Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 12
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HEILBRIGÐISMÁL Á ársfundi Land- spítalans á dögunum voru sýndar ljósmyndir af hinum þrönga húsa- kosti sem starfsfólk og sjúklingar hafa þurft að búa við í gegnum árin en Landspítalinn leitar nú leiða til að fjármagna endurnýjun húsnæð- isins. Aðspurð segir Sigríður Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, að þrengslin geti ógnað öryggi sjúk- linga þegar ekki sé hægt að koma fyrir mannskap og tækjum í rým- unum sem í boði eru. „Það alvarleg- asta eru sýkingarvarnirnar, að fólk sé svona hvert ofan í öðru,“ segir Sigríður. „Það eykur líkurnar á því að fólk smitist af iðrapestum, önd- unarfærasýkingum og öðru slíku sem getur verið mjög hættulegt fyrir fólk sem er veikt fyrir.“ Tíðni spítalasýkinga hefur verið hærri á Landspítalanum en æskilegt er. Þær hafa farið upp í níu og hálft prósent en ætlunin er að koma þeim niður í sex og hálft prósent. Sigríður segir að plássleysið skapi gríðarleg vandamál þegar kemur að því að efla tækjabúnað spítal- ans. Byggingarnar séu gamlar og erfitt sé að breyta þeim til að koma nýjum tækjum að. „Þú mölvar ekki svo auðveldlega niður steinsteyptu margra metra þykku veggina sem eru í gömlu byggingunni á Hring- brautinni, til dæmis þar sem við erum með skurðstofur okkar. Það er mjög erfitt að koma þessum nýju tækjum inn. Þessar flóknu og erfiðu aðgerðir sem við erum að framkvæma í dag eru miklu pláss- frekari, bæði tækjabúnaðurinn sem við erum að nota og fjöldi fólks sem kemur að einni aðgerð.“ Henni þykir miður að eins og staðan er í dag sé ekki möguleiki á að nota mikilvægt tæki eins og jáeindaskanna. „Það er „standard“ tækjabúnaður í greiningu og með- ferð á krabbameinum á háskóla- sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Jafnvel þó að við gætum fjármagn- að kaup á slíku tæki þá myndum við þurfa að byggja sérstaklega utan um það. Manni svíður að við getum ekki boðið íslenskum þegnum upp á sambærilega þjónustu og fólk fær í nágrannalöndunum.“ Aðspurð hvort starfsmenn kvarti ekki stöðugt yfir plássleysinu á spít- alanum, segir Sigríður að þeir hafi gríðarlegt langlundargeð. „Þeir reyna alltaf að gera það besta úr því sem er í boði og reyna að láta sjúklingana finna sem minnst fyrir þessu. En auðvitað er ekki auðvelt að vinna við þessar aðstæður.“ Á ársfundinum kom einnig fram að aðeins tíu prósent af sjúkling- unum sem liggja inni á spítalanum eru með eigið salerni, sem er að sögn Sigríðar alvarlegt vegna sýk- ingarvarna. Að auki uppfylla ekki nema fjögur prósent af sal ernunum á legudeildunum reglugerð um aðgengi. Fólk með hjálpartæki eins og hjólastóla eða göngugrindur á erfitt um vik, rétt eins og heilbrigð- isstarfsfólkið sem er til aðstoðar. „Það er einnig mjög mikið líkam- legt álag á starfsfólkið sem þarf að flytja sjúklinga á salerni við svona aðstæður. Það getur haft áhrif á heilsu þess líka.“ freyr@frettabladid.is Manni svíður að við getum ekki boðið íslenskum þegnum upp á sambæri- lega þjónustu og fólk fær í nágrannalöndunum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þrengslin ógna öryggi sjúklinga Ljósmyndir af þröngum húsakosti Landspítalans sýna þær óviðunandi aðstæður sem sjúklingar og starfsmenn búa við. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir það alvarlegasta við þrengslin vera auknar líkur á því að sjúklingarnir smitist af þeim sem liggja með þeim í herbergjum. ÞRENGSLI Myndir sem voru birtar á ársfundi Landspítalans sýndu hve aðstæður eru erfiðar fyrir sjúklingana og starfsfólk. MYNDIR/ÞORKELL SLÆMT AÐGENGI Aðeins fjögur prósent af salernunum á legudeild- unum uppfylla reglugerð um aðgengi. LÍTIÐ PLÁSS Pláss fyrir starfsmenn til að athafna sig er lítið og tækin taka sitt pláss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.