Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 18
KYNNING − AUGLÝSINGHellulagnir MÁNUDAGUR 19. MAÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, 512-5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við erum jafnt í útboðsverk-efnum fyrir stærri aðila og í minni verkefnum fyrir ein- staklinga,“ segir skrúðgarðyrkju- meistarinn og eigandinn Guðmund- ur Vignir Þórðarson. Hann útskrif- aðist úr Garðyrkjuskólanum árið 2010 og úr Meistaraskólanum árið 2011. Guðmundur bendir á að Félag skrúðgarðyrkjumeistara er meðlim- ur í Meistaradeild Samtaka iðnaðar- ins. Meistaradeildin heldur utan um ábyrgðasjóð sem tryggir neytendum vel unnin verk frá félagsmönnum sínum. „Það borgar sig því að fá fag- menn í verkið,“ segir Guðmundur. Hann segir misjafnt hvað menn fara út í að loknu námi. „Sumir eru aðallega í gróður- og garðvinnu en við höfum svolítið sérhæft okkur í gerð náttúrulauga meðfram öllu öðru. Þær er ýmist hægt að hlaða þar sem heitar uppsprettur er að finna eða hlaða og tengja eins og venjulega potta. Hvort tveggja hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár,“ segir Guðmundur. Hann hefur síðastliðin þrjú ár hlaðið fimm náttúrulaugar og er jafnframt með nokkrar á teikni- borðinu. „Laugarnar eru ýmist steyptar í grunninn og síðan hlaðn- ar eða hlaðnar beint ofan í leir- jarðveg.“ Guðmundur segir grjót- ið oftast tínt í nágrenni laugarinn- ar. „Ég og samstarfsfélagi minn, Birgir Axelsson, hlóðum til dæmis stóra laug í Laugarfelli, við Laugar- fells Highland Hostel rétt við Kára- hnjúka. Við náðum í allt grjótið í hana úti á heiði. Þá gerðum við aðra á Barðaströnd. Grjótið í hana tínd- um við úr gamalli skriðu í hlíðinni fyrir ofan laugina.“ Guðmundur segir steinana hand- valda. Þeir eru svo höggnir til með hamri og meitli. Í Laugarfellslaug- ina og hleðslurnar í kring fóru 250- 300 tonn og tók verkefnið um hálft ár. „Í Laugarfellslaugina er notað affallsvatn af hótelinu og bætt í úr nærliggjandi borholu en í lauginni á Barðaströnd er eingöngu notað upp- sprettuvatn sem flæðir yfir og end- urnýjast jafnóðum.“ Guðmundur segir vel hægt að hlaða laugar við sumarbústaði eða í heimagörðum og tengja eins og venjulega potta og er hann með þó nokkrar slíkar á teikniborðinu. Sem stendur vinnur Guðmundur að gerð miðbæjartorgs á Akranesi sem ráðgert er að verði tilbúið 10. júní en að því verkefni koma fleiri félagar hans úr Garðyrkjuskólan- um. „Í stærri verkefnum tökum við okkur oft saman til að hlutirn- ir gangi hraðar fyrir sig. Við komum líka hver öðrum til aðstoðar ef þarf í öðrum verkefnum þannig að allt gangi smurt. Þá er ég með smiði á mínum snærum sem ég kalla til ef þörf krefur.“ Verkefnin eru sem fyrr segir fjöl- breytt. „Allt frá jarðvinnu, í að móta lóðir og út í fínasta frágang eins og að setja niður blóm og gróður. Þá getum við komið og slegið og haldið svæðinu við sé þess óskað.“ Allar nánari upplýsingar er að finna á allraverk.is. Fagmenn í verkið Allraverk ehf. tekur að sér hellulagnir og grjóthleðslur. Sömuleiðis gerð náttúrulauga, gróðursetningu, útplöntun, trjáfellingar, trjáklippingar, gerð skjólveggja og palla, þökulagnir og garðslátt. Á síðustu árum hafa starfsmenn fyrirtækisins gert þó nokkrar náttúrulaugar og fer þeim fjölgandi um allt landi. Hér má sjá Guðmund og Birgi við Laugarfellslaug sem þeir hlóðu í sameiningu og sýnis- horn af öðrum verkum Allraverks ehf. 1. Rauður dregill í garðinum Hellur og steinar í afgerandi lit hressa heldur betur upp á lóðina. Það er líka skemmtilegt að geta gengið heim að húsi á rauðum dregli. 2. Suðræn verönd Með því að láta steina standa örlítið upp úr yfirborðinu má skapa óslétt og nátt- úrulegt yfirborð á stéttina. Bakgarður- inn verður fyrir vikið eins og sælureitur í suðrænni borg. 3. Eldhúsgólfið út í garð Til að lífga upp á annars hefðbundna hellulögn mætti nota keramikflísar, jafn- vel í líflegum lit og leggja í steypuna. Til- valið er að nota afgang frá því eldhúsgólf- ið var flísalagt, líka þær sem brotnuðu. 4. Sveitastígur Náttúrulegar steinhellur sem fá að sökkva svolítið í gróðurinn minna á gamla gönguleið í sveit. 5. Stiklað á steinum Ef leggja á göngustíg yfir blettinn mætti brjóta upp hið hefðbundna form með því að nota skífulaga steina og stikla á stein- um yfir flötina. Eldhúsgólfið út í garð Falleg hellulögn setur mikinn svip á garðinn og ekki alltaf nauðsynlegt að fara hefðbundnar leiðir. Rauður dregill heim að dyrum eða suðræn stemning í bakgarðinum getur bjargað sumrinu ef það rignir. Afganginn af eldhúsflísunum má líka nota til að lífga upp á göngustígana. 2 1 3 4 5 Stjörnugarðar eru aðilar að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins Hellulagnir • Hleðslur • Jarðvinna Stjörnugarðar • Sími 698 0098 stjornugardar@stjornugardar.is • www.stjörnugardar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.