Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 33
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 9. MAÍ 2014 • 7
Mér finnst ís-
lenskar konur upp
til hópa rosalega
flottar, dug legar
og sjálfstæðar.
Flott kona getur
verið alls konar.
Ég held að sjálfs-
traustið sé allt-
af stærsti partur-
inn, alveg sama
hvernig konur eru
í laginu.
velja og hafna. Ég læt mig fara að
sofa þótt ég gæti vel vakað til þrjú,
ég reyni að fara í sund á morgnana,
ég fer eiginlega aldrei út á lífið. Til
að allt gangi upp þarf ég fyrst og
síðast að vera í lagi.“
Íslenskar konur flottar
og sjálfstæðar
Andrea hefur ekki farið varhluta af
því að fólk hefur tekið sig til og apað
eftir hönnun hennar. Hún lætur það
ekki á sig fá.
„Það er bara þannig og það
verður örugglega alltaf þannig. Ég
ákvað að láta það ekki trufla mig
og ég pæli ekki einu sinni í því. Ég
reyni bara að gera mitt besta – hinu
get ég ekki stjórnað.“
Henni finnst íslenskar konur
óhræddar við að prufa sig áfram
þegar kemur að tísku.
„Mér finnst íslenskar konur upp
til hópa rosalega flottar, dugleg-
ar og sjálfstæðar. Flott kona getur
verið alls konar. Ég held að sjálfs-
traustið sé alltaf stærsti partur-
inn, alveg sama hvernig konur eru
í laginu. Besta vinkona mín, Sara
Reginsdóttir, er til dæmis ein flott-
asta kona landsins að mínu mati.
Hún er jafn falleg að innan sem
utan. Hún er með út geislun, alveg
sama í hvaða fötum hún er. Hún er
gott dæmi um konu sem er flott.
Ég gæti talið lengi hvað ég þekki
margar flottar konur sem eru ólíkar
en flottar á sinn hátt.“
„Ég ætla að gera þetta núna“
Andrea stendur á vissum tíma-
mótum núna því í næstu viku heldur
hún sína fyrstu tískusýningu undir
sínu eigin merki. Síðustu dagar og
vikur hafa einkennst af gríðarlega
mikilli vinnu og þótt hún hafi verið
fjöldamörg ár í bransanum finnur
hún alltaf fyrir stressi.
„Ég þarf að vanda mig að vera
ekki stressuð því ég get alveg feng-
ið kvíða og orðið mjög stressuð. Ég
er ekki óörugg en ég geri mikl-
ar kröfur. Fyrst og síðast verð ég
að vera ánægð með sýninguna.
Þannig er ég bara gerð. Mér finnst
eins og ég sé búin að skipuleggja
heilt brúðkaup eða eitthvað enn þá
stærra. Það koma svo margir að
einni svona sýningu – förðunar fólk,
hárgreiðslufólk, stílistar, hljóð-
menn, fyrirsætur. Listinn er enda-
laus. Svo er sýningin bara tólf mín-
útur. Allt í einu er þetta allt búið,“
segir Andrea. Vanalega sækir hún
innblástur úr öllu í sínu daglega
umhverfi en nýja línan sem hún
sýnir á tískusýningunni er mest-
megnis innblásin af einu lagi.
„Ég var komin með þema og
byrjuð á rannsóknarvinnu þegar
ég var að keyra á saumastofuna
einn daginn og heyrði lagið I’m
Coming Out með Diönu Ross í
útvarpinu. Ég skipti um þema á
stundinni. Þetta lag náði einhvern
veginn bara svo til mín. Þannig
að öll línan er pínulítið „seven-
ties“. Textinn í laginu höfðaði líka
svo mikið til mín. Hún segir: I’m
coming out, I want to let it show.
Mér finnst ég vera að koma út úr
skápnum með þessa sýningu. Ég
skildi textann þannig en kannski
meinti hún hann öðruvísi. Ég er
allavega tilbúin. Ég ætla að gera
þetta núna.“
„Ég og Óli í vinnunni.” ● „Magnús, ég og Ísabella. Myndin var tekin bara núna síðustu helgi.” ● „„Fjölskyldan”. Stelpurnar í vinnunni en myndin var tekin á saumastofunni.”
Myndaalbúmið