Fréttablaðið - 14.04.2014, Page 4
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
600
500
400
300
200
100
Ú
tg
jö
ld
í
m
ill
jó
nu
m
k
ró
na
Fj
öl
di
2007 2009 2011 2013
ÚTGJÖLD VEGNA FJÁRHAGSAÐSTOÐAR
Í REYKJANESBÆ
600 þúsund tonn af brota-járni hafa verið send
frá Íslandi á þessari öld.
Árin 2007 og 2008 fóru hátt í 70
þúsund tonn af brotajárni utan en
aldrei helmingur þess magns eftir
hrun.
Heimild: Hagstofa Íslands.
VELFERÐARMÁL Á árinu 2013 nutu
alls 557 einstaklingar fjárhagsað-
stoðar í 14.500 manna samfélagi
Reykjanesbæjar. Útgjöld bæjarins
vegna þessa voru 275 milljónir eða
um 104 milljónir umfram áætlun.
„Þannig var þessi liður einn
stærsti óvissuþátturinn í rekstri
bæjarfélagsins,“ segir Hjördís
Árnadóttir, framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og félagssviðs Reykja-
nesbæjar. „Eðli þessara útgjalda
er líkt og þjónusta á bráðadeild
sjúkrahúsa, við höfum lítið val.
Fólk í neyð á rétt á slíkri aðstoð
lögum samkvæmt.“
Fjölgun þeirra
sem fá aðstoð
hefur verið í
öllum aldurshóp-
um en mest hjá
fólki á aldrinum
18-29 ára, og frá
árinu 2007 hefur
þeim fjölgað um
250% á fjárhags-
aðstoð. Fyrir
utan fjölgunina er þróunin sú að
fólk er lengur á bótunum.
„Margir í þessum aldurshópi
eiga ekki aðra framfærslumögu-
leika, hafa aldrei unnið sér inn
atvinnuleysisbótarétt og eiga ekki
auðsótt á vinnumarkaðinn. Hér
hefur verið lögð áhersla á að skapa
þessu fólki úrræði, til dæmis í
samstarfi við Vinnumálastofnun,
en sá hængur er á að þessi úrræði
eru tímabundin og betur má ef
duga skal,“ segir Hjördís.
Á síðasta ári misstu 146 manns
úr Reykjanesbæ bótarétt hjá
Vinnumálastofnun og er áætlað
að 158 fullnýti hann á þessu ári.
„Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
miðaðist við að nú færum við að
rétta úr kútnum og voru 200 millj-
ónir áætlaðar í fjárhagsaðstoð. En
nú á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins erum við búin með tæpar hundr-
að milljónir þannig að við sjáum
fram á að fara langt yfir áætlun.“
Hjördís segir ekki alla sem
missa bótarétt fá fjárhagsaðstoð
frá bænum, en það sé ekki minna
áhyggjuefni hvað verði um þann
hóp sem er hvorki talinn með
atvinnulausum né bótaþegum
bæjarins. Fjölskyldufólk þurfi að
treysta á framfærslu frá einum í
stað tveggja.
„Það hefur aldrei verið jafn
mikil eftirspurn eftir félagslegu
leiguhúsnæði og nú, og margir eru
í verulegum vanda. Fólk gistir hjá
ættingjum og vinum svo vikum og
mánuðum skiptir. Hjá félagsþjón-
ustunni er unnið að lausnum, en
þær geta verið tímafrekar þegar
fólk á hvergi heima,“ segir Hjördís.
erlabjorg@frettabladid.is
Tæp 4 prósent íbúa
með fjárhagsaðstoð
Útgjöld Reykjanesbæjar vegna fjárhagsaðstoðar voru 275 milljónir árið 2013. Ein-
staklingum á aldrinum 18-29 ára sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 250%
á síðustu sex árum. Á annað hundrað manns munu missa bótaréttinn á þessu ári.
HJÖRDÍS
ÁRNADÓTTIR 250% fjölgun í hópi ungs fólks á aldrinum 18-29 ára.
Árið 2007 voru 81 á þeim aldri með fjárhagsaðstoð en árið 2013 voru þeir 287.
146 íbúa Reykjanesbæjar misstu bótarétt hjá Vinnumálastofnun í fyrra. Á
árinu 2014 munu 158 manns bætast í hópinn og munu þá atvinnulausir án
bótaréttar vera 2% bæjarbúa.
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ÚRKOMA MEÐ KÖFLUM Fremur stíf suðvestanátt verður ríkjandi að mestu
næstu daga með úrkomu um sunnan og vestanvert landið. Heldur hægari vindur og
úrkomulítið norðaustanlands. Kólnar heldur í veðri um tíma seint annað kvöld.
5°
6
m/s
6°
7
m/s
7°
8
m/s
8°
9
m/s
8-15 m/s.
5-13 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
20°
29°
12°
16°
18°
11°
17°
8°
8°
23°
15°
21°
21°
18°
23°
10°
10°
14°
8°
6
m/s
7°
8
m/s
7°
4
m/s
5°
5
m/s
7°
6
m/s
6°
7
m/s
0°
10
m/s
6°
3°
5°
-2°
8°
4°
9°
2°
8°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
SLYS Maður sem var í vélsleðaferð
í grennd við Hrafntinnusker á
Suðurlandi í gær lést þegar sleði
hans féll fram af snjóhengju.
Maðurinn var á ferð ásamt sjö
félögum sínum.
Lögreglunni á Hvolsvelli barst
tilkynning um slysið um klukkan
ellefu í gærmorgun. Einn lögreglu-
maður fór þaðan á jeppa lögregl-
unnar en auk þess voru eitthvað
á bilinu þrjátíu til fjörutíu björg-
unarsveitarmenn frá Landsbjörgu
kallaðir út vegna slyssins.
Þá var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar einnig send á slysstað. Að
sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
tók aðgerðin um sjö klukkutíma.
Gott skyggni var á slysstað og
mikil veðursæld.
Í gær fengust ekki nánari upp-
lýsingar um tildrög slyssins en
þau eru í rannsókn hjá lögregl-
unni á Selfossi.
Hrafntinnusker er fyrsti við-
komustaður eftir Landmanna-
laugar á Laugaveginum, einni
helstu gönguleið landsins. - lkg
Lögreglan á Selfossi rannsakar banaslys við Hrafntinnusker á Suðurlandi:
Á sleða fram af hengju og lést
TILDRÖG ÓKUNN Þrjátíu til fjörutíu
björgunarsveitarmenn voru kallaðir á
slysstað í gær. Meðfylgjandi mynd er
ekki af slysstað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL „Ég ætla að sigra
Sjálfstæðisflokkinn innan frá,“
sagði Vilhjálmur Bjarnason
alþingismaður, aðspurður í þætt-
inum Mín skoðun í gær hvort
hann gæti hugsað sér að ganga í
nýjan hægri flokk.
Eins og kom fram í Frétta-
blaðinu á laugardag sögðu 21,5
prósent aðspurðra í skoðanakönn-
un gerðri af Capacent að líklegt
væri eða öruggt að þeir myndu
kjósa nýtt Evrópusinnað framboð
hægri manna. Kvaðst Vilhjálmur
hvorki hafa trú á að Sjálfstæðis-
flokkurinn mynda klofna né að
menn á borð við Þorstein Pálsson
og Benedikt Jóhannesson færu úr
flokknum. - gar
Á móti nýjum hægri flokki:
Vilhjálmur vill
sigur innan frá
VILHJÁLMUR BJARNASON Trúir ekki á
klofning Sjálfstæðisflokks.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SAMGÖNGUR Frumvarp um
breytingu á umferðarlögum
liggur nú fyrir á Alþingi í kjöl-
far slyss þar sem rafmagns-
vespu var ekið á barn.
Samkvæmt frumvarpinu
verða hjól með eiginlegri inngjöf
flokkuð sem létt bifhjól í flokki
1. Til þess að aka bifhjóli í þeim
flokki mun fólk þurfa að hafa
skellinöðrupróf og hafa náð ald-
ursmörkum fyrir réttindi til að
keyra slíkt hjól.
Frumvarpið snertir ekki
sveifknúin hjól svo notkun þeirra
helst enn óbreytt. - kóh
Lagafrumvarp um rafbifhjól:
Vespur gerðar
réttindaskyldar
AFBROTAMÁL Tilkynnt var um
innbrot í skóla í austurbænum.
Rúða var brotin og þjófurinn
gekk inn, en ekki er vitað hverju
var stolið.
Þrír bílar voru stöðvaðir í
fyrrinótt. Ökumennirnir eru
grunaðir um akstur undir áhrif-
um fíkniefna.
Ölvaður maður var handtekinn
eftir að hafa ráðist á annan mann.
Handtekni maðurinn var blóðug-
ur í framan og talið að hann hafi
þá nýlokið slagsmálum. - kóh
Lögreglan snerist í ýmsu:
Fíkniefnaakst-
ur og slagsmál
RAFHJÓL Sveifknúin hjól haldast í
sama flokki og áður. Fréttablaðið/Ernir
FJÁRMÁL Stjórn Öldrunarmið-
stöðvarinnar Hafnar í Sólvangi í
Hafnarfirði vill afsala eignarhaldi
á íbúðum þannig að íbúðarrétthaf-
ar verði þinglýstir eigendur.
Gríðarlegir fjárhagslegir erfið-
leikar hafa verið hjá Höfn. „Aðal-
vandinn er misvægi á kaupum og
sölu íbúðarréttar sem ekki nær
að tryggja jákvæða stöðu og til
að vinna upp tap síðastliðinna
tveggja ára,“ segir stjórnin í yfir-
lýsingu þar sem þróun mála er
hörmuð. „Það er hins vegar mat
þeirra sem komið hafa að málum
að ábyrgðarlaust sé að halda
rekstrinum áfram þegar hægt
er með þessum inngripum að
tryggja eignarrétt íbúðarrétthafa
að Sólvangsvegi 1 og 3.“ - gar
Öldrunarmiðstöðin Höfn:
Íbúar í Sólvangi
eignist íbúðir
MEXÍKÓ, AP Að minnsta kosti 36
manns létu lífið þegar langferða-
bifreið skall á flutningabifreið í
sunnanverðu Mexíkó.
Flutningabifreiðin hafði bilað
og stóð kyrr við vegarkantinn
þegar rútan skall skyndilega á
henni. Eldur kviknaði í rútunni
og varð hún alelda á svipstundu.
Fjórir komust lífs af. - gb
Rúta rakst á flutningabíl:
Tugir létu lífið í
bílslysi í Mexíkó