Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 10

Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 10
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ALÞINGI Sem stendur liggur ekki fyrir ákvörðun um byggingu nýrr- ar heilsugæslustöðvar á landinu. Þetta kemur fram í svari Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Margrétar Gauju Magnúsdóttur, varaþing- manns Samfylkingarinnar. „Í slíkar framkvæmdir verður ekki ráðist nema að fyrir liggi fjár- veitingar frá Alþingi, sem byggjast á raunhæfu mati á þeim þörfum sem fyrir liggja á hverjum stað á hverjum tíma,“ segir í svari ráð- herra. Jafnframt kemur fram að stefna eigi að fjölgun sérnáms- staða í heimilislækningum. - óká Vilja fleiri sérnámsstöður: Ekki byggt án þarfagreiningar HEILSUGÆSLA Heilbrigðisráðherra segir verið að skoða í heild ýmsa þætti heil- brigðisþjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SJÁVARÚTVEGUR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á hafráðstefnu vefrisans Google sem haldin var í höfuð- stöðvum fyrirtækisins á miðviku- dag. Fjallað var um verndun auðlinda hafsins, nýtingu upplýsingatækni til eflingar sjálfbærra fiskveiða og hvernig styrkja megi eftir- lit með veiðum og vinnslu. Jafn- framt eru á ráðstefnunni rakin ýmis dæmi um árangursríkar aðgerðir á þessu sviði. Rætt var hvernig stuðla mætti að samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs í þágu hafverndunar, bæði innan og utan efnahagslögsögu einstakra landa. Ýmsir stjórnendur Google, sér- fræðingar, vísindamenn og tækni- fræðingar víða að úr veröldinni sóttu ráðstefnuna. Í ræðu sinni sagði Ólafur Ragnar mikilvægt að varðveita sjávarauðlindir á norðurslóðum. Þá ræddi hann einnig samstarf við Google um beitingu gervihnatta í því skyni. - kóh Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sótti heim hafráðstefnu Google: Gervihnettir nýtist til verndunar FORSETINN Ólafur Ragnar Grímsson ræddi mögulegt samstarf íslenskrar útgerðar við Google. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Bréf HB Granda verða tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- stjóri HB Granda, hringir bjöllu Kauphallarinnar við athöfn klukkan 9.25. Að því loknu verður opnað fyrir viðskipti með bréf fyrirtækis- ins á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Fyrirtækið verður eina sjávar- útvegsfyrirtækið á Aðalmarkaði en hingað til hefur það verið skráð á First North-markað Kauphallar- innar. - kóh Forstjórinn hringir bjöllu: HB Grandi á Aðalmarkað SVÍÞJÓÐ Fjórum lögreglumönnum í Jönköping í Svíþjóð þótti maður í líkamsræktarstöð með óvenju- mikla bakvöðva. Að æfingum lokn- um var hann yfirheyrður og látinn skila þvagprufu þar sem hann var grunaður um ólöglega lyfjaneyslu. Þá var leitað á heimili mannsins. Þvagsýnið var neikvætt og aðeins fundust koffíntöflur á heimilinu. Maðurinn kærði til stjórnsýslu- eftirlitsmanns, sem gagnrýnir húsleitina. Önnur rannsókn þótti honum eðlileg. - ibs Maður færður til yfirheyrslu: Bakvöðvarnir grunsamlegir LÖGREGLUMÁL Varað við símahröppum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir margar tilkynningar um svikastarfsemi hafa borist undanfarið. „Sérstaklega er kvartað undan ónæði gegnum síma, en þá er hringt úr númeri erlendis, en þegar svarað er, er enginn til staðar,“ segir í tilkynningu lögreglu. Svindlið gangi út á að fá fólk til að hringa til baka. „En númerið er þá gjaldskylt og gjaldið hreint ansi hátt. Mikilvægt er því að hringja alls ekki til baka, nema að vitað sé hver er að hringja.“ ATVINNULÍF ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í gær svokallað byggðakort fyrir Ísland, það er til- lögu Íslands um svæði þar sem veita má byggðaaðstoð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2020. Í frétt á vef ESA segir að kortið skilgreini þau svæði þar sem leið- beiningarreglur ESA um byggða- aðstoð gilda. Samkvæmt kortinu er landinu skipt upp í tvö svæði, höfuð- borgarsvæðið og landsbyggðina, þar sem 35,9 prósent þjóðarinnar búa. Tekið er fram að samþykki ESA feli ekki í sér samþykki á ríkisaðstoð. Í frumvarpi til laga um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, sem lagt var fram á Alþingi í vetur, segir í sjöundu grein að ívilnun á grundvelli byggðaaðstoðar geti að hámarki numið 15 prósentum af skilgreindum fjárfestingarkostnaði þess fjárfestingarverkefnis sem sótt er um ívilnun fyrir. Fyrir meðalstór fyrirtæki sé hámark ívilnunar 25 prósent af fjár- festingarkostnaði og fyrir lítil fyrir- tæki sé hámark ívilnunar 35 prósent af fjárfestingarkostnaði. Sá sem sækir um ívilnun skal sýna fram á að án þeirra verði fjárfestingin ekki arðbær. Íviln- anir skuli aðeins boðnar umsækj- anda ef útreikningar gefa með skýrum hætti til kynna að fyrir- huguð fjárfesting hafi í för með sér jákvæð áhrif á þróun byggðar jafnt til lengri sem skemmri tíma. - ibs Svæðin liggja fyrir þar sem veita má byggðaaðstoð til ársloka 2020: ESA samþykkir byggðakortið FRÁ SIGLUFIRÐI Miklar áætlanir eru um nýsköpun á Siglufirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Það kemur til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestinga- sjóði og einstaklinga til að fjár- festa í skógrækt hér á landi að sögn Jóns Gunnarssonar þingmanns. Hann er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að skora á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Jón segir að með því að velja rétta staði á landinu til að rækta skóg og rækta réttar trjá tegundir geti fjárfesting í skógrækt skilað arði eftir 20 ár. Það þurfi því að skapa tímabundna hvata fyrir fjár- festa til að koma að skógræktar- verkefnum. „Til að hætta fé í nýja fjár fest- ingar leið með langan biðtíma fram að fyrstu tekjum þarf að skapa skammtímahvata fyrir fjárfesta,“ segir Jón og bætir við að skatta- ívilnun þar sem fjárfesting í viður- kenndum skógræktarsjóði sé frá- dráttarbær frá skattstofni sé líkleg til að mynda þennan skammtíma- ávinning. Jón segir að að ýmsu sé að hyggja varðandi skógrækt hér á landi, ekki síst hvað varðar land- mat. Eins og staðan sé í dag geti bændur farið út í skógræktarverk- efni á jörðum sem henta ekki nógu vel til ræktunar. Ef menn ætli að gera skógrækt að alvöru atvinnu- grein sé þetta eitt af því sem þurfi að skoða sérstaklega. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að menn viti hvaða tegundir hafi þrifist best í hverjum lands- hluta, enda hafi menn orðið 100 ára reynslu af skógrækt hér á landi. Með hlýnandi loftslagi sé þó nauð- synlegt að auka rannsóknir því hlýnun geti haft gríðarleg áhrif á vöxt og framgang skóga. Hann segir að skógrækt hafi skilað um 100 milljónum í tekjur árið 2008 en skili nú um 350 milljónum á ári. Tekjuaukningin sé til komin vegna grisjunar á elstu skógunum. Þau tré sem hafi verið höggvin hafi verið nýtt í ýmsar afurðir sem hægt hafi verið að selja. Á sama tíma og skógræktin hafi aflað sér tekna með þessum hætti hafi framlög til skógræktar úr ríkis- sjóði dregist saman um 40 prósent. „Þetta hefur þær afleiðingar að litlu hefur verið plantað af trjám síðustu fimm árin. Það þýðir að eftir hálfa öld kemur tíu ára eyða í þróun skóga hér á landi,“ segir Jón Loftsson. johanna@frettabladid.is Skattaívilnanir lagðar til handa skógarfjárfestum Menn vilja efla skógrækt sem alvöru atvinnugrein og laða að fjárfesta. Fjárveitingar til skógræktar hafa minnkað um 40% frá 2008 en á sama tíma hafa tekjur af skógarhöggi aukist úr 100 milljónum í 350 milljónir. JÓN LOFTSSONJÓN GUNNARSSON NYTJASKÓGUR Menn vilja gera skógrækt að alvöru atvinnugrein hér á landi. Fjár- magn til skógræktar hefur verið af skornum skammti síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í fyrstu grein laga um landshlutaverkefni í skógrækt segir að í því skyni að skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf eigi að úthluta fé á fjárlögum hvers árs. Stefnt skal að ræktun skóga á að minnsta kosti fimm prósentum af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir sjávarmáli, alls eru það 214 þúsund hekt- arar. Árið 2010 var búið að planta í 18.400 hektara. Fimm prósent láglendis undir skóga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.