Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 16
25. apríl 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Lokað er mánudaginn 28. apríl vegna útfarar Guðnýjar Guðrúnar Jónsdóttur. Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinn- ingur sé af umhverfisvænni lífsháttum. Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum. Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauð- synleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent. Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið. Mörg okkar telja að við sóum ekki mat. Staðreyndin er hins vegar önnur. Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir. Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka til dæmis í drykk. Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borð- ið og hann kláraðist ekki. Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vör- urnar fyrst og henda hinum. Matarsóun er að henda restinni úr túp- unni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota. Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. Já, matarsóun er víðtæk. Dagur umhverfisins minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði. Til hamingju með daginn. Dagur umhverfi sins UMHVERFIS- VERND Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfi s- og auðlindaráðherra ➜ Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði já- kvæð og nauðsynleg. Þannig virðast fl estir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. M ál halda áfram að þróast til verri vegar í Úkraínu. Stjórnarherinn hefur að undanförnu tekizt á við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins, sem njóta beins og óbeins stuðnings Rússa. Pútín Rússlandsforseti og Sergej Sjoigú, varnar- málaráðherra Rússlands, hafa haft í grófum hótunum við úkra- ínsk stjórnvöld og Rússar halda áfram að ýta undir sundrungina í landinu. Þá hefur verið efnt til umfangsmikilla heræfinga rúss- neska hersins meðfram landa- mærum Úkraínu. Áform Rússa fara ekkert á milli mála; að ná yfirráðum í Austur-Úkraínu þótt þeir fari ekki endilega sömu leið og á Krímskaga, sem var inn- limaður í Rússland. Bandaríkin, sem voru óvið- búin hinni nýju og árásargjörnu stefnu Rússlands, hafa hægt og rólega verið að átta sig á að hvort sem þeim líkar betur eða verr verða þau enn á ný að virka sem mótvægi gegn ágangi Rússa á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur hundruð her- menn til aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Austur- Evrópu og hóta Rússum nú umfangsmeiri efnahagsþvingunum. Sumir tala um að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu. Svo mikið er víst að Bandaríkjamenn eru nú farnir að skoða leiðir til að halda Rússum í skefjum eins og á árum kalda stríðsins. Í því felst að beita efnahagsþvingunum sem draga úr mætti Rússa til að beita nágrannaríkin kúgun. Þetta er hins vegar flóknara verkefni en fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum, af því að heimurinn er margslungnari. Hann skiptist ekki í andstæðar fylkingar kapítalískra lýðræðisríkja og kommúnísks alræðis og áætlanabúskapar. Efnahagslíf Rúss- lands er ekki lengur einangrað; það er orðið hnattvætt og mörg ríki, sem Bandaríkjamenn telja til bandamanna sinna, eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Það er þess vegna snúið að grípa til refsiaðgerða sem bíta gegn Rússum. Að einhverju leyti skaðar framganga þeirra í Úkraínu þá sjálfkrafa; ríki sem veður yfir nágrannana og sýnir alþjóðalögum fullkomið virðingarleysi, er ekki sérstaklega girnilegur fjárfestingarkostur eða viðskipta- félagi. Enn og aftur horfa Evrópuríkin til Bandaríkjanna sem öflugasta ríkis heims, til að skakka leikinn og halda Rússum á mottunni. Forsenda þess að Bandaríkin láti til sín taka er hins vegar að Evrópuríkin axli líka sína ábyrgð. Þau þurfa til dæmis sum hver að finna leiðir til að verða síður háð Rússum um orku. Evrópsk fyrirtæki geta þurft að taka á sig kostnað og óþægindi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Síðast en ekki sízt þarf NATO að efla varnarviðbúnað sinn og nú verða evrópsku aðildar- ríkin að gera svo vel að leggja hlutfallslega jafnmikið af mörkum til hinna sameiginlegu varna og Bandaríkin, jafnvel þótt varnar- málaútgjöld séu ekki vinsæl hjá kjósendum. Annars er ekki hægt að ætlast til að Atlantshafssamstarfið virki eins og það á að gera. Evrópuríkin hafa þó alveg skýran hvata til að standa sig í þessu verkefni. Ef þau gera það ekki, þýðir það afturhvarf til þess tíma þegar landamærum í álfunni var breytt með hervaldi og ofbeldi. Sagan ætti að kenna okkur að láta það aldrei gerast. Flókið verkefni blasir við Vesturlöndum: Að halda Rússum á mottunni Á meðal frjálslyndra Á meðan framsóknarmenn í Reykjavík leita logandi ljósi að einhverjum til að skipta fyrsta sætið á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar er leiðtoginn Sigmundur Davíð Gunn- laugsson í Rotterdam. Þar situr hann alþjóðaþing frjálslyndra flokka þar sem hann ræðir við leiðtoga annarra frjálslyndra flokka. Á annað hundrað flokka eiga aðild að samtökunum að því er kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum. Í Rotterdam mun Sigmundur Davíð taka þátt í umræðum um fríverslun, sam- steypustjórnir og erindi frjálslyndra gilda við fólk á 21. öld. Það er sumsé mikið frjálslyndislíf í Rotterdam þessa dagana og gaman væri að fá fregnir af því hvað for- sætisráðherrann hefur til málanna að leggja þar. Dregið úr spennu Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir á Evrópuvaktinni að ákvörðun Guðna Ágústssonar um að gefa ekki kost á sér til framboðs hafi dregið úr spennu sem var byrjuð að myndast í borginni. Ef Guðni hefði farið fram hefði hann tekið fylgi frá öllum flokkum, ekki síst frá Sjálfstæðisflokknum. Ef þetta er rétt hjá Styrmi ætti sjálf- stæð- is- mönnum að vera stórlega létt í kjölfar ákvörðunar Guðna. Baráttan ekki hafin Það fréttist lítið af kosningabaráttu flokkanna í borginni, hin eiginlega kosningabarátta er ekki hafin. Í stað þess að ræða málefni ræða menn framboðsmál framsóknarmanna í þaula. Framsóknarmenn hafa verið linnulítið í fréttum undanfarnar vikur og því hefur oft verið haldið fram að það skipti máli varðandi fylgi flokka hvort þeir ná athygli fjölmiðla. Það verður því gaman að sjá hvort fylgi framsóknarmanna vex á næstunni en í skoðanakönn- unum hafa þeir verið að mælast með tveggja til fjögurra prósenta fylgi. johanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.