Fréttablaðið - 14.04.2014, Page 15
Fæturnir eru okkur mikilvægir og því þurfum við að hugsa vel um þá og dekra reglulega við þá til að
koma í veg fyrir óþægindi sem geta fylgt
álaginu sem þeir verða fyrir. Til að fyrir-
byggja og draga úr myndun á harðri
húð á fótunum má nota fótaþjalir til að
fjarlægja harða húð og gera fæturna
slétta og mjúka.
Þykk og hörð húð myndast við stöð-
ugt álag, svo sem nudd eða núning, sem
húðin verður fyrir í langan tíma. Þetta
getur orsakast af daglegum athöfnum,
svo sem því að vera í skóm sem nudd-
ast við húðina eða einfaldlega álaginu af
líkamsþyngdinni á fæturna.
Anna Axelsdóttir hefur notað fóta-
þjöl frá Scholl í mörg ár. „Ég er mikið í
opnum skóm á sumrin og þá finnst mér
mikilvægt að fæturnir líti vel út. Sum-
arið er tíminn til að hugsa um fæturna,“
segir Anna. „Ég nota alltaf þessa
svörtu fótaþjöl, fæturnir verða
mjúkir og sléttir og tilbúnir fyrir
sumarið. Svo er hún létt og
þægileg og endist mjög
lengi enda er Scholl
merki sem ég treysti
og get mælt með.“
FLOTTIR FÆTUR
Í ALLT SUMAR
HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Anna Axelsdóttir hefur áralanga reynslu
af notkun Scholl-fótaþjala. „Scholl er merki sem ég treysti og get mælt með.“
SCHOLL-FÓTAÞJÖL TIL AÐ
SLÉTTA OG MÝKJA FÆTUR
Tvískipt fótaþjöl sem fjarlægir harða
og þurra húð og fæturnir verða mjúkir og
sléttir. Þjölin er tvískipt, öðrum megin er
grófara yfirborð til að fjarlægja grófa, þurra og
harða húð. Hinum megin er yfirborðið fínna
sem sléttir húðina og gerir hana mjúka. Gripið
á þjölinni er gott og það má þvo hana.
MÆLIR MEÐ
SCHOLL
Anna notar opna skó
mikið á sumrin og
finnst því mikilvægt
að fæturnir líti vel út.
Hún notar fótaþjöl til
að gera fæturna mjúka
og slétta.
MYND/GVA
MÍLANÓ 2014
Spænski hönnuðurinn Patricia Urquiola
hefur hannað einingasófa úr svokölluðu
jersey-teygjuefni fyrir ítalska merkið Mo-
roso. Afraksturinn var sýndur á húsgagna-
sýningunni í Mílanó.