Fréttablaðið - 17.01.2014, Qupperneq 21
ELDAR OG
FRYSTIR
„Ég fór sjálf að elda
og frysta enda oft
upptekin seinni-
part dags. Vand-
inn er sá að fryst-
irinn minn er lítill
og fljótur að fyllast.
Þannig sá ég fram
á að við þyrft-
um að borða sama
matinn með stuttu
millibili. Þá fékk ég
þessa hugdettu
hvort ég gæti býtt-
að við aðra á frosn-
um mat í gegnum
Facebook. .“
GENGIÐ Á SKÍÐUM
Ferðafélagið Útivist býður upp á gönguskíðaferð
úr Bláfjöllum í Litlu kaffistofuna á morgun. Farið
verður með rútu kl. 9.30 í fyrramálið og gengn-
ir verða 20 km. Áætlaður göngutími er sex
klukkustundir.
Hugmyndina að Facebook-síðunni Matarbýtti fékk Hafdís eftir samtal við góða vinkonu. „Hún hefur mjög
gaman af að elda en gefst minni tími til
þess eftir að hún eignaðist barn á síðasta
ári. Hún brást við með því að undirbúa
matinn fyrir allan mánuðinn með því að
elda og setja í frysti. Ég fór sjálf að elda
og frysta enda oft upptekin seinnipart
dags og þá er gott að eiga eitthvað í frysti
sem búið er að elda og sem hita má upp.
Vandinn er sá að frystirinn minn er lítill
og fljótur að fyllast. Þannig sá ég fram á
að við þyrftum að borða sama matinn
með stuttu millibili. Þá fékk ég þessa
hugdettu hvort ég gæti býttað við aðra á
frosnum mat í gegnum Facebook. Sá einn-
ig fyrir mér að þetta væri sniðugt fyrir
fólk sem eldar fyrir lítil heimili og neyðist
til að kaupa mat í stórum skömmtum. Þá
gæti þetta líka orðið til þess að maður
fengi að smakka ýmsa rétti sem maður
kann ekki sjálfur að elda.
Hafdís stofnaði því Facebook-síðuna og
viðbrögðin hafa verið góð. „Fólki finnst
þetta sniðugt og það tínist hægt og hljótt
í hópinn. Við erum orðin 48 núna,“ segir
Hafdís sem bjó til garnbýttihóp á netinu í
fyrra og í honum eru yfir 400 manns sem
býtta á garnafgöngum.
En er fólk ekki feimið að fá mat hjá fólki
sem það þekkir ekki neitt? „Ég hafði nú
dálitlar áhyggjur af því en langaði samt að
prufa þetta. Síðan fær maður tilfinningu
fyrir fólkinu og hvort það er á sömu línu
og maður sjálfur. Ég hugsaði síðuna líka á
þann hátt að maður gæti komist í tengsl
við einhvern tengdan manni sem er að
elda,“ segir Hafdís en hún bendir á að
hugmyndin sé ekki ný af nálinni. „Það er
til dæmis til síða sem heitir www.share-
yourmeal.net þar sem allur heimurinn
er undir. Þar getur fólk skráð sig, matinn
sem það er að elda, magn og verð,“ lýsir
Hafdís.
Hagsýni er Hafdísi afar hugleikin. Árið
2013 skoraði hún á sjálfa sig að eyða ekki
krónu í föt nema selja önnur föt á móti.
„Ég stóðst áskorunina og fjármagnaði fata-
kaup á alla fjölskylduna með því að selja
gömul föt og dót úr geymslunni á bland.
is, fataskipti.is og ýmsum flóamörkuðum,“
segir Hafdís sem fann verulega fyrir þessu
átaki í buddunni. „Mér tókst til dæmis að
borga upp eitt bílalán á árinu.“
Hafdís lærði margt af átakinu. „Ég er
orðin mjög hagsýn í fatakaupum. Ég keypti
mikið í Kolaportinu, á bland.is og fata-
skipti.is og fann ýmislegt fínt með því að
gramsa. Þá keypti ég líka inneignarnótur
og gjafabréf á góðum afslætti sem fólk var
að selja á bland.is,“ segir Hafdís en þannig
fjármagnaði hún kaup sín á brúðarkjólnum
sínum. „Mér finnst ég kunna að meta betur
gildi hlutanna enda meira puð að eignast
þá,“ segir hún glaðlega. ■solveig@365.is
BÝTTAR Á MAT,
GARNI OG FÖTUM
HEIMILI Hafdís Bjarnadóttir stofnaði nýverið Facebook-síðu þar sem fólk
getur býttað á ýmsum frosnum réttum sem það hefur eldað.
VIÐ FRYSTINN Hafdís
eldar og frystir mat. Til
að auka fjölbreytnina
býttar hún á mat við
annað fólk í gegnum
facebook-síðuna
matarbýtti.
MYND/GVA
HEILSU
RÉTTIR
Fullir af trefjum, próteinum og góðum kolvetnum.
Kryddaðir með ferskum hvítlauk, engifer og chilli.
Án salts og sykurs.
Eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti
Orka, kkal 92 Prótein 10,8 gr Kolvetni 10,2 gr Fita 1,4 gr
1490 | 1090
065
Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 til 22:00
Suðurlandsbraut | Hlíðarsmári | Stórhöfði | www.nings.is
Toppur
99
kr.
með öllum
heilsuréttum Nings
í Janúar 2014
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Nýjar vörur í hverri viku
Alltaf eitthvað nýtt og spennandi
Verslunin Belladonna
3900
Stór lækkað
verð á útsölu-
vörum
OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK
Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407
Stráka skór
St. 27-35
Herra skór
St. 40-46
Dömu kuldaskór
St. 36–41
5900
Dömu æfingaskór
St. 36–41
6900
7900