Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 16
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust Elskuleg dóttir, systir, mágkona og frænka, HILDUR ÓSKARSDÓTTIR Einarsnesi 62A, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ás styrktarfélag. Gunnlaug Emilsdóttir Júlía Margrét Sveinsdóttir Emil Anton Sveinsson Birna V. Björnsdóttir Óskar Karlsson Nanna Ísleifsdóttir Áslaug Óskarsdóttir Ingólfur Einarsson Dóra Sif Óskarsdóttir Helge Lavergren og systkinabörn. Yndisleg móðir okkar, KRISTÍN ÁRNADÓTTIR Sporðagrunni 14, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 28. maí nk. kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Árni Björn Stefánsson Gunnhildur Stefánsdóttir Ólafur M. Stefánsson Kristín Pétursdóttir Björg Stefánsdóttir Sveinbjörn Garðarsson Auður Stefánsdóttir Ágúst Guðmundsson Einar K. Stefánsson Sigurlaug Guðrún Þórðardóttir og fjölskyldur. Systir mín, LAURA LOUISE BIERING Sléttuvegi 15, Reykjavík, sem lést 19. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 28. maí nk. kl. 11.00. F.h. fjölskyldunnar, Henrik P. Biering. Okkar ástkæri GÍSLI JÓN HELGASON Hátúni 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 19. maí. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Böðvarsdóttir Hans G. Hilaríusson Sigurður Ellert Sigurðsson Anaisa Rendon Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jökulgrunni 26, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð skáta, 0701-26-003444, kt. 440169-2879. Gísli Kristjánsson Guðrún Gísladóttir Halldór Þórðarson Kristján Gíslason Ásdís Rósa Baldursdóttir Guðmundur Torfi Gíslason Ragnheiður K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Fyrsti björgunarbátur Íslendinga var vígður í Reykjavík þennan dag árið 1929 og gefið nafnið Þorsteinn. Það gerði biskup Íslands, Jón Helgason. Þetta var opinn, vélarlaus brimróðrarbjörgunarbát- ur sem var keyptur af breska björgunar- félaginu RNLI eftir að fram höfðu farið rækilegar athuganir. Hann var ekki nýr en í góðu ásigkomulagi og ýmis áhöld fylgdu með í kaupunum, meðal annars vagn til flutnings bátsins á landi. Það voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Guðrún Brynjólfsdóttir sem gáfu Slysavarnafélagi Íslands skipið. Kaupverðið var 500 sterlingspund, eða um 12.000 krónur á þáverandi verðlagi og þótti mjög hagstætt því bara vagninn sem fylgdi með var metinn á meira en 500 pund. Þorsteini var síðar komið fyrir í Sandgerði. ÞETTA GERÐIST 26. MAÍ 1929 Fyrsti björgunarbátur Íslands vígður BJÖRGUNARSKIPIÐ ÞORSTEINN Mynd úr bókinni Ísland í aldanna rás, ljósmyndari Árni Thorsteinsson. Eig. Þjóðminjasafn Íslands. „Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leið- ir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guð- björg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. Guðbjörg er listfræðingur, mennt- uð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrún- ar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævi- starfinu. „Þessi fallega dómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörð- ur, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guð- björg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýn- inguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugar- daginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safn- ið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjöl- hæfur listamaður og við sýnum högg- myndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og vegg- verk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fal- legar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þor- valds Guðmundssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningar- rétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merki- legasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagr- ar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barb öru Árnason.“ gun@frettabladid.is Áhugi á list og listasögu vaknaði heima á Hólum Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefur staðið vaktina sem forstöðumaður Gerðar- safns í Kópavogi öll þau tuttugu ár sem safnið hefur verið við lýði en nú styttist í starfslok. FORSTÖÐU- MAÐURINN Þótt brátt komi að því að Guðbjörg hætti á Gerðarsafni sér hún fram á spennandi verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.