Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 4

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 4
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VEÐUR Allt stefnir í að jólin verði hvít víðast hvar á landinu sam- kvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hvít jól hafa verið algengari en rauð síðustu nítján árin sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni. Spáð er hvassri norðanátt og snjókomu fyrir norðan á aðfangadag. Rætist spáin er hætt við að lítið ferðaveður verði norðan heiða, en spáin gæti breyst þegar líður á, segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að frost verði um allt land á aðfangadag og jóla- dag. Í dag er snjóþekja víð- ast hvar á landinu, og engir umhleypingar í kortunum sem eru líklegir til að breyta því, segir Teitur. Á jóladag gerir spáin ráð fyrir því að norðanáttin gangi niður og dragi úr snjókomunni fyrir norðan. Heldur kólnar í veðri og er spáð fimm til tíu gráða frosti víða um land, þó minna við sjávarsíðuna. „Það gæti orðið meira frost og sæmilega fal- legt vetrarríki. Svona ekta jólaveður þar sem marrar í snjónum,“ segir Teitur. Jólin voru hvít sunn- anlands í fyrra, en hvít fyrir norðan. Síðustu árin hafa jólin oftar verið hvít en rauð, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. - bj Spáð norðanátt og snjókomu fyrir norðan á aðfangadag og mögulega slæmu ferðaveðri norðan heiða: Stefnir í að jólin verði hvít um allt land 322 þúsund Íslendingar eru skráðir í trúfélög. Þar af eru flestir skráðir í Þjóðkirkj- una, eða um 254 þúsund manns. Kaþólska kirkjan kemur þar á eftir með um ellefu þúsund skráningar. GÓÐGERÐARMÁL Íslenska fyrir- tækið Nox Medical færði samtök- unum ABC barnahjálp á dögunum 600 þúsund krónur til að kaupa 250 sængur og 500 lök fyrir heimavist stúlkna í ABC-skólanum í Machike í Pakistan. Nox Medical hefur selt fimm þúsund svefnmælingatæki fyrir börn. Fyrr á árinu fékk ABC barna- hjálp styrk frá utanríkisráðuneyt- inu til byggingar á fyrsta áfanga heimavistar fyrir stúlkur í Mach- ike. - fb ABC barnahjálp fékk gjöf: Sængur og lök til Pakistans ALÞINGI Á bilinu eitt til þrjú tilvik hafa komið upp árlega þar sem far- þegaflugvélar hafa þurft að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í svari innanrík- isráðherra við spurningu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. Ráðherra svarar ekki síðari hluta spurningar Sigríðar um það hvar flugvélar, sem hafi þurft að hætta við lendingu í Keflavík síðustu tíu árin, hafi lent. Aðeins er rætt um að varaflugvellir séu í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, auk Glasgow og Prestwick í Skotlandi. - bj Spurt um varaflugvelli: Ráðherra svarar ekki fyrirspurnVIÐSKIPTI Velta með hlutabréf í N1 nam 733 milljónum króna í gær þegar félagið var skráð á Aðal- markað Kauphallar íslands. Verð bréfanna hafði við lokun mark- aða styrkst um 1,1 prósent sem þýðir að almennir fjárfestar sem keyptu bréf í hlutafjárútboði félagsins gátu þá grætt um 42 þúsund krónur. „Þetta voru um 296 viðskipti yfir daginn og til samanburðar er meðalfjöldi hlutabréfavið- skipta í Kaup- höllinni um 90 viðskipti á dag. Bréf almennra fjárfesta hækk- uðu um 22,9 prósent frá hlutafjár- útboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent,“ segir Magnús Harð- arson, forstöðumaður viðskipta- sviðs Kauphallarinnar. Almennu fjárfestarnir sem Magnús vísar í keyptu um 7.200 áskriftir í hlutafjárútboði N1 sem lauk 9. desember síðastliðinn. Mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum félagsins, sem er enn önnur vísbendingin um að áhugi almennings á hlutabréfamark- aðinum sé að aukast, leiddi til þess að hámarksúthlutun til almennra fjárfesta var 182 þúsund krónur á hverja áskrift. „Í 137 viðskiptum gærdagsins af 296 var magnið þessi staðlaða stærð sem menn fengu í útboðinu,“ segir Magnús. N1 er þriðja félagið sem skráð er á Aðalmarkað Kauphallarinn- ar á þessu ári. Hin tvö eru TM og VÍS. „Á fyrstu viðskiptadögum TM og Vís voru alveg sérlega mikil viðskipti með hlutabréf beggja félaganna. Á milli sex og sjö pró- sent af útistandandi hlutum í þeim skiptu um hendur á fyrsta degi sem var talsvert meira en í tilfelli N1,“ segir Magnús. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að gærdagur- inn leggist vel í sig og að hann sé bjartsýnn á framhaldið. „Þetta var mjög þægileg byrj- un og við vitum að bréf hafa til- hneigingu til að hækka og lækka eftir því sem fram líða stundir. Við erum mjög ánægð með það hvernig allt þetta ferli hefur geng- ið og félagið var tilbúið til að fara á markað,“ segir Eggert. haraldur@frettabladid.is Almennir fjárfestar græddu 42.000 krónur Verð á hlutabréfum í N1 breyttist lítið á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöll Íslands. Bréf almennra fjárfesta hækkuðu hins vegar um 22,9 prósent frá hluta- fjárútboði félagsins fyrr í mánuðinum. Forstjóri N1 er bjartsýnn á framhaldið. SAMFÉLAG Framlag sjálfboðaliða er ekki mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Svo segir í niðurstöðum rann- sóknar sem Ómar H. Kristmunds- son og Steinunn Hrafnsdóttir hafa gert á sjálfboðaliðastarfi. Sjálfboðaliðar sinna helst stjórn- arstörfum og tímabundnum fjár- öflunum. Þróunin hefur verið að félagasamtök hafa fleiri launaða starfsmenn og því minni þörf á þátttöku áhugafólks. Þrátt fyrir slíka þróun virðist áhugi fólks á sjálfboðaliðastarfi ekki hafa minnkað. - ebg Frekar launaðir starfsmenn: Minni þörf á sjálfboðaliðum Bréf almennra fjárfesta hækkuðu um 22,9 prósent frá hlutafjárútboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent. Í KAUPHÖLLINNI Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, við skráninguna í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. MAGNÚS HARÐARSON FLUGÞOL Flugvélar verða að hafa nægt eldsneyti til að lenda á varaflugvelli séu aðstæður þannig að ekki er hægt að lenda í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Hv ít J ól Rauð Jó l 10 ÁR 9 ÁR Hvít Jól R auð Jól9 ÁR 10 ÁR Hvít Jól Rauð Jól 12 ÁR 7 ÁR Hv ít J ól R au ð Jó l 8 ÁR SNJÓÞEKJA Á JÓLADAG FRÁ 1994 TIL 2012 Ísafjörður Reykjavík Akureyri Höfn 11 ÁR SVEITARSTJÓRNIR Sjö sveitarfélög á Suðurlandi hafa gert samstarfs- samning um skóla- og velferðar- þjónustu. „Rúm tvö ár eru liðin frá því að sömu sveitarfélög tóku upp sam- starf um félagsþjónustu. Reynslan af því samstarfi hefur verið mjög góð og eru bundnar miklar vonir við að með útvíkkun samstarfsins til þjónustu á sviði skólamála skap- ist enn betri tækifæri til að vinna heildstætt í þágu barna, ungmenna og annarra íbúa,“ segir í frétt frá Ölfusi, Hveragerðisbæ, Blá- skógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. - gar Samvinna á Suðurlandi: Sjö sveitarfélög í skólasamstarfi SVEITARSTJÓRAR Samsstarfssamning- ur undirritaður í Hveragerði. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Hægviðri inn til landsins. LÆGÐAGANGUR Krappar lægðir heimsækja landið ört þessa dagana. Í dag hvessir syðst er líður á daginn og í kvöld má búast við stormi við SA-ströndina. Á morgun lægir heldur inn til landsins en strekkingur og él á annesjum NV-til og suðaustanlands. 0° 6 m/s 1° 6 m/s 0° 7 m/s 6° 12 m/s Á morgun Strekkingur á Vestfj örðum. Gildistími korta er um hádegi 2° 0° 1° 3° 2° Alicante Aþena Basel 16° 13° 7° Berlín Billund Frankfurt 7° 5° 8° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 5° 5° Las Palmas London Mallorca 20° 10° 16° New York Orlando Ósló 9° 20° 3° París San Francisco Stokkhólmur 6° 13° 5° -2° 6 m/s 4° 4 m/s -1° 3 m/s 1° 5 m/s 0° 5 m/s 0° 9 m/s -7° 9 m/s 1° 1° 1° 2° 2°

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.