Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Blogg og Hönnun. Andrea Magnúsdóttir. Stílistinn. Fataskápurinn og Uppskrift. Samskiptamiðlarnir. 2 • LÍFIÐ 9. MAÍ 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson. Lífi ð www.visir.is/lifid HVER ER? Sjá fleiri myndir á Ný sending af flottum sumarkjólum 20% afsláttur FYRIR VEISLUNA Við erum ekki miðlar heldur spákonur og trúum á það góða og hvítan galdur. Á rið 2008 var ég að reyna að verða ólétt að þriðja barninu mínu en gekk illa. Mig langaði að ná að eignast barn á því ári til að ná vinkonum mínum sem gengu með börn. Ég fékk því Vilborgu til að fremja frjósemis galdur niðri í fjöru þar sem við báðum allar áttirnar og fórum með þulu á miðnætti við rísandi nýtt tungl. Ég varð ólétt í sama mánuði og eignaðist magnaða galdra- stelpu á jóladag sama ár,“ segir Hafdís Heiðars dóttir sem nú opnar verslunina Arca í Veltu- sundi í miðbænum ásamt vin- konu sinni, Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur. Verslunin mun bjóða upp á íslenska hönnun í bland við ýmsa galdra og spár sem hægt er að kaupa hjá vinkonunum sem kalla sig góðar nornir. Báðar hafa verið viðloðandi galdra og kukl frá unga aldri sem hefur því fylgt þeim alla tíð síðan. Inni í versl- uninni hefur verið byggður norna hellir og stór stjarna um- lykur gólfið þar sem fram fara blessanir og galdrar á borð við ástar galdur, hamingjugaldur, peningagaldur og frjósemis- galdur. „Við erum ekki miðlar heldur spákonur og trúum á það góða og hvítan galdur. Höfuð- reglan í göldrum er að hafa þá fyrir sig þangað til þeir hafa ræst en þá má gjarnan þakka fyrir sig í þá átt sem þú hefur ákallað,“ segir Hafdís. Í miðri viku bjóða bæði Hafdís og Vil- borg Aldís upp á spádómslestur í tarot- og sígaunaspil í versl- uninni. FRJÓSEMISGALDURINN VIRKAÐI Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir opna galdraverslunina Arca í miðbænum. Vilborg Aldís Ragnarsdóttir og Hafdís Heiðarsdóttir. Nafn? Íris Björk. Aldur? 25 ára. Starf? Ljósmyndari. Maki (kærasti)? Hilmar Þór Bergmann. Stjörnumerki? Hrútur. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Hafragraut með rúsínum og kanil. Uppáhaldsstaður (hvar sem er)? Inni í stúdíói eða á setti með skemmtilegu fólki. Hreyfing? Uppáhaldshreyfingin mín er dans, en upp á síðkastið hef ég verið mikið í jóga og hlaupið. Uppáhaldsfata hönnuður? Í augnablikinu eru það Marc Jacobs, Saint Laurent og Alex- ander Wang. Svo var líka margt mjög flott að gerast á RFF í ár. Uppáhaldsbíómynd? Ég verð að segja gamla grín- myndin Robin Hood Men in Tights. Við Hilmar horfðum svo oft á hana þegar við vorum 12 ára vinir að hún varð afsökun fyrir fyrsta stefnumótinu okkar fyrir rúmum fimm árum. „Jumpsuits“, „onesies“ eða samfest- ingar eru heitir á ný fyrir sumarið ef marka má stjörnurnar. Ýmis snið eru í gangi, víðar skálmar, þröngar skálmar, hlýralausir, þröngir eða víðir. Það virðist margt vera leyfilegt en heilir gallar skulu það vera. Lita- dýrðin er einnig margvísleg, pastel verður áfram vinsælt og svart og hvítt stendur upp úr. SUMARTRENDIÐ ÁTTIRNAR Í GALDRI JÖRÐ ELDUR LOFTVATN Sophie Auster Eva Green Á tísku- pallinum. Hönnun eftir Carla Zampatti. Síðastliðinn þriðjudag kenndi Bandaríkja- maðurinn Jordan Belfort Íslendingum sölu- tækni sína. Fámennt en góðmennt var á fyrirlestri Belforts, sem átti upphaflega að fara fram í stóra sal Háskólabíós en var hins vegar fluttur í sal 1. Mörg þekkt and- lit sáust nema tækni Belforts, eins og kærustuparið Ásgeir Kolbeins og Bryndís Hera Gísladóttir. Þá voru fyrrverandi fótboltakapparnir Arnar Gunnlaugsson og Þórður Guðjónsson einnig á meðal gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.