Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 52
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ . Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu. Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. * Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. 5 stjörnu öryggi! TÓNLIST ★★★ ★★ Turiya Högni Egilsson OPNUNARVERK LISTAHÁTÍÐAR VIÐ TJÖRNINA FIMMTUDAGINN 22. MAÍ. Listahátíð byrjaði á fimmtudag- inn. Opnunarverkið var eftir hinn fjölhæfa Högna Egilsson, sem er líklega kunnastur fyrir að vera í hljómsveitinni Hjaltalín. Ég hef heyrt afar fallega og litríka tón- list eftir hann, til dæmis í Engl- um alheimsins, þar sem hún átti stóran þátt í að skapa hugarheim aðalpersónunnar og gera hann áþreifanlegan. Ég hef líka hlýtt á fiðlukonsert sem bar auðheyrt vitni um að Högni hefur fullt vald á „klassískum“ vinnubrögðum. Hann getur greinilega hvað sem er. Veðrið var frábært á fimmtu- daginn, sól og blíða; maður naut þess að vera við Tjörnina. Tölu- verður mannfjöldi safnaðist saman, sérstaklega við Iðnó. Þegar klukkan var orðin hálf sex byrjuðu kirkjuklukkur að óma. Klukkurn- ar í Landakotskirkju hafa dýpri og fallegri hljóm en þær sem eru í Hallgrímskirkju. En það skipti ekki máli hér. Aðalatriðið var að klukknahljómurinn skapaði ramma, umgjörð utan um það sem gerðist næst. Það var ekki annað hægt en að leggja við hlustir. Sveimkenndir píanóhljóm- ar tóku að berast. Á brúnni yfir Tjörnina var píanó. Högni sat við það og spilaði. Tónlistin var leiðslukennd. Hún átti líka að skapa stemningu sem maður upp- lifir ekki á hverjum degi. Titill verksins, Turiya, er sans- krít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitund- arástand er hversdagsleg vöku- vitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum inn- sýn í þetta vitundarástand. Eftir smá stund af píanóhljóm- um tók við söngur sem var seið- konulegur og tónar annarra hljóð- færa og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi. Þetta var vissu- lega áheyrileg nýaldartónlist. Ég er þó ekki viss um að gjörningur- inn sjálfur hafi heppnast. Hljóm- urinn í kringum Tjörnina er ekk- ert sérstaklega góður, tónlistin rann of mikið saman við niðinn í bílunum og gargið í mávunum. Þeir sem bjuggust við einhvers konar útitónleikastemningu hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Samt var gott að standa þarna í sólinni og láta tónana leika um sig. Mér fannst það. Kyrrðin sem ég held að hljóti að einkenna hreina vitund var ekki þarna, en maður fékk smjörþefinn. Ég veit ekki hvort hægt sé að biðja um mikið meira á svona viðburði. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Áhugaverð tilraun til að skapa öðruvísi stemningu, en hún leið fyrir slakan hljómburð og fuglagarg. Mávarnir görguðu á gúrúinn HÖGNI EGILSSON „Tónlistin var leiðslukennd. Hún átti líka að skapa stemningu sem maður upplifir ekki á hverjum degi,“ segir Jónas Sen. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 16.00 Michel Butor og vinir í Landsbókasafni, Þjóðarbókhlaða - opnun 20.00 WIDE SLUMBER í Tjarnarbíói 20.00 Rýmin og skáldin II í Listasafni Íslands ➜ Opnuð verður sýning í Þjóð- arbókhlöðu á bókverkum Mich- els Butor og tólf listamanna í dag klukkan 16. Í tilefni af sýningunni hefur fjöldi bók- verka eftir nemendur í myndlist við Listaháskóla Íslands verið settur upp í anddyri Þjóðarbók- hlöðu. Á opnun sýningarinnar munu nemendur vinna að bók- verkagerð og er gestum boðið upp á þátttöku. Verkefnið er samstarf Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Franska sendi- ráðsins, Alliance française og Listahátíðar í Reykjavík. Sýn- ingin stendur til 29. ágúst. MICHEL BUTOR er einn af fremstu höfundum hóps sem umbylti skáld- sögunni í Frakklandi um 1960 undir merkjum nýju skáldsögunnar. LISTAHÁTÍÐ Í DAG MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.