króata
bera mikla virðingu fyrir íslenska
liðinu. Engin hætta sé á vanmati.
„Þeir höfnuðu ekki í 2. sæti rið-
ilsins fyrir slysni. Þeir sýndu hve
mikinn karakter liðið hefur með
því að jafna í 4-4 eftir að hafa lent
4-1 undir gegn Sviss á útivelli,“
segir bakvörðurinn sókndjarfi.
Srna er þó hvergi banginn og
segir það hafa afar mikla þýðingu
fyrir króatísku þjóðina að liðið
tryggi sér sæti í HM. Þjóðin þurfi
á einhverju að halda til að hlakka
til næstu mánuði.
„Við höfum trú á okkur og þjálf-
urum okkar. Ef við spilum í takt
við leiðbeiningar hans þá förum
við á HM.“ - ktd
Lykilmaður Íslands er Lagerbäck
Fyrirliði Króata segir vind og kulda enga afsökun fyrir sína menn í kvöld.
KALT Dario Srna var heldur kuldalegur
við komuna til Reykjavíkur á miðviku-
dagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UNDIR PRESSU Króatar treysta á að þjóðhetjan Niko Kovac leiði lið sitt til sigurs gegn Íslandi. Kovac er reynslumikill leikmaður
en reynslulítill þjálfari. Fjölmiðlamenn ytra telja engan betur til þess fallinn að bæta gengi Króata en Kovac. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI „Við funduðum með
fulltrúum Króata í kvöld (gær-
kvöldi) og þeir eru tiltölulega rólegir
yfir þessu,“ segir Víðir Reynisson,
öryggisstjóri á Laugardalsvelli.
Nokkur viðbúnaður hefur verið hjá
Víði og félögum vegna mögulegrar
komu fótboltabullna frá Króatíu á
landsleikinn gegn Íslandi í kvöld.
„Það hefur oft gerst að miða-
lausir menn hafi mætt og verið til
vandræða. Hvort það gerist skýrist
ekki fyrr en rétt fyrir leik,“ segir Víðir.
Reyni einhver að ryðjast inn eða
klifra yfir girðingar verði bæði lög-
regla og öryggisverðir klár í slaginn.
Króatískum stuðningsmönnum eru
ætluð tvö hólf í austurstúkunni sem
hvort um sig rúmar 350 stuðnings-
menn eða 700 manns samanlagt.
Króatarnir fara inn um sér hlið, þurfa
að framvísa vegabréfi með miðum
sínum og mega ekki yfirgefa völlinn
fyrr en í leikslok.
Víðir segir ljóst að stuðningsmenn-
irnir verði töluvert færri en reiknað
var með. Líklega ekki nema um helm-
ingur. Því er ljóst að nokkur hundruð
miða sem ætluð voru króatískum
stuðningsmönnum verða ekki nýttir
á morgun.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gærkvöldi að óskandi væri að mið-
arnir gætu farið til Íslendinga. Af
öryggisástæðum væri það hins vegar
því miður ekki mögulegt. - ktd
Króatar nýttu ekki miðakvótann sinn
MIÐALEYSI Færri íslenskir stuðnings-
menn komast að en vilja í Laugardal-
num í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM