Fréttablaðið - 09.05.2014, Blaðsíða 12
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
HEILBRIGÐISMÁL Á ársfundi Land-
spítalans á dögunum voru sýndar
ljósmyndir af hinum þrönga húsa-
kosti sem starfsfólk og sjúklingar
hafa þurft að búa við í gegnum árin
en Landspítalinn leitar nú leiða til
að fjármagna endurnýjun húsnæð-
isins.
Aðspurð segir Sigríður Gunn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar á Landspítalanum, að
þrengslin geti ógnað öryggi sjúk-
linga þegar ekki sé hægt að koma
fyrir mannskap og tækjum í rým-
unum sem í boði eru. „Það alvarleg-
asta eru sýkingarvarnirnar, að fólk
sé svona hvert ofan í öðru,“ segir
Sigríður. „Það eykur líkurnar á því
að fólk smitist af iðrapestum, önd-
unarfærasýkingum og öðru slíku
sem getur verið mjög hættulegt
fyrir fólk sem er veikt fyrir.“
Tíðni spítalasýkinga hefur verið
hærri á Landspítalanum en æskilegt
er. Þær hafa farið upp í níu og hálft
prósent en ætlunin er að koma þeim
niður í sex og hálft prósent.
Sigríður segir að plássleysið skapi
gríðarleg vandamál þegar kemur
að því að efla tækjabúnað spítal-
ans. Byggingarnar séu gamlar og
erfitt sé að breyta þeim til að koma
nýjum tækjum að. „Þú mölvar ekki
svo auðveldlega niður steinsteyptu
margra metra þykku veggina sem
eru í gömlu byggingunni á Hring-
brautinni, til dæmis þar sem við
erum með skurðstofur okkar. Það
er mjög erfitt að koma þessum
nýju tækjum inn. Þessar flóknu og
erfiðu aðgerðir sem við erum að
framkvæma í dag eru miklu pláss-
frekari, bæði tækjabúnaðurinn sem
við erum að nota og fjöldi fólks sem
kemur að einni aðgerð.“
Henni þykir miður að eins og
staðan er í dag sé ekki möguleiki
á að nota mikilvægt tæki eins og
jáeindaskanna. „Það er „standard“
tækjabúnaður í greiningu og með-
ferð á krabbameinum á háskóla-
sjúkrahúsum á Norðurlöndum.
Jafnvel þó að við gætum fjármagn-
að kaup á slíku tæki þá myndum við
þurfa að byggja sérstaklega utan
um það. Manni svíður að við getum
ekki boðið íslenskum þegnum upp á
sambærilega þjónustu og fólk fær í
nágrannalöndunum.“
Aðspurð hvort starfsmenn kvarti
ekki stöðugt yfir plássleysinu á spít-
alanum, segir Sigríður að þeir hafi
gríðarlegt langlundargeð. „Þeir
reyna alltaf að gera það besta úr
því sem er í boði og reyna að láta
sjúklingana finna sem minnst fyrir
þessu. En auðvitað er ekki auðvelt
að vinna við þessar aðstæður.“
Á ársfundinum kom einnig fram
að aðeins tíu prósent af sjúkling-
unum sem liggja inni á spítalanum
eru með eigið salerni, sem er að
sögn Sigríðar alvarlegt vegna sýk-
ingarvarna. Að auki uppfylla ekki
nema fjögur prósent af sal ernunum
á legudeildunum reglugerð um
aðgengi. Fólk með hjálpartæki eins
og hjólastóla eða göngugrindur á
erfitt um vik, rétt eins og heilbrigð-
isstarfsfólkið sem er til aðstoðar.
„Það er einnig mjög mikið líkam-
legt álag á starfsfólkið sem þarf að
flytja sjúklinga á salerni við svona
aðstæður. Það getur haft áhrif á
heilsu þess líka.“ freyr@frettabladid.is
Manni
svíður að við
getum ekki
boðið
íslenskum
þegnum upp
á sambæri-
lega þjónustu og fólk fær
í nágrannalöndunum.
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar á Landspítalanum.
Þrengslin ógna öryggi sjúklinga
Ljósmyndir af þröngum húsakosti Landspítalans sýna þær óviðunandi aðstæður sem sjúklingar og starfsmenn búa við. Framkvæmdastjóri
hjúkrunar segir það alvarlegasta við þrengslin vera auknar líkur á því að sjúklingarnir smitist af þeim sem liggja með þeim í herbergjum.
ÞRENGSLI Myndir sem voru birtar á ársfundi Landspítalans sýndu hve
aðstæður eru erfiðar fyrir sjúklingana og starfsfólk. MYNDIR/ÞORKELL
SLÆMT AÐGENGI Aðeins fjögur prósent af salernunum á legudeild-
unum uppfylla reglugerð um aðgengi.
LÍTIÐ PLÁSS Pláss fyrir starfsmenn til að athafna sig er lítið og
tækin taka sitt pláss.