Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 56
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 24
LYFTINGAR Grót tustelpan Fanney
Hauksdóttir vann sannfærandi sigur í
bekkpressukeppninni á HM unglinga á
dögunum þegar hún lyfti 135 kílóum.
„Þetta eru miklar þyngdir og það liggur
mikil æfing að baki að ná þessu upp. Það er
talað um að það sé gott ef maður tekur rúm-
lega helming af líkamsþyngd í bekkpressu
því ég held að það sé viðmiðið þegar þú
mætir í ræktina. Ég er komin í rúmlega tvö-
falda líkamsþyngd,“ segir Fanney Hauks-
dóttir hlæjandi en hún keppir í 63 kg flokki.
Fanney er hvergi nærri hætt. „Núna náði
ég 135 kg og heimsmetið er 145 kg þannig
að næst á dagskrá er bara að reyna að slá
það. Það væri geðveikt að vera bæði heims-
meistari og heimsmethafi,“ segir Fanney
kát. Hún hefur notið fyrstu daganna sem
heimsmeistari.
Lét plata sig út í kraftlyftingar
„Það gekk allt upp og ég trúi þessu varla
sjálf. Þegar ég byrjaði í þessu á sínum tíma
þá voru margir fjölskyldumeðlimirnir sem
hugsuðu þetta sem íþrótt fyrir stóra karl-
menn. Það er alls ekki þannig því það geta
allir verið í lyftingum,“ segir Fanney. En af
hverju kraftlyftingar?
„Ég var upphaflega í fimleikum en svo
hætti ég þar og leiddist einhvern veginn út
í kraftlyftingarnar eftir það. Það eiginlega
bara gerðist. Ég var alltaf í ræktinni og svo
náði einn einkaþjálfari í World Class að plata
mig á eitt bekkpressumót . Ég ætlaði ekki að
fara fyrst því mér fannst það alveg fárán-
legt en svo náði hann að plata mig. Þetta er
ótrúlega skemmtilegt. Ég er mikil keppnis-
manneskja og finnst gaman að keppa. Það
er alltaf gaman að vinna að einhverju mark-
miði og sjá framfarir,“ segir Fanney af eld-
móði en hvað segja strákarnir þegar hún
rífur þessar miklu þyngdir upp?
„Þeir taka þessu misvel. Sumum finnst
þetta vera töff en öðrum alveg fáránlegt.
Sumir vinir mínir biðja mig um að koma
ekki í bekkpressuna í World Class þegar þeir
eru að taka bekkpressuna. Þeim finnst það
ekki skemmtilegt,“ segir Fanney hlæjandi
og fleiri þola ekki samkeppnina. „Kærastinn
minn er hættur að taka bekkpressu. Hann
er í fótbolta og lagði bara ræktina á hilluna
og mætir bara á fótboltaæfingar. Ég held að
hann hafi bara séð það að það þýðir ekkert
fyrir hann að vera í einhverri keppni,“ segir
Fanney létt.
Systir hennar er Evrópumeistari
Hún er af mikilli íþróttaætt. Báðir for-
eldrarnir voru í handbolta og pabbi henn-
ar, Haukur Geirmundsson, í landsliðinu.
Systir hennar, Harpa Snædís Hauksdóttir,
varð Evrópumeistari í hópfimleikum og litli
bróðir hennar, Vilhjálmur Geir Hauksson,
er búinn að vera í öllum yngri landsliðun-
um í handbolta. „Við vorum svolítið alin upp
í íþróttum og ég er með stórt stuðningslið
hérna heima,“ segir Fanney en pabbi henn-
ar fylgir henni á öll mót. Fanney treystir á
íslenskan mat og vill ekki sjá fæðubótar-
efni.
Borðar ekki „duft“
„Ég borða bara venjulegan heimilismat og
er ekki með sérfæði eða slíkt. Ég borða
bara það sem mamma eldar og maturinn hjá
mömmum er alltaf bestur. Það eru rosalega
margir sem búast við því að þegar maður
er í lyftingum þá sé maður að borða fæðu-
bótarefni. Ég borða ekki duft, það er „prins-
ip“ hjá mér. Ég er ekki að fá mér einhverja
próteinsheika eða svoleiðis. Ég fæ oft spurn-
ingar um hvaða prótein ég sé að taka en mér
finnst óþægilegt að borða eitthvað sem ég
veit ekki alveg hvað er í,“ segir Fanney, en
hvað var heimsmeistaramáltíðin?
„Síðasta máltíðin fyrir heimsmeistaratit-
ilinn var kjúklingur með pestó og brokkólí.
Ég veit ekki hvort ég borða þetta aftur næst
því ég borðaði svolítið mikið af þessu þann-
ig að ég veit ekki hvort ég geti sett kjúkling
með pestó aftur ofan í mig,“ segir Fanney að
lokum. ooj@frettabladid.is
SPORT
HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU
17 DAGAR Í FYRSTA LEIK
Breiðhöfði 10 | IS-110 Reykjavík | Sími: 414 8700 | www.ev.is
SORPTUNNUSKÝLUM
Hafðu samband við
sölumann í síma 414 8700
TILBOÐ Á
ÞJÓÐVERJINN JÜRGEN KLINSMANN er einn
þriggja sem hafa náð að skora þrjú mörk eða fleiri
í þremur heimsmeistarakeppnum en hinir eru
Brasilíumaðurinn Ronaldo og Þjóðverjinn Miroslav
Klose. Miroslav Klose getur bætt þetta met í í ár en
hann er í hópi þýska landsliðsins á HM í Brasilíu
og hefur skorað fjögur mörk eða fleiri á síðustu
þremur HM. Klinsmann, sem nú þjálfar banda-
ríska landsliðið, náði þessu á HM 1990 (3 mörk),
HM 1994 (5 mörk) og HM 1998 (3 mörk). Klose
vantar ennfremur aðeins eitt mark til þess að
jafna markamet Ronaldos sem skoraði fimmtán
mörk í þremur úrslitakeppnum sínum: 4 mörk á
HM 1998, 8 mörk á HM 2002 og 3 mörk á HM 2006.
FÓTBOLTI Real Madrid tryggði
sér sigur í Meistaradeildinni
um helgina með 4-1 sigri á
nágrönnum sínum í Atletico
Madrid í framlengdum úrslitaleik
í Lissabon.
Miðvörðurinn Sergio Ramos hélt
áfram að skora mikilvæg mörk
fyrir sitt lið en hann bjargaði sínu
liði frá tapi og markverðinum Iker
Casillas frá því að vera skúrkur
ársins í spænsku blöðunum, þegar
hann jafnaði metin í uppbótartíma.
Casillas gerði slæm mistök þegar
Atletico komst í 1-0 í fyrri hálf-
leiknum.
Gareth Bale, Marcelo og Crist-
iano Ronaldo tryggðu Real Madrid
síðan sigurinn með þremur
mörkum í framlengingunni. Í stað
þess að vera skúrkur kvöldsins
þá fékk Iker Casillas að taka við
bikarnum í leikslok og hefur nú
lyft þeim þremur allra stærstu
sem fyrirliði Real Madrid og
spænska landsliðsins.
Gareth Bale gleymir aldrei
fyrsta tímabili sínu með Real
Madrid en það lítur út fyrir að
dýrasti knattspyrnumaður heims
hafi verið síðasta púslið fyrir
spænska liðið til að vinna loksins
tíunda Evrópumeistaratitilinn.
Bale skoraði sigurmarkið í
bikarúrslitaleiknum og kom
Real yfir í 2-1 í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar, mark sem
fór langt með að klára leikinn.
„Svona stund dreymir alla
knattspyrnumenn um og þetta
gerist ekki stærra hjá félagsliði,“
sagði Bale í leikslok.
Ronaldo skoraði sitt 17. mark í
Meistaradeildinni á þessu tíma-
bili undir lok leiksins og bætti við
markametið sitt og Carlo Ance-
lotti jafnaði árangur Liverpool-
stjórans Bob Paisley með því að
vinna Evrópukeppni meistara-
liða í þriðja sinn. Enginn þjálfari
hefur hins vegar unnið Meistara-
deildina oftar en Ancelotti og Ítal-
anum tókst það sem öllum þjálfur-
um Real Madrid hafði mistekist í
tólf ár – að ná þeim tíunda. - óój
Draumur fyrir Bale
Real Madrid er besta lið Evrópu í tíunda skiptið.
EITT STÓRT BROS Gareth Bale naut
sín vel með Meistaradeildarbikarinn í
leikslok í Lissabon. MYND/GETTY
FÓTBOLTI Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram, er leikmaður fimmtu umferðar
Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins, en hann átti frábæran leik í marki Fram
þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik á gervigrasvellinum í Laugardal. „Það
var nóg að gera í búrinu og ég gekk sáttur frá leiknum, þrátt fyrir að maður hefði
verið ánægðari með þrjú stig heldur en eitt,“ sagði Ögmundur í samtali við Frétta-
blaðið í gær. Fram situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki.
Ögmundur kveðst nokkuð sáttur með byrjun liðsins. „Þetta er búið að ganga fínt.
Þetta hafa verið miklar baráttuleikir eins og oft vill verða í þessum fyrstu umferðum.
Við erum búnir að spila marga góða hálfleiki, en við höfum kannski ekki enn náð
að spila tvo svoleiðis í einum og sama leiknum. Ögmundur var valinn í landsliðs-
hópinn fyrir vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram 30. maí og
4. júní næstkomandi. Markvörðurinn öflugi segir það mikinn heiður. „Að fá kall í
landsliðið er einn mesti heiður sem fótboltamanni getur hlotnast og ég er virkilega
stoltur af því. Maður byrjar að standa sig vel með sínu félagsliði og þegar það gengur
vel fær maður vonandi sæti í landsliðinu. Ég fer ekkert leynt með það að ég vil vera
markmaður númer eitt hjá Íslandi og fá að spila,“ sagði Ögmundur að lokum. - iþs
Ætlar sér að verða markvörður númer eitt hjá Íslandi
MIKILVÆGUR FYRIR FRAM
Ögmundur Kristinsson var góður
gegn Blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STRÁKARNIR ÞORA EKKI Í BEKKPRESSUKEPPNI Fanney Hauksdóttir sést hér í World Class á Seltjarnar-
nesi þar sem hún eyðir miklum tíma í æfingar. FRÉTTBLAÐIÐ/DANÍEL
Lyft ir meira en tvöfaldri líkamsþyngd
Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu, er óhrædd við að setja stefnuna á heimsmetið og fl eiri HM-gull. Kærastinn
er fyrir löngu búinn að játa sig sigraðan í lyft ingasalnum. Hún vill ekki sjá fæðubótarefni og treystir bara á matinn hennar mömmu.