Fréttablaðið - 14.04.2014, Page 8
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Plötusala Múrbúðarinnar
er á Kletthálsi
Furukrossviður
Birkikrossviður
Mótakrossviður
Gólfplötur - rakavarðar
spónaplötur með nót
Veggplötur með nót
Skrúfur og festingavörur
Sökkuldúkur
i 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.isSím
PEFC/01-31-60
www.pefc.org
thálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 ReykjanesbæKlet
LOFTSLAGSMÁL Loftslagsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna segir að mannkyn-
ið verði að skipta hratt yfir í endur-
nýjanlega orkugjafa, eigi að takast
að hægja á hlýnun jarðar.
Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerð-
ir, sem gripið hefur verið til undan-
farna áratugi, hefur útblástur gróð-
urhúsalofttegunda, sem ýta undir
hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir
að dragast saman. Að meðaltali
hefur útblásturinn aukist um 2,2
prósent á ári á tímabilinu frá árinu
2000 til 2010.
„Skilaboðin frá vísindunum eru
skýr: Til þess að komast hjá því
að hafa hættuleg áhrif loftslags-
kerfið, þá þurfum við að snúa við
blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer,
einn þriggja formanna vinnuhóps
loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna, sem í gær kynnti nýjustu
afurð sína á blaðamannafundi í
Berlín.
Edenhofer tók hins vegar fram
að kostnaðurinn við þær aðgerðir,
sem nauðsynlegar eru, þurfi alls
ekki að vera óviðráðanlegur: „Það
kostar ekki allan heiminn að bjarga
jörðinni,“ sagði hann.
Í skýrslunni er fjallað ítarlega um
aðgerðir gegn loftslagsbreytingum,
bæði þær sem gripið hefur verið til
á síðustu áratugum og þær sem enn
er mögulegt að grípa til.
Sú ódýrasta og hættuminnsta sem
völ er á væri að hætta notkun jarð-
efnaeldsneytis á borð við kol og olíu
strax á allra næstu áratugum. Sú
leið krefst hins vegar þess að mikil
umskipti verði bæði í pólitík og við-
skiptum á heimsvísu.
„Alþjóðleg samvinna er lykillinn
að því að ná markmiðum mótvæg-
isaðgerða. Það er svo áskorun út af
fyrir sig að setja á laggirnar þær
alþjóðastofnanir sem nauðsynleg-
ar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði
Edenhofer í gær.
Um 1.250 vísindamenn hafa unnið
að gerð skýrslunnar og niðurstaðan
hefur verið samþykkt af stjórnvöld-
um 194 landa, eða nánast allra ríkja
heims.
Skýrslan er sú þriðja og jafnframt
síðasta frá jafn mörgum vinnuhóp-
um loftslagsnefndarinnar sem birst
hefur í vetur. Hún verður birt í heild
á morgun, en í gær var aðeins birt-
ur útdráttur úr henni til kynningar.
Í október næsta haust verður svo
endanlegur texti heildarskýrslunn-
ar birtur. gudsteinn@frettabladid.is
Mannkynið verður
að snúa við blaðinu
Þrátt fyrir ýmiss konar ráðstafanir ríkja heims gegn útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda hefur útblásturinn aukist. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu loftslagsnefnd-
ar SÞ, þar sem athyglinni er beint að möguleikum okkar til að draga úr útblæstri.
MÓTMÆLI Í BERLÍN Félagar í Greenpeace-samtökunum notuðu að venju tækifærið
á meðan loftslagsnefndin fundaði og vöktu athygli á málstað sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP