Fréttablaðið - 14.04.2014, Qupperneq 16
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Formin í borðunum eru dregin af ís-lensku stuðlabergi. Þá átti vel við hönnunarferlið að hafa steyptan
topp en á minna borðinu er steypa en
steypt ál á stærra borðinu. Plöturnar
eru steyptar í Hellu og hver plata er ólík
annarri,“ útskýrir Þórunn Hannesdótt-
ir, vöruhönnuður hjá Færinu, en hún
kynnti ný innskotsborð í Epal á Hönn-
unarMars.
Borðin kallast Berg og henta bæði
sem inni- og útihúsgögn en grindin er
úr stáli.
„Borðin eru sterkbyggð og eru hönn-
uð til þess að endast,“ segir Þórunn.
„Það er vel hægt að nota þau úti í garði
og úti á svölum sem stól og borð. Litina
á borðunum má sjá í íslenskri náttúru.
Þessir litir spila vel við hrátt og hart
álið og sementið sem notað er í borð-
plöturnar.“
Borðin eru fyrsti hluti af nýrri
heimilislínu frá Færinu, sem von er
á í haust. Fleiri vörur í línunni verða
kynntar á sýningunni 100% Design í
London í september en Þórunn fékk
boð um að taka þátt í sýningunni.
„Það er frábært að fá slíkt boð. Við-
tökurnar á HönnunarMars voru líka
góðar, bæði hjá Íslendingum og hjá
erlendum gestum,“ segir Þórunn en þó
nokkuð hefur verið fjallað um Berg í
erlendum fjölmiðlum. „Við fengum um-
fjöllun í þýsku tímariti og verið er að
vinna að umfjöllun í bresku tímariti,“
segir Þórunn.
Ætlunin er að Berg komi á markað-
inn snemma í sumar og fleiri vörur fylgi
svo í kjölfarið. Fylgjast má með Færinu
á www.faerid.com. Færið er einnig á
Face book.
NÝ LÍNA Á LEIÐINNI
HÖNNUN Hönnunarfyrirtækið FÆRIÐ kynnti innskotsborðin Berg á Hönnunar-
Mars. Borðin eru fyrsti hluti af nýrri heimilislínu sem von er á í haust.
NÝ LÍNA Berg vakti athygli á HönnunarMars. Í
haust verða kynntar fleiri vörur en Þórunn fékk
boð um að sýna á 100% Design í London.
MYND/FÆRIÐ
ÚTI OG INNI Grindin er úr stáli og toppplöturnar steyptar. Borðin má því vel
nota úti við.
HLIÐARBORÐ Á grindina má hengja tímarit á skemmtilegan máta. MYND/FÆRIÐ
FÆRIÐ Þórunn Hann-
esdóttir kynnti Berg á
HönnunarMars.
MYND/ANTON
Öflug vörn gegn
sveppasýkingum
„Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína. Síðustu ár
hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og
einbeitningu í lífi og starfi. Ég hef lagt áherslu á að taka inn góða
gerla til að viðhalda jafnvægi og orku og hef prófað þá allra bestu
hér á markaðinum hverju sinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, ADHD
markþjálfi og fíkniráðgjafi.
„Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef
prófað. Ég mæli með henni fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan
eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu.“
Candéa
ht.is
SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK
Nikon School
námskeið fylgir!
24,2 Megapixla
C-MOS myndflaga
Nikon D3200KIT1855VR
Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta
upplausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði,
EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD
skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd,
umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku,
tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl.
VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN
STAFRÆN SLR MYNDAVÉL
TILBOÐ
FULLT VERÐ 109.995
99.995
NIKON FERMINGARTILBOÐ
Þráðlaust farsímatengi
að verðmæti 11.990 fylgir!
Nú með nýrri
og léttari
linsu!
Fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands var opn-uð um helgina í Gerðarsafni í Kópavogi.
Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun
hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er
þetta því fyrsti árgangurinn sem setur fram MA-
verk sín á sérstakri útskriftarsýningu.
Tíu nemendur leggja fram verk sín til opinberrar
sýningar og MA-varnar; þrír í hönnun og sjö í
myndlist.
Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt en þar
má m.a. sjá hvernig má leysa upp ósjálfbært og
mengandi kerfi þar sem líftími neytendaumbúða er
settur í samhengi við líftíma vöru. Ímynd íslenska
hestsins er rýnd og þáttur mannsins í sköpulagi
hans myndgerður, fjallað er um missi, minnið og
ljósmyndina sem aðferð til að endurskapa minn-
ingar og rannsóknir gerðar á ummerkjum tungu-
málsins í málverkum
Sýningin stendur til 11. maí.
FYRSTA ÚTSKRIFTARSÝNINGIN
FYRSTI HÓPURINN Nemar sem útskrifast úr MA-námi í mynd-
list og hönnun frá LHÍ.
Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331
30
%
30
%
af
slá
ttu
r
af
slá
ttu
r
30
st
k.
p
ak
kn
in
g
30
st
k.
pa
kk
ni
ng
400 mg hraðvirkt ibuprofen