Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 6
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Plötusala Múrbúðarinnar er á Kletthálsi Furukrossviður Birkikrossviður Mótakrossviður Gólfplötur - rakavarðar spónaplötur með nót Veggplötur með nót Skrúfur og festingavörur Sökkuldúkur i 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.isSím PEFC/01-31-60 www.pefc.org thálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 Reykjanesbæ Klet Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MANNRÉTTINDI „Við segjum ekki að við ætlum að taka þessa lóð til baka af því okkur er illa við mús- lima. Það er bæði galið og sérkenni- legt að oddvitar pólitískra framboða séu að setja slík mál á oddinn,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar. Anna segir Íslendinga aðila að fjölda alþjóðlegra sáttmála um mannréttindamál sem banni mis- munun. Í mannréttindakafla stjórn- arskrárinnar sé mismunun einn- ig bönnuð. Því sé sérkennilegt ef einstaka stjórn- málamenn telji sig yfir það hafna að fara að ákvæðum alþjóðasáttmála og stjórnarskrár. Anna bendir á að European Comm- ission for Racism and Intolerance (ECRI) hafi nokkrum sinnum gert athugasemdir við tregðu borgar- yfirvalda til að úthluta múslimum lóð undir mosku. Tekið hafi 14 ár fyrir múslima að fá lóðina. Hún verði ekki tekin af þeim aftur. Ummæli Svein- bjargar Birnu Sveinbjörnsdótt- ur, um að aftur- kalla ætti úthlut- un lóðar fyrir mosku í Sogamýri í Reykjavík, hafa vakið hörð viðbrögð. „Auðvitað fylg- ist ECRI stöðugt með því sem gerist hér. Við tökum allar athugasemdir frá þeim mjög alvarlega,“ segir Anna og efast ekki um að ECRI hafi fregnað af ummælum Sveinbjargar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hefur varpað þeirri spurningu til Svein- bjargar Birnu hvort hún vilji að Reykjavík fái þann dóm frá Evr- ópuráðinu, þar sem Ísland er meðal stofnaðila, að Reykjavík mismuni fólki á grundvelli trúarbragða og sendi þau skilaboð til umheimsins að múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. - jme Mannréttindastjóri Reykjavíkur segir að mannréttindasamtök fylgist með ummælum Sveinbjargar: Fer ekki að ákvæðum alþjóðlegra sáttmála SVERRIR AGNARSSON ANNA KRISTINSDÓTTIR 1. Hvernig snjallsímaforrit er Tinder? 2. Hvaða fölsuðu lyf eru algengust á svörtum, íslenskum markaði? 3. Hvert er þriðja skuldugasta sveitar- félagið á Íslandi? SVÖR 1. Stefnumótaapp 2. Stinningarlyf á borð við Viagra 3. Reykjavíkurborg NÁTTÚRA Ljósmyndir teknar í hvalaskoðunarferð úti fyrir ströndum Skotlands hafa rennt frekari stoðum undir kenningar um far háhyrninga á milli Íslands og Bretlandseyja. Það var í krafti samfélagsmiðla að það sannaðist að háhyrningur sem dvaldi fyrir stuttu í síldarveislunni inni í Kol- grafafirði hafði fært sig á milli landa í ætisleit. Því er slegið upp í fjölmiðlum í Skotlandi að vísindagáta hafi verið leyst á dögunum þegar áhugaljós- myndari í hvalaskoðunarferð tók mynd af hópi háhyrninga úti fyrir strönd norðvesturhluta Skotlands. Myndirnar rötuðu á Facebook- síðu hvalaskoðunarfyrirtækisins og dreifðust þannig hratt á meðal hvalaáhugafólks. Hringnum var lokað þegar melding barst frá Íslandi, nánar tiltekið frá Filipu Samarra, sem hefur um tíma starfað á Hafrann- sóknastofnun við háhyrninga- rannsóknir með styrk frá Rannís. Filipa upplýsti að einn háhyrning- anna sem voru á ferð við Skotland hafði fyrir nokkrum vikum verið á ferð í Kolgrafafirði, og er meðal vísindamanna þekktur sem IF-4. Því er haldið fram í skosk- um fjölmiðlum að aldrei fyrr hafi þessi tenging verið gerð við háhyrninga sem lifa hér og við Bretlandseyjar, og flakka á milli þegar hentar. Filipa segir að mikilvægið liggi í að grunur um ferðir háhyrning- anna innan ársins sé nú staðfest- ur, en ekki að dýrin flytji búferlum og eigi ekki afturkvæmt. „Háhyrn- ingarnir virðast dvelja yfir vetur- inn í síldaráti en á sumrin færa þeir sig til Skotlands – hugsanlega í aðra bráð,“ segir Filipa. Í rannsókn hennar eru mynd- ir frá Vestmannaeyjum, Breiða- firði og einnig Faxaflóa nýttar til að rannsaka far hvalanna. „En staðirnir geta verið óteljandi sem þeir geta haldið sig á, svo myndir sem við fáum frá almenningi geta verið ómetanlegar í þeirri viðleitni að skrá ferðir þeirra hér á Íslandi og um allan heim,“ segir Filipa, en frekari upplýsingar um rannsókn- ir hennar má finna á vefsíðunni icelandic-orcas.com. svavar@frettabladid.is Ferðir hvala skýrast með hjálp Facebook Kraftur samfélagsmiðla skýrir myndina af ferðum háhyrninga. Myndir teknar við Skotland voru greindar á Íslandi og reyndist gamalt kvendýr í háhyrningakatalóg Hafró frá 9. áratugnum vera þar á ferð – og hafði stuttu áður sést í Kolgrafafirði. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsókna- stofnun, segir það ekki nákvæmt að nú hafi í fyrsta skipti verið sannað að háhyrningar flakki á milli landa. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sýnt er fram á ferðir háhyrninga milli Íslands og Skotlands með ljósmyndum. Það gerðum við 2009 og birtum niðurstöðurnar í grein. Þetta er þó býsna merkilegt því dýrið sást bara fyrir stuttu í Kolgrafafirði svo tímasetning ferðarinnar liggur þá fyrir. Einnig að dýrið er gamalt, þekkt úr háhyrninga- katalóg Hafró frá níunda áratug síðustu aldar,“ segir Gísli. Þekkt dýr úr háhyrningakatalóg Hafró IF-4 Hvern og einn hval má þekkja á bakugga eða öðrum auðkennum, rétt eins og fingraför manna. MYND/WWW.ICELANDIC-ORCAS.COM TAÍLAND, AP Aðalhershöfðingi taílenska hersins, Pray- uth Chan-ocha, hefur varað fólk við því að mótmæla valdtökuaðgerðum hersins, og halda sig heima. Hann segir að í augnablikinu eigi lýðræðisgildi ekki við. Eftir valdatökuna hafa tugir stjórnmálamanna og mótmælenda verið settir í varðhald, en talsmað- ur hershöfðingjans segir kyrrsetninguna ekki munu vara lengur en rúma viku, og að hún sé lögmæt. Einnig hefur hann fyrirskipað mörgum blaðamönn- um, aðgerðasinnum og fræðimönnum að ganga hern- um á hönd, svo hann geti haft hemil á gagnrýni og mótstöðu við aðgerðir sínar. Herinn heldur flestum þingmönnum ríkisstjórnar- innar föllnu föngnum á leyndum stöðum, og segist ætla að viðhalda þeirri stöðu í rúma viku, til þess að „gefa sér næði til að íhuga málin“, og viðhalda friði og ró í landinu. Prayuth réttlætir valdtökuna með þeim rökum að herinn ætli að binda enda á pólitískar óeirðir sem hafa geisað í landinu í rúmt hálft ár. Prófessor við Kyoto-háskóla í Japan sagði aðgerðir hershöfðingjans benda til óöryggis. „Þetta snýst ekki um enduruppbyggingu lýðræðis- ins, heldur afturför að valdboðsstjórn.“ - kóh Almenningur hvattur til að halda sig frá mótmælum gegn valdtökunni: Herinn tekur völdin í Taílandi Í BANGKOK Hermenn dreifa sér um götur Bangkok, höfuðborgar Taílands, til þess að koma í veg fyrir mótmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.