Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGStóreldhús MÁNUDAGUR 26. MAÍ 20148
Leirtau
VeislubúnaðurGlös og glervara
Fatnaður og skór fyrir atvinnueldhús
Borðbúnaður
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
Pottar og pönnur
Áhöld og tæki
Fastus býður uppá heildarlausnir fyrir stóreldhús
bæði hvað varðar eldunaráhöld, tæki, borðbúnað og margt fleira.
Fagþekking og reynsla eru lykilatriði í starfsemi Fastus - en þar starfa reyndir ráðgjafar
á sölusviði sem tryggja réttar lausnir fyrir þínar þarfir.
Hafðu samband og fáðu upplýsingar um útbúnað sem hentar þinni starfsemi.
10 MERKI UM AÐ ÞÚ HAFIR
UNNIÐ Í STÓRELDHÚSI
● Þú ert alltaf með flugbeittan
hníf til reiðu.
● Þú pirrar þig á matreiðslu-
þáttum þar sem þáttastjórnendur
þykjast vera kokkar.
● Þú kannt að fínsaxa lauk á
innan við tuttugu sekúndum.
● Þér leiðist að fara út að borða
með vinum sem þykjast alfróðir
um mat og matargerð.
● Þig munar ekki um að standa
tólf tíma vaktir án þess að komast
í mat eða pásur.
● Þegar þú borðar á frábærum
veitingastöðum fyllistu lotningu
vegna þess að þú veist hvaða
vinna liggur að baki.
● Þú verður argur og afar gagn-
rýninn eftir máltíð á vondum
matsölustað.
● Þú hefur vanist því að vinna
þegar aðrir eru í fríi.
● Þú þekkir muninn á öllum
hnífategundum og líður illa við
að sjá vini þína skera grænmeti
með vitlausum og lélegum
hnífum.
STÆRSTA PITSA Í HEIMI
Stærsta kringlótta pitsan sem
bökuð hefur verið í heiminum
var bökuð á Ítalíu í desember
2012. Hún vó 23 tonn og 246
kíló og var hún kölluð Ottavía
til heiðurs Oktavíanusi Ágúst-
usi, fyrsta Rómarkeisara. Það
tók fimm matreiðslumenn 48
klukkustundir að búa til pitsuna
en verkinu stjórnaði Dovilio
Nardi.
Í pitsuna voru notuð tæp
níu tonn af hveiti sem blandað
var saman við rúmlega 9.400
lítra af vatni, rúmlega fjögur og
hálft tonn af tómatsósu, tæp
fjögur tonn af mozzarella-osti,
675 kíló af smjöri, 125 kíló af
parmesanosti, 250 kíló af salti,
tæp hundrað kíló af salati, 25
kíló af ediki og rúmlega 1,1
tonn af geri.
HUNDRAÐ ÞÚSUND GESTIR Á DAG
Í Golden Temple eða gullna hofinu í borginni Amritsar á Vestur-Indlandi er að finna eitt stærsta eld-
hús veraldar. Þar er allur matur ókeypis. Á hverjum degi eru tvö hundruð þúsund flatbrauð bökuð
og borin fram og 1,5 tonn af dahl eða baunasúpu. Í hofið koma hundrað þúsund manns á degi
hverjum en gestir fá auk þess einn skammt af heitum grænmetispottrétti á diskinn sinn. Daglega
fara um 7.000 kíló af hveiti, 1.200 kíló af hrísgrjónum og 1.300 kíló af baunum. Um helgar og á
tyllidögum á fjöldinn sem sækir hofið það til að tvöfaldast. Þá fer eðli málsins samkvæmt tvöfalt
meira af mat.
Eldhúsið kallast langar á punjabi. Hugmyndafræðin á rætur að rekja til Guru Nanak, upphafs-
manns síkhatrúarinnar. Í henni ríkir algert umburðarlyndi fyrir trúarbrögðum annarra, kyni og
kynþáttum. Það eru því allir velkomnir í hofið. Þar sitja allir á gólfinu með fætur í kross sem er
táknrænt fyrir það að allir sem þangað koma eru jafnir óháð stétt og stöðu. Einungis grænmetisréttir
er á boðstólum svo fólk af öllum trúarbrögðum eigi þess kost að koma.
Í eldhúsinu starfa 450 manns en starfsmenn njóta auk þess aðstoðar mörg hundruð sjálfboðaliða.
Eldhúsið þiggur matargjafir sem koma frá öllum heimshornum. Heimild: www.aljazeera.com