Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 4
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VEÐUR Allt stefnir í að jólin verði hvít víðast hvar á landinu sam- kvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hvít jól hafa verið algengari en rauð síðustu nítján árin sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni. Spáð er hvassri norðanátt og snjókomu fyrir norðan á aðfangadag. Rætist spáin er hætt við að lítið ferðaveður verði norðan heiða, en spáin gæti breyst þegar líður á, segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að frost verði um allt land á aðfangadag og jóla- dag. Í dag er snjóþekja víð- ast hvar á landinu, og engir umhleypingar í kortunum sem eru líklegir til að breyta því, segir Teitur. Á jóladag gerir spáin ráð fyrir því að norðanáttin gangi niður og dragi úr snjókomunni fyrir norðan. Heldur kólnar í veðri og er spáð fimm til tíu gráða frosti víða um land, þó minna við sjávarsíðuna. „Það gæti orðið meira frost og sæmilega fal- legt vetrarríki. Svona ekta jólaveður þar sem marrar í snjónum,“ segir Teitur. Jólin voru hvít sunn- anlands í fyrra, en hvít fyrir norðan. Síðustu árin hafa jólin oftar verið hvít en rauð, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. - bj Spáð norðanátt og snjókomu fyrir norðan á aðfangadag og mögulega slæmu ferðaveðri norðan heiða: Stefnir í að jólin verði hvít um allt land 322 þúsund Íslendingar eru skráðir í trúfélög. Þar af eru flestir skráðir í Þjóðkirkj- una, eða um 254 þúsund manns. Kaþólska kirkjan kemur þar á eftir með um ellefu þúsund skráningar. GÓÐGERÐARMÁL Íslenska fyrir- tækið Nox Medical færði samtök- unum ABC barnahjálp á dögunum 600 þúsund krónur til að kaupa 250 sængur og 500 lök fyrir heimavist stúlkna í ABC-skólanum í Machike í Pakistan. Nox Medical hefur selt fimm þúsund svefnmælingatæki fyrir börn. Fyrr á árinu fékk ABC barna- hjálp styrk frá utanríkisráðuneyt- inu til byggingar á fyrsta áfanga heimavistar fyrir stúlkur í Mach- ike. - fb ABC barnahjálp fékk gjöf: Sængur og lök til Pakistans ALÞINGI Á bilinu eitt til þrjú tilvik hafa komið upp árlega þar sem far- þegaflugvélar hafa þurft að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í svari innanrík- isráðherra við spurningu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. Ráðherra svarar ekki síðari hluta spurningar Sigríðar um það hvar flugvélar, sem hafi þurft að hætta við lendingu í Keflavík síðustu tíu árin, hafi lent. Aðeins er rætt um að varaflugvellir séu í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, auk Glasgow og Prestwick í Skotlandi. - bj Spurt um varaflugvelli: Ráðherra svarar ekki fyrirspurnVIÐSKIPTI Velta með hlutabréf í N1 nam 733 milljónum króna í gær þegar félagið var skráð á Aðal- markað Kauphallar íslands. Verð bréfanna hafði við lokun mark- aða styrkst um 1,1 prósent sem þýðir að almennir fjárfestar sem keyptu bréf í hlutafjárútboði félagsins gátu þá grætt um 42 þúsund krónur. „Þetta voru um 296 viðskipti yfir daginn og til samanburðar er meðalfjöldi hlutabréfavið- skipta í Kaup- höllinni um 90 viðskipti á dag. Bréf almennra fjárfesta hækk- uðu um 22,9 prósent frá hlutafjár- útboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent,“ segir Magnús Harð- arson, forstöðumaður viðskipta- sviðs Kauphallarinnar. Almennu fjárfestarnir sem Magnús vísar í keyptu um 7.200 áskriftir í hlutafjárútboði N1 sem lauk 9. desember síðastliðinn. Mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum félagsins, sem er enn önnur vísbendingin um að áhugi almennings á hlutabréfamark- aðinum sé að aukast, leiddi til þess að hámarksúthlutun til almennra fjárfesta var 182 þúsund krónur á hverja áskrift. „Í 137 viðskiptum gærdagsins af 296 var magnið þessi staðlaða stærð sem menn fengu í útboðinu,“ segir Magnús. N1 er þriðja félagið sem skráð er á Aðalmarkað Kauphallarinn- ar á þessu ári. Hin tvö eru TM og VÍS. „Á fyrstu viðskiptadögum TM og Vís voru alveg sérlega mikil viðskipti með hlutabréf beggja félaganna. Á milli sex og sjö pró- sent af útistandandi hlutum í þeim skiptu um hendur á fyrsta degi sem var talsvert meira en í tilfelli N1,“ segir Magnús. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að gærdagur- inn leggist vel í sig og að hann sé bjartsýnn á framhaldið. „Þetta var mjög þægileg byrj- un og við vitum að bréf hafa til- hneigingu til að hækka og lækka eftir því sem fram líða stundir. Við erum mjög ánægð með það hvernig allt þetta ferli hefur geng- ið og félagið var tilbúið til að fara á markað,“ segir Eggert. haraldur@frettabladid.is Almennir fjárfestar græddu 42.000 krónur Verð á hlutabréfum í N1 breyttist lítið á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöll Íslands. Bréf almennra fjárfesta hækkuðu hins vegar um 22,9 prósent frá hluta- fjárútboði félagsins fyrr í mánuðinum. Forstjóri N1 er bjartsýnn á framhaldið. SAMFÉLAG Framlag sjálfboðaliða er ekki mikilvægur hluti af starfsemi þorra velferðarfélaga á Íslandi. Svo segir í niðurstöðum rann- sóknar sem Ómar H. Kristmunds- son og Steinunn Hrafnsdóttir hafa gert á sjálfboðaliðastarfi. Sjálfboðaliðar sinna helst stjórn- arstörfum og tímabundnum fjár- öflunum. Þróunin hefur verið að félagasamtök hafa fleiri launaða starfsmenn og því minni þörf á þátttöku áhugafólks. Þrátt fyrir slíka þróun virðist áhugi fólks á sjálfboðaliðastarfi ekki hafa minnkað. - ebg Frekar launaðir starfsmenn: Minni þörf á sjálfboðaliðum Bréf almennra fjárfesta hækkuðu um 22,9 prósent frá hlutafjárútboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent. Í KAUPHÖLLINNI Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, við skráninguna í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. MAGNÚS HARÐARSON FLUGÞOL Flugvélar verða að hafa nægt eldsneyti til að lenda á varaflugvelli séu aðstæður þannig að ekki er hægt að lenda í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Hv ít J ól Rauð Jó l 10 ÁR 9 ÁR Hvít Jól R auð Jól9 ÁR 10 ÁR Hvít Jól Rauð Jól 12 ÁR 7 ÁR Hv ít J ól R au ð Jó l 8 ÁR SNJÓÞEKJA Á JÓLADAG FRÁ 1994 TIL 2012 Ísafjörður Reykjavík Akureyri Höfn 11 ÁR SVEITARSTJÓRNIR Sjö sveitarfélög á Suðurlandi hafa gert samstarfs- samning um skóla- og velferðar- þjónustu. „Rúm tvö ár eru liðin frá því að sömu sveitarfélög tóku upp sam- starf um félagsþjónustu. Reynslan af því samstarfi hefur verið mjög góð og eru bundnar miklar vonir við að með útvíkkun samstarfsins til þjónustu á sviði skólamála skap- ist enn betri tækifæri til að vinna heildstætt í þágu barna, ungmenna og annarra íbúa,“ segir í frétt frá Ölfusi, Hveragerðisbæ, Blá- skógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. - gar Samvinna á Suðurlandi: Sjö sveitarfélög í skólasamstarfi SVEITARSTJÓRAR Samsstarfssamning- ur undirritaður í Hveragerði. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Hægviðri inn til landsins. LÆGÐAGANGUR Krappar lægðir heimsækja landið ört þessa dagana. Í dag hvessir syðst er líður á daginn og í kvöld má búast við stormi við SA-ströndina. Á morgun lægir heldur inn til landsins en strekkingur og él á annesjum NV-til og suðaustanlands. 0° 6 m/s 1° 6 m/s 0° 7 m/s 6° 12 m/s Á morgun Strekkingur á Vestfj örðum. Gildistími korta er um hádegi 2° 0° 1° 3° 2° Alicante Aþena Basel 16° 13° 7° Berlín Billund Frankfurt 7° 5° 8° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 5° 5° Las Palmas London Mallorca 20° 10° 16° New York Orlando Ósló 9° 20° 3° París San Francisco Stokkhólmur 6° 13° 5° -2° 6 m/s 4° 4 m/s -1° 3 m/s 1° 5 m/s 0° 5 m/s 0° 9 m/s -7° 9 m/s 1° 1° 1° 2° 2°
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.