Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 25
GÖNGUM SAMAN
Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu
fyrir alla fjölskylduna víða um land á sunnudag, 11.
maí, kl. 11. Í Reykjavík verður lagt af stað frá Skauta-
höllinni í Laugardalnum og gengið um dalinn í um
það bil klukkustund. Göngufólki gefst kostur á að
styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini.
BRAGÐMIKILL
Ljúffengur kjúklingur
með austrænu yfir-
bragði.
MYND/GVA
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr
Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar
okkur uppskrift að sesam- og teriyaki-krydduðum
kjúklingi. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa
girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir
helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu
ÍNN, inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
FYRIR 4
1 kjúklingur
KRYDDLÖGUR OG SÓSA
2 dl teriyaki-sósa
2 msk. sesamolía
2 msk. fiskisósa
2 msk. balsamikedik
2 msk. hlynsíróp
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. engifer, smátt saxað
1-2 tsk. chili-flögur
1 dl olía
1/2 tsk. nýmalaður pipar
Allt sett í skál og blandað vel saman
Losið haminn frá bringunni með því að smeygja
hendinni undir haminn og losa hann frá alveg niður
að lærum og hálsi. Hellið 1/3 af krydd-
leginum undir haminn á fugl-
inum og geymið restina
af kryddleginum.
Setjið fuglinn í
ofnskúffu og
bakið í 60-
75 mínútur
við 170°C
eða þar til
kjarnhiti
sýnir 70°C.
Takið 1/2 af
kryddleginum frá
og penslið fuglinn með
kryddleginum 2-3 sinnum á
meðan fuglinn er í ofninum.
Berið fuglinn fram með afganginum af sósunni og til
dæmis steiktum kartöflustrimlum og bökuðu rótar-
grænmeti.
SESAM- OG TERIYAKI-
KRYDDAÐUR KJÚKLINGUR
Sport
Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Crossfit
Reykjavík, Crossfit Hafnarfirði, Systrasamlaginu og TRI Suðurlandsbraut
P
R
EN
TU
N
.IS
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
GLEÐILEGT SUMAR
MEÐ