Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 6
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu mikið lækkar verð á einum lítra af bensíni samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra? 2. Í hvaða landi er bókin Blái hnött- urinn eftir Andra Snæ Magnason til- nefnd til virtra barnabókaverðlauna? 3. Hvað þarf háa fjárhæð í bráðavið- hald á Landspítalanum? SVÖR: 1. Um 89 aura. 2. Bretlandi. 3. 4,4 milljarða. SJÁVARÚTVEGUR Útreikningar atvinnuvegaráðuneytisins á sér- stökum veiðigjöldum botnfisk- afla reyndust rangir er þeir voru sendir til atvinnuveganefndar 4. maí. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að lækkun veiðigjalda vegna skulda útgerðarinnar næmi um 1.300 milljónum króna og því sætu eftir í ríkissjóði aðeins 285 milljónir. Atvinnuvegaráðuneytið telur villu í útreikningum sínum og að lækkun veiðigjalds vegna skulda nemi um einum milljarði. Því komi 585 milljónir í ríkissjóð. - sa Röng áætlun veiðigjalda: Munurinn 300 milljónir króna SVEITARSTJÓRNIR „Eftir hrun voru laun bæjarfulltrúa og nefnda lækkuð um 10 prósent og hefur skerðing bæjarfulltrúa ekki verið tekin til baka eins og hjá nefnd- um,“ segir í bókun bæjarráðs Grundarfjarðar sem nú hefur aftur kallað þessa skerðingu. Skerðingunni frá hruni verður skilað til baka frá og með næstu mánaðamótum. Þá voru sam- þykkt drög að launum bæjar- fulltrúa og nefnda sem taka eiga gildi um næstu áramót. - gar Afturkalla fyrri lækkun: Bæjarfulltrúar fá hærri laun NÁTTÚRA Skotveiðimenn vilja að rannsóknir á refastofninum verði auknar til muna. Meta verði áhrif sífellt stækkandi stofns á lífríkið. „Við teljum að þær rannsóknir sem unnið er að núna séu takmarkaðar,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. Elvar segir að tilgáta sem sagt var frá í Fréttablaðinu nýverið um að veiðimenn setji út svo mikið æti að vetrarlagi að stofninn styrk- ist áhugaverða, en rannsaka verði áhrifin mun meira. Atvinnuskyttur einar fá að sitja um greni að vorlagi, en á veturna geta aðrir veiðimenn fengið leyfi landeigenda til að veiða ref. Þá er yfirleitt sett út æti og setið um þá refi sem sækja í það. Skotveiðimenn segja almenning eiga að fá að koma að veiðum á ref eins og öðrum villtum stofnum. „En það er líka eðlilegt að það sé skráð sem er borið út, enda minnkar það líkur á að það verði of mikið,“ segir Elvar sem vill auknar rann- sóknir á refastofninum. - bj Skotveiðimenn vilja láta vinna mat á áhrifum stækkandi refastofns á lífríkið: Efast um að veiði fjölgi refum SAMFÉLAG Það að barnafjöl- skyldur fatlaðra og öryrkja eigi erfitt eða nær ómögulegt með að ná endum saman, eins og kemur fram í nýrri rannsókn á kjörum þeirra, kemur Ellen Calmon, for- manni Öryrkjabandalags Íslands, í raun ekki á óvart. Það sem kemur henni á óvart er hversu fáir sveitarstjórnar- menn hafa þekkingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Framkvæmda- áætlun um málefni fatlaðs fólks, eða aðeins 19 prósent. „Við höfðum heyrt að barna- fjölskyldurnar hefðu það mun verra fjárhagslega en aðrir en núna fengum við ákveðna stað- festingu á því,“ segir Ellen um niðurstöður rannsóknar sem Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, fékk Rannsóknasetur í fötlunar- fræðum og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera til að kanna aðstæður og reynslu fatl- aðra og öryrkja. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð er eftir að málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að mikill munur er á aðstoð við fatlaða og öryrkja eftir sveitarfélögum. „Lífeyrisgreiðsl- urnar koma frá ríkinu en ef fólk hefur einhverra hluta vegna ekki rétt á þeim eða er ekki á atvinnu- leysisbótum getur munað tugum þúsunda á framfærslustyrk sveitar félaga. Maður fer þá að velta fyrir sér sér hvort það sé ódýrara að kaupa mjólk í sveitar- félagi A en í sveitarfélagi B.“ Ellen segir nauðsynlegt að samræma þjónustu milli sveitar- félaganna. „Fatlaðir og öryrkjar óttast að flytja milli sveitar- félaga. þeir eru hræddir um að þurfa að bíða kannski í marga mánuði eftir mati á rétti til nauð- synlegrar þjónustu sem þeir hafa í því sveitarfélagi sem þeir búa í. Fólk óttast mest að missa þá þjónustu sem það hefur, eins og til dæmis notendastýrða persónu- lega aðstoð, en eftir yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga er þjónustan bundnari lögheim- ili en áður. Það þarf að losa um þessa átthagafjötra.“ Átthagafjötrarnir eru einnig innan Reykjavíkur, að sögn Ellenar. „Það getur verið mis- munandi þjónusta eftir hverf- um í Reykjavík. Þjónustumið- stöðvarnar veita ekki allar sömu þjónustu. Þetta kom fram í eigind- legum viðtölum rannsóknarinnar. Ekki er ljóst um hvaða þjónustu- þætti er að ræða.“ Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu jafnframt í ljós að tiltölu- lega fáir telja sig fá þá þjónustu hjá sveitarfélögunum sem þeir eiga rétt á. „Langflestir nefndu heimilisþjónustu eins og þrif sem þeir fengu ekki.“ Ríflega helmingur þeirra sem fá þjónustu ræður frekar litlu um hvenær og hvernig þjónusta er veitt og hver veitir hana. Tæplega 40 prósentum finnst mjög eða frekar erfitt að fá upplýs ingar um þá þjónustu sem sveitar félag þeirra veitir fötluðu fólki. Að sögn Ellenar Calmon ætlar Öryrkjabandalagið að fræða frambjóðendur í sveitarstjórnar- kosningunum um samning Sameinuðu þjóðanna og fram- kvæmdaáætlunina. „Við erum búin að útbúa bæklinga sem við dreifum til frambjóðendanna fimm þúsund með upplýsingum um þetta tvennt. Ég lít á niður- stöður þessarar könnunar sem tækifæri til að taka á þessum málum og hvet menn til þess að kynna sér skýrsluna. Þeir eiga ekki að vera leiðir, heldur hugsa sem svo að nú sé lag til að bæta samfélagið.“ Tryggingastofnun valdi 2.000 manna úrtak til rannsókn- arinnar. Af þeim tóku 1.742 þátt. Af 162 manna úrtaki kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitar- félaga tóku 149 þátt. Könnunin var gerð í lok síðasta árs og í upp- hafi þessa. ibs@frettabladid.is Fatlaðir og öryrkjar óttast flutning milli sveitarfélaga Mismunandi þjónusta eftir sveitarfélögum og einnig eftir hverfum í Reykjavík. Losa þarf um átthagafjötrana og samræma þjónustuna við fatlaða og öryrkja, segir Ellen Calmon. Sveitarstjórnarmenn skortir þekkingu. Það getur verið mismunandi þjónusta eftir hverfum í Reykjavík. Þjónustumiðstöðvarnar veita ekki allar sömu þjónustu. GRUNDARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar fá 10 prósenta launalækkun til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VLHELM VEIDDUR Tófum hefur fjölgað á undan- förnum árum þrátt fyrir aukna veiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Daða Frey Krist- jánssyni fyrir að hafa numið tvær sjö ára stúlkur á brott og brotið gegn þeim kynferðislega. Daði skipaði stúlkunum upp í bíl sinn í Árbæ þann 9. janúar í fyrra og sagðist ætla að fara með þær í verslun þar sem þær hefðu verið að stela vörum. Þess í stað ók hann með þær sem leið lá á malarveg sunnan við Morgunblaðshúsið og stöðvaði þar bílinn. Þegar í Hádegismóa var komið settist Daði í aftursætið á bíl sínum þar sem stúlkurnar sátu. Hann spurði þær hvort þær ættu kærasta, kyssti aðra þeirra á kinnina og strauk þeim báðum um maga og læri utan klæða. Þessu næst ók Daði stúlkunum aftur á staðinn þar sem hann hafði numið þær á brott. Fram kemur í dómnum að stúlkurnar hefðu verið logandi hræddar við manninn sem nam þær á brott. Daða er gert að greiða báðum stúlkunum 800 þúsund krónur og skal sæta fangelsi í þrjú ár. - ssb Hæstiréttur staðfestir dóm yfir manni fyrir kynferðisbrot og frelsissviptingu: Nam tvær sjö ára stelpur á brott EFTIRLÝSTUR Lögreglan sendi fjölmiðlum þessa mynd úr eftir- litsmyndavélakerfi Krónunnar þegar leit stóð yfir að Daða. ENGA FORDÓMA Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, segist taka undir baráttu Pollapönks gegn fordómum. Í rannsókn á viðhorfi til fatlaðra og öryrkja kom í ljós að mestir for- dómar eru gegn geðfötluðum og fólki með þroskahömlun. MYND/ÖBÍ 19 prósent sveitarstjórnarmanna hafa þekkingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. SVEITARSTJÓRNIR „Undirritaður leggur til að Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum verði boðið að flytja starfsemi sína í Guðmundar lund tímabundið til fimm ára á meðan Orkuveita Reykjavíkur vinnur var- anlega bug á brennisteinsvetnis- mengun frá Hellis heiðar virkjun,“ segir í tillögu Hjálmars Hjálmars- sonar úr Næst besta flokknum í bæjarráði Kópavogs í gær. Í Guðmundarlundi í Heiðmörk er hús sem Skógræktarfélag Kópa- vogs vill leigja bænum. - gar Tillaga í bæjarráði Kópavogs: Waldorfskólinn í Heiðmörkina? VEISTU SVARIÐ? PL620 Comfort Vinsælasta hjólið, dempun í sæti, brettasett fylgir, dömu og herrastell Verð kr. 86.995.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.