Fréttablaðið - 19.05.2014, Page 17

Fréttablaðið - 19.05.2014, Page 17
Skrúðgarðyrkjumeistarar sjá um plöntun og tyrf-ingu, grundun jarðvegs og frágang beða. Einnig allar teg- undir yfirborðslagna, svo sem tröppur, kantsteina, hleðslur og hellulagnir. Hér beinum við sjón- um okkar að þeim. Allir geta raðað hellum ofan á sand en til að fá endingar- góða og fallega hellulögn þurfa menn að búa yfir þekkingu og reynslu. Það getur sparað mikinn pening, og ekki síst ergelsi, að versla strax við fagmenn. Reynslan sýnir að oft og tíðum eru fagmenn ódýrari en fúsk- arar og ekki síst ef tillit er tekið til mögulegs sparnaðar við rétt mat á burðar- og frostþoli. Þá þarf góð hellulögn ekki viðgerð- ir sem geta verið afar kostnað- arsamar. Höfundur er formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Þorkell Gunnarsson Sjá nánar á www.meistari.is HELLULAGNIR MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2014 Kynningarblað Félag Skrúðgarðyrkjumeistara, Allraverk, Steypustöðin og BM-Vallá. Veljið fagmennsku við hellulagnir Skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein. Hlutverk hennar er uppbygging, frágangur og umhirða opinna svæða. Til að fá fallega og endingargóða hellulögn borgar sig að versla strax við fagfólk sem býr yfir þekkingu og reynslu. Þorkell Gunnarsson er formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara. www.meistari.is HELLULÖGN KANTSTEINN www.meistari.is Margt hefur áhrif á gæði og endingu hellulagna. Þar á meðal: • Burðargeta undirlags. • Frostþol undirlags. • Nákvæmni í uppúrtekt. • Nákvæmni í útlögn undirlags og jöfnunarlags. • Rakastig og þjöppun fylliefna. • Efnasamsetning og kornadreifing undirlags og jöfnunarlags. • Vinnubrögð við sléttun undir hellur. • Hellutegundir og mynstur á lögn. • Vinnubrögð við lögn hellna og bil á milli þeirra. • Fúguefnið og vinnubrögð við fúgun. • Frágangur á jöðrum og aðlögun að umhverfi. Hér má sjá mynd af rétt unninni uppbyggingu á hellulögn. Neðst er undirlag (grús), þá kemur jöfnunarlag (sandur) og efst koma hellurnar. Höfundur er formaður félags skrúðgarðyrkjumeistara. Þorkell Gunnarsson Endilega skoðið heimasíðu okkar www.meistari.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.