Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 46
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Meginhugmyndin er að hér fá hinir ýmsu sviðshöf-
undar tækifæri til þess að fá að vinna aðeins opnari
vinnu,“ segir Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönn-
uður í Borgarleikhúsinu, en bryddað verður upp
á þeirri nýjung á næsta leikári að sviðshöfundar
geti sótt um að vera gestalistamenn í leikhús-
inu.
„Sviðshöfundur getur verið dansari, mynd-
listamaður, tónlistarmaður,“ segir Ilmur,
„Það er ekkert afmarkað.“ Sviðshöfundarn-
ir koma til með að fá rými innan hússins til
þess að þróa sínar hugmyndir og afraksturinn
verður síðan kynntur sem verk í vinnslu.
„Hér eru vanalega gerðar fullkláraðar
sýningar og þær sýndar en þetta verkefni er
mótað til þess að styðja við ákveðna grósku, að
kannski megi vinna opnari og meira leitandi
vinnu og opna síðan dyrnar fyrir gestum,“
segir Ilmur sem mun virka sem tengiliður
milli hússins og sviðshöfundanna en hver
þátttakandi fær einn mánuð í húsinu til þess að vinna
verkið. „Síðan getur fólk sem kaupir sér árskort í
leikhúsið valið allar þrjár vinnustofusýningarnar
sem eina venjulega sýningu,“ segir Ilmur en þrír
sviðshöfundar fá tækifæri til þess að spreyta sig
í leikhúsinu.
„Sviðsverkin eru unnin í samráði við okkur,“
segir Ilmur. „Fólk hefur frjálsar hendur og
það fer algjörlega eftir hverjum einstakling
hvernig sýningin verður en við fylgjumst
með og pössum að þetta verði ekki of langt
og svona.“
Ilmur segir verkefnið vera spennandi
tækifæri fyrir listamenn og hvetur alla til
þess að sækja um en umsóknarferlið verður
auglýst síðar. - bþ
Spennandi tækifæri í leikhúsinu
Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður er tengiliður sviðshöfunda við Borgar-
leikhúsið en þar verður gestalistamönnum boðið að setja á svið eigin verk
LEIKMYNDIR Ilmur Stefánsdóttir leikmynda-
hönnuður segir að meginhugmyndin sé að sviðs-
höfundar fái tækifæri til að vinna „opnari vinnu“.
„Þetta kom okkur rosalega á óvart. Við feng-
um að vita frá liðsstjóranum okkar að það væri
pakki sem biði okkar frá Dover eftir uppskeru-
hátíð sem haldin var á dögunum. Við héldum
fyrst að við hefðum bara gleymt einhverju í
bátnum eða á hótelinu en svo bara fengum við
þessi rosa fínu verðlaun,“ segir Sigrún Þuríður
Geirsdóttir sem er ein af sex konum í sjósund-
hópnum Sækúnum. Ásamt henni í Sækúnum eru
þær Anna Guðrún Jónsdóttir, Ragnheiður Val-
garðsdóttir, Kristbjörg Valgarðsdóttir, Krist-
ín Helgadóttir og Birna Hrönn Sigurjónsdótt-
ir. Í fyrra fóru Sækýrnar utan til að synda Erm-
arsundið og kláruðu sundið með lengsta tímann
í sjónum sem voru rúmlega 19 klukkustundir.
Það kom þeim því algjörlega í opna skjöldu að fá
verðlaun fyrir lengsta tímann. „Þeir hjá CS&PS
telja það jafnmerkilegt að vera lengi í sjónum
eins og að vera fljótur, því að vera lengi krefst
gríðarlegs þreks, viljastyrks og hugrekkis. Þeim
fannst þetta svo mikill dugnaður og elja hjá
okkur svo að við fengum þessi fallegu verðlaun,“
segir Sigrún Þuríður og það vottar fyrir stolti í
raddblænum.
„Það er alltaf rosaleg áskorun fyrir mann að
fara í sjóinn en þetta hefur svo góð áhrif á lík-
ama og sál. Það er ofboðslega góður lækninga-
máttur í þessu sundi og við lítum á okkur sem
góðar fyrirmyndir fyrir aðra því maður getur
allt ef maður hefur trú á því.“ marinmanda@frettabla-
Sækýrnar fá verðlaun fyrir lengsta tímann
Sækýrnar syntu yfi r Ermarsundið í fyrra á 19 klukkustundum, 38 mínútum og 8 sekúndum.
SÆKÝRNAR Kristbjörg Valgarðsdóttir, Kristín
Helga dóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Birna
Hrönn Sigurjónsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir og
Sigrún Þuríður Geirsdóttir.
Að undanförnu hefur mér þótt
gott að arka úti í takt við lög eftir
sænsku tónlistarkonuna Robyn svo
ég segi Call Your Girlfriend.
Einar Lövdahl, tónlistarmaður
og ritstjóri Stúdentablaðsins
Eftir að hafa lesið grein í Frétta-
blaðinu um stúlkur sem unnu
með tígrisdýrum í Taílandi ákvað
Ása Björg Ásgeirsdóttir að láta
drauminn rætast og sækja um
sjálfboðavinnu í gegnum Tiger-
temple.org hjá Forest Monastery
skammt frá bænum Kanchana-
buri í Taílandi. Í mars fékk hún
frí úr vinnunni hjá Reiknistofu
bankanna, pantaði sér flugmiða
og hélt á vit ævintýra á meðan
kærastinn beið heima.
„Þetta var reynsla sem ég hefði
alls ekki viljað missa af og get
vel hugsað mér að fara þangað
aftur. Þetta var bara ótrúlegt að
geta verið svona nálægt þessum
dýrum og fá að sinna þeim og
knúsa þau,“ segir Ása sem hefur
mikla ástríðu fyrir köttum. Saga
tígrisdýranna í munkahofinu For-
est Monastery hófst fyrir fimm-
tán árum þegar bæjarbúar stálu
tveimur tígrishvolpum frá upp-
stoppara og földu hjá munkunum
til að bjarga lífi þeirra. Í dag eru
í kringum 140 tígrisdýr í hofinu
en kven- og karldýrin fá að vera
saman öllum stundum. Dýrun-
um er sinnt vel en þau fá soðinn
kjúkling daglega ásamt vítam-
ínum og fæðubótarefnum. „Við
fengum að huga að litlu hvolpun-
um sem mæðurnar hafa afneit-
að því það virðist vanta móður-
eðli í tígrisdýramæðurnar þegar
þær eru í haldi,“ segir Ása Björg.
Mánaðardvölin leið hratt þar sem
hún hugleiddi með munkunum á
kvöldin og sinnti tígrisdýrahvolp-
um á daginn. „Þetta var allt voða-
lega notalegt þótt ég hafi fengið
töluverða marbletti eftir hvolp-
ana. Þeir eru bara eins og litlir
krakkar og þurfa að setja allt upp
í munninn – en hafa aðeins sterk-
ara bit,“ segir hún hlægjandi.
marinmanda@frettabladid.is
Tígrisdýraævintýri í
munkahofi í Taílandi
Ása Björg ræktar ketti en ákvað að kynnast tígrisdýrum í Taílandi í sjálfb oða-
vinnu. Hún fékk að huga að litlum hvolpum sem mæðurnar höfðu afneitað.
MÖGNUÐ UPPLIFUN Ása Björg Ásgeirsdóttir gæti vel hugsað sér að fara aftur í
munkahofið. Mynd/Úr einkasafni