Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 49
FÖSTUDAGUR 25. apríl 2014 | LÍFIÐ | 33
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
12.10 Tónleikarnir Hjartsláttur, úr
tónleikaröðinni Andrými í litum og
tónum, verða haldnir í Listasafni
Íslands. Flutt verða tónverk eftir
Claude Debussy, Jean Michel Damase
og Eugéne Bozza. Flytjendur verða
Berglind Stefánsdóttir, Dagný Marinós-
dóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Karen
Erla Karólínudóttir.
12.15 Hádegistónleikar Tríós Reykja-
víkur í samstarfi við
Listasafn Reykjavíkur
þar sem flutt verður
Vorið úr Árs-
tíðum Vivaldis
með aðstoð
nemenda úr
Listaháskóla
Íslands og
Tónlistar-
skólanum í
Reykjavík. Á
tónleikunum
verður leikið
píanótríó eftir
Beethoven
op.1 nr. 1, en í
aðalhlutverki er
Vorið úr Árstíðum
Vivaldi. Tónleikarnir
eru á Kjarvalsstöðum
og er aðgangur ókeypis.
20.00 Tónleikar Karlakórsins Þrasta
ásamt hljómsveit í Víðistaðakirkju.
20.30 Haukur og félagar frumflytja nýja
og spennandi tónlist Hauks í Kirkju-
holli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.
21.00 Stúdíó Hljómur kynnir á ný
tónleikaröðina/hljómsveitakeppnina
Eflum íslenskt tónlistarlíf. Eins og
áður er engin dómnefnd, heldur sjá
áhorfendur alfarið um val á þeim
hljómsveitum sem fá frí lög í upp-
tökum. Hljómsveitirnar sem koma
fram eru Aeterna, Daedra, Skerðing,
Hörmung og Rafmagnað.
21.00 Árstíðaskiptunum fagnað
á Loft Hostel með tónlistarveislu.
Skotinn Mick Hargan og Kanadabúinn
Sarah Noni koma fram. Bæði eru þau
söngvaskáld sem hlotið hafa fádæma
viðtökur á tónleikum víða um heim.
Aðgangur er ókeypis.
21.00 Kanadíski tónlistarmaður-
inn David Porteous kemur fram í
Stúdentakjallaranum. David, sem býr
í Toronto, er þrítugur tónlistar- og
kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur
samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda
og hlotið fyrir það ýmsar viðurkenn-
ingar og tilnefningar. Aðgangur er
ókeypis.
Fræðsla
12.00 Hádegisleiðsögn í Hafnarborg
um sýningarnar Shop Show
og Hnallþóra í sólinni–
Dieter Roth.
Ópera
12.00 Tón-
listarhópurinn
Lýran verður
með kynn-
ingu á
óperettunni
Orfeus í
Undirheim-
um eftir
Offenbach
í hádeginu í
Háteigskirkju.
í óperett-
unni Orfeus í
Undirheimum eftir
Offenbach er fjöl-
breytt fjör í skemmtilegu
sögusviði. Tónleikarnir taka um
hálfa klukkustund en aðgangseyrir er
1.000 krónur.
Sýningar
17.00 Unnur Óttarsdóttir, meistara-
nemi í myndlist við Listaháskóla
Íslands, opnar einkasýningu í Kubbn-
um, sýningarrými myndlistardeildar
að Laugarnesvegi 91.
21.00 Tamara Vickokova og Rafael
Elders setja fram spurningu um ein-
hverfu í sýningunni Ef þú gefur mér
smá tíma … á Litlu Kaffistofunni,
Hverfisgata 44.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
„Við erum að gera þetta til þess að
gefa ungum og efnilegum hljóm-
sveitum ákveðinn stökkpall og byr
í seglin,“ segir Kristján Haralds-
son, eigandi Stúdíó Hljóms. Hann
stendur fyrir keppni sem kallast
Eflum íslenskt tónlistarlíf og fer
keppnin fram á Gamla Gauknum í
kvöld, í formi tónleika.
„Þetta eru tónleikar á Gauknum
þar sem sveitirnar koma fram og
keppast um að fá að taka upp lag
frítt í Stúdíói Hljóm,“ útskýrir
Kristján. Áhorfendur á svæðinu
kjósa svo í lýðræðislegum kosning-
um sigurvegarana og er því engin
sérstök dómnefnd að dæma. Hver
hljómsveit hefur fimmtán mínútur
til þess að heilla áhorfendur.
„Það eru bönd að taka þátt sem
hafa til dæmis tekið þátt í Músík-
tilraunum. Til dæmis í fyrra tók
hljómsveitin In The Company of
Men þátt en hún hafði skömmu áður
lent í öðru sæti í Músíktilraunum.“
Kristján segir það ekki sjálf-
gefið að ungar hljómsveitir fái
svona tækifæri en þetta er í sjötta
sinn sem hann stendur fyrir svona
keppni. „Þetta hefur alltaf gengið
mjög vel og hefur salurinn ávallt
verið þétt setinn. Það er líka gaman
að sjá hljómsveitirnar kynnast, því
oft sér maður hljómsveitir spila
saman á tónleikum eftir að hafa
spilað í þessari keppni og vinskapur
myndast,“ bætir Kristján við.
Allir tónleikarnir eru teknir upp
og upptökurnar verða svo spilaðar í
útvarpsþættinum Skúrinn á Rás 2
á næstunni.
Í kvöld keppa hljóm sveitirnar
Aeterna, Daedra, Skerðing,
Hörmung og Rafmagnað.
Húsið opnar klukkan 21.00 og
fyrsta sveit stígur á stokk á slaginu
22.30.
Það er frítt inn á tónleikana. - glp
Stökkpallur fyrir ungar
og efnilegar hljómsveitir
Áhorfendur velja sigurvegara hljómsveitarkeppninnar í lýðræðislegri kosningu.
SÍÐUSTU SIGURVEGARAR
Hljómsveitin In the Company
of Men sigraði í síðustu keppni.
FÖSTUDAGUR
VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ
.
Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir
einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu.
Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
*
Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
5 stjörnu öryggi!