Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 58
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42
Mörkin: 1-0 Sveinbjörn Jónasson (33.), 2-0
Pape Mamadou Faye (69.), 2-1 Alexander Már
Þorláksson (88.).
VÍKINGUR (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 - Ómar
Friðriksson 6, Óttar Steinn Magnússon 7, *Igor
Taskovic 8, Halldór Smári Sigurðsson 6 - Kristinn
Magnússon 7, Harry Monaghan 6, Dofri Snorrason
6 (81. Arnþór Ingi Kristinsson -)- Agnar Darri
Sveinsson 6 (50. Pape M. Faye 7), Todor Hristov 7,
Sveinbjörn Jónasson 7 (62. Ívar Örn Jónsson 6).
FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Orri
Gunnarsson 5, Ingiberg Ólafur Jónsson 4, Einar
Bjarni Ómarsson 5, Ósvald Jarl Traustason
5 - Viktor Bjarki Arnarsson 5, Hafsteinn Briem
5, Arnþór Ari Atlason 5 - Ásgeir Marteinsson 5
(32. Aron Bjarnason 5), Aron Þórður Albertsson
5 (81. Alexander Már Þorláksson -), Guðmundur
Magnússon 5.
Skot (á mark): 10-15 (6-7) Horn: 6-9
Varin skot: Ingvar Þór 5 - Ögmundur 4
2-1
Gervigras í Lau.
Áhorf: 720
Guðmundur
Ársæll G. (7)
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
Mörkin: 0-1 Haukur Heiðar Hauksson (2.), 1-1
Elfar Árni Aðalsteinsson (38.), 1-2 Óskar Örn
Hauksson (57.).
BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6
- Guðmundur Friðriksson 4, Damir Muminovic 6,
Elfar Freyr Helgason 6, Jordan Halsman 5 - Stefán
Gíslason 6 (83., Tómas Óli Garðarsson -), Finnur
Orri Margeirsson 5, Andri Rafn Yeoman 4 - Páll
Olgeir Þorsteinsson 5, (68., Ellert Hreinsson -),
Árni Vilhjálmsson 4 (78., Elvar Páll Sigurðsson -),
Elfar Árni Aðalsteinsson 6.
KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 - Haukur
Heiðar Hauksson 7, Grétar Sigfinnur Sigurðsson
7, Aron Bjarki Jósepsson 6, Ivar Furu 5 - Farid
Zato 5, Baldur Sigurðsson 6, Atli Sigurjónsson 5
(28., Þorsteinn Már Ragnarsson 4) - Emil Atlason
4, *Óskar Örn Hauksson 7, Gary Martin 6 (86.,
Kjartan Henry Finnbogason -).
Skot (á mark): 8-12 (3-8) Horn: 2-6
Varin skot: Gunnleifur 6 - Stefán Logi 1
1-2
Samsung-v.
Áhorf: Óuppg.
Þóroddur
Hjaltalín (7)
Mörkin: 1-0 Atli Guðnason (17.), 2-0 Kristján
Gauti Emilsson (46.), 3-0 Kassim Doumbia (78.).
FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6 - Jón
Ragnar Jónsson 7, Pétur Viðarsson 6, Kassim
Doumbia 7, Guðjón Árni Antóníusson 6 - Samuel
Hewson 8 (77. Hólmar Örn Rúnarsson -), Davíð
Þór Viðarsson 7 (83. Böðvar Böðvarsson -),
Emil Pálsson 6 (68. Albert Brynjar Ingason 5) -
Ingimundur Níels Óskarsson 6, Atli Guðnason 8,
*Kristján Gauti Emilsson 8.
FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 - Elís
Rafn Björnsson 4, Stefán Ragnar Guðlaugsson 5,
Ásgeir Eyþórsson 5, Kjartan Ágúst Breiðdal 3 (55.
Viktor Örn Guðmundsson 4) - Daði Ólafsson 3,
Tómas Joð Þorsteinsson 5, Ryan Maduro 3 (70.
Andew Sousa 5) - Ásgeir Örn Arnþórsson 2 (66.
Sadmir Zekovic 5), Ragnar Bragi Sveinsson 4,
Gunnar Örn Jónsson 3.
Skot (á mark): 24-4 (13-4) Horn: 11-6
Varin skot: Róbert Örn 3 - Bjarni Þórður 6
3-0
Kaplakrikav.
Áhorf: 1136
Erlendur
Eiríksson (7)
Mörkin: 0-1 Ólafur Karl Finsen (45.), 0-2
Sjálfsmark Matt Garner (65.), 1-2 Arnar Bragi
Bergsson, víti (84.)
ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 4 - Óskar Elías Zoega
Óskarsson 4, Eiður Aron Sigurbjörnsson 5, Jón
Ingason 5, Matt Garner 5 - Jökull I. Elísabetarson
5, Gunnar Þorsteinsson 5 (68. Atli Fannar Jónsson
-), Ian David Jeffs 5 (68. Arnar Bragi Bergsson -) -
Bjarni Gunnarsson 4, Jonathan Ricardo Glenn 3
(80. Dean Edwart Martin -), Víðir Þorvarðarson 5..
STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 5 - Niclas
Vemmelund 5, Martin Rauschenberg 6, Daníel
Laxdal 6, Hörður Árnason 5 - Atli Jóhannsson 6,
*Michael Præst 7, Heiðar Ægisson 5 (74. Þorri
Geir Rúnarsson -) - Ólafur Karl Finsen 7, Jeppe
Hansen 6 (74. Jón Arnar Barðdal -), Arnar Már
Björgvinsson 6 (77. Baldvin Sturluson -)..
Skot (á mark): 9-7 (6-4) Horn: 7-4
Varin skot: Dhaira 2 - Ingvar 4
1-2
Hásteinsvöllur
Áhorf: 516
Gunnar Jarl
Jónsson (6)
Mörkin: 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (18.),
0-2 Þórir Guðjónsson (35.), 1-2 Ármann Pétur
Ævarsson, víti (73.).
ÞÓR (4-3-3): *Sandor Matus 8 - Sveinn Elías
Jónsson 4, Hlynur Atli Magnússon 5, Orri Freyr
Hjaltalín 5, Ingi Freyr Hilmarsson 4 - Halldór Orri
Hjaltason 2 (39., Kristinn Þór Björnsson 5) (90.,
Kristinn Þór Rósbergsson -), Jónas Björgvin Sigur-
bergsson 5, Ármann Pétur Ævarsson 6 - Jóhann
Helgi Hannesson 5, Þórður Birgisson 5 (85., Atli
Jens Albertsson -), Sigurður Marinó Kristjánsson 5.
FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 5 - Guðmundur
Þór Júlíusson 5 (76. Gunnar Valur Gunnarson
-), Bergsveinn Ólafsson 6, Haukur Lárusson 6,
Matthew Ratajczak 5 - Illugi Gunnarsson 5,
Gunnar Már Guðmundsson 7, Guðmundur Karl
Guðmundsson 5; Þórir Guðjónsson 7 (85. Viðar
Ari Jónsson -), Ragnar Leósson 6, Christopher Paul
Tsonis 6 (64. Júlíus Orri Óskarsson 5). .
Skot (á mark): 14-12 (4-6) Horn: 2-2
Varin skot: Matus 3 - Þórður 2
1-2
Þórsvöllur
Áhorf: Óuppg.
Kristinn
Jakobsson (x)
PEPSI DEILDIN 2014
NÆSTU LEIKIR
11. maí: 19.15 Fjölnir - Valur. 12. maí: 18.00
Fylkir - ÍBV, 19.15 Fram - Þór, Keflavík - Breiða-
blik, Stjarnan - Víkingur, 20.00 KR - FH.
HANDBOLTI Eyjamenn jöfnuðu úrslitaeinvígið
á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta
í gærkvöldi eftir tveggja marka sigur í öðrum
leiknum í Vestmannaeyjum, 25-23.
Haukarnir voru yfir stóran hluta leiksins en
Eyjamenn lönduðu sigrinum með frábærum
seinni hálfleik sem þeir unnu 15-10. Eyjamenn
gerðu endanlega út um leikinn þegar þeir
skoruðu fjögur mörk í röð í stöðunni 21-21.
Róbert Aron Hostert var frábær í liði ÍBV í
seinni hálfleiknum og skoraði þá öll sex mörkin
sín auk þess að gefa fullt af stoðsendingum.
Haukarnir komust mest fjórum mörkum yfir í
fyrri hálfleiknum (9-5) og voru 13-10 yfir í hálf-
leik. Þriðji leikur liðanna er í Schenker-höllinni á
Ásvöllum á morgun.
Eyjamenn jöfnuðu einvígið í gær
FÓTBOLTI Fjölnir úr Grafarvogi
byrjar frábærlega í Pepsi-deild karla
í fótbolta en nýliðarnir unnu annan
leikinn í röð í gærkvöldi þegar þeir
sóttu 2-1 sigur í greipar Þórs á
Akureyri. Gunnar Már Guðmundsson
skoraði annan leikinn í röð og Þórir
Guðjónsson bætti við marki fyrir
Fjölnismenn sem eru með sex stig.
Hinir nýliðarnir, Víkingur, svöruðu
ömurlegri spilamennsku í Grafar-
voginum í fyrstu umferðinni með
mun betri leik gegn Fram í Laugar-
dalnum í gær. Víkingur vann, 2-1, með
mörkum Sveinbjarnar Jónassonar og
Pape Mamadoue Faye. - tom
Gott kvöld fyrir nýliða í annarri umferðinni
VÍTASPYRNA? Einar Bjarni Ómarsson fellir Sveinbjörn Jónasson í vítateig Framara
en ekkert var dæmt. Sveinbjörn skoraði skömmu síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT
Úrval Útsýn er styrktaraðili
fjölmenningardags Reykjavíkur
Fagnaðu með okkur 10. maí og taktu þátt í
happdrætti Úrvals Útsýnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.is
FÓTBOLTI „Ég er alveg ofboðslega
svekktur með að tapa 3-0,“ sagði
Freyr Alexanders son, landsliðs-
þjálfari kvenna í fótbolta, eftir
tapið fyrir Sviss í undankeppni
HM 2015 í gærkvöldi en frábært
lið Sviss fór illa með okkar stelpur
og beitti sínum baneitraða sóknar-
leik til þess að skora þrjú mörk.
Sviss komst yfir í fyrri hálfleik
með marki Vanessu Bernauer
sem skoraði eftir klafs í teignum.
Ísland þurfti að færa sig framar
í seinni hálfleik og var afgreitt
með tveimur vel útfærðum
skyndisóknum heimakvenna en
mörkin skoruðu Vanessa Bürki og
Lara Dicken mann.
Ánægður með framlagið
„Ég verð bara að vera hreinskilinn.
Við töpuðum fyrir betra liði. Mér
finnst sóknarlína þeirra það góð
að við getum ekki staðist þeim
snúning. Þær eru líka varnarlega
mjög skipulagðar. Við vorum samt
inni í þessu framan af og lögðum
okkur fram. Það var andi í því sem
við gerðum og ég er ánægður með
framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.
Markið dauðadómur
Íslenska liðið var vel undirbúið og
taldi sig hafa fundið veikleika á
svissneska liðinu. Því miður náðu
stelpurnar okkar ekki að nýta þá
þótt Freyr segi að leikáætlunin
hafi gengið ágætlega upp. Ísland
mætti einfaldlega ofjarli sínum í
gær.
„Skyndisóknirnar þeirra fóru
með okkur. Við lendum undir á 33.
mínútu þegar við fáum á okkur
klaufalegt mark. Í seinni hálfleik
höfum við engu að tapa því við
urðum að fá þrjú stig. Við færðum
þá leikmenn framar á völlinn en
staðsetningin á okkar leikmönnum
þegar þær sækja hratt var þannig
að við réðum ekki við það. Það var
dauðadómur að fá á sig þetta mark
og þurfa að fara að elta. Þá verður
þetta svo rosalega erfitt.“
Krýsuvíkurleiðin
Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3.
riðils með 19 stig eftir sjö leiki en
Ísland er með níu stig eftir fimm
leiki. Draumurinn um efsta sætið
er úti og nú verður Ísland að stefna
á annað sætið í riðlinum.
Keppt er í sjö riðlum og fara
sjö efstu liðin beint á HM en
þau fjögur sem enda með bestan
árangur í öðru sæti fara í umspil
um síðasta lausa sætið. Ísland á
eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn
Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja
leikja við Dani, heima og að heima.
„Okkar nálgun núna er að
stefna á annað sætið. Það verður
hörð keppni, við Dani líklega,
og kannski Ísrael sem er þarna
líka. Við verðum bara að vinna
eins marga leiki og við getum og
kíkja svo á töfluna í haust og sjá
hvort stigafjöldinn dugi okkur.
Ég hef fulla trú á því við sækjum
þau stig sem við þurfum og við
komumst í umspilið. Stelpurnar
eru líka vanar því að fara í
umspil. Við þekkjum þessa leið –
Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að
lokum en næst er leikur við Dani í
um miðjan júní. tom@frettabladid.is
Sviss bara betra liðið
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þarf nú að stefna á annað sætið í sínum
riðli í undankeppni HM 2015 í fótbolta eft ir 3-0 tap fyrir frábæru liði Sviss.
HRÖSUÐU Í NYON Fanndís Friðriksdóttir sækir að marki Sviss í tapleiknum í Nyon
í gærkvöldi. MYND/KSÍ/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON