Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 17
ÁNÆGÐ
Stefanie Esther Egils-
dóttir segir að NUK-
brjóstadælan valdi
engum óþægindum.
MYND/VILHELM
NUK hefur í yfir fimmtíu ár þróað og hannað vörur fyrir mæður og börn. Brjóstagjafalína NUK hefur
að geyma brjóstadælur, bæði hand- og
rafmagnsdælur, brjóstapúða, mexíkana-
hatt og geymslupoka fyrir brjóstamjólk.
NUK hefur nú endurbætt brjóstadæl-
urnar sínar. NUK LUNA-rafmagns-
dæla er einstaklega skilvirk og þægileg
brjóstadæla fyrir konur sem þurfa að
pumpa dýrmætri brjóstamjólk.
Stefanie Egilsdóttir notar nú NUK-
brjóstadæluna eftir að hafa prófað
aðrar sem hentuðu henni ekki. „NUK-
rafmagnsdælan er mjög þægileg, hún
olli mér engum óþægindum og ég náði
að mjólka mikið magn á stuttum tíma.
Einn helsti kostur dælunnar er að hún
gengur ekki bara fyrir rafmagni heldur
einnig fyrir rafhlöðum.“
Hægt er að stilla á tvo takta á dæl-
unni þegar verið er að mjólka. Styrkur
sogsins er einnig fullkomlega stillanleg-
ur. Mjúkur sílikonpúði dælunnar leggst
á brjóstið, á honum eru litlir punktar
sem líkjast nuddi sem hjálpar til við að
örva mjólkina. NUK-dæluna er auð-
velt að taka í sundur. Hún er samsett
úr fáum hlutum sem auðvelda þrifin.
Mjólkað er beint ofan í NUK-pela en ef
frysta þarf mjólkina er mælt með NUK-
frystipokum.
„Sílikonpúðinn á pumpunni sem
leggst á brjóstið helst vel á og
dettur ekki af. Báðir þessir
eiginleikar dælunnar gera
mér auðveldara fyrir að vera
á hreyfingu þegar ég er að
pumpa mig þar sem takið er
betra og ég ekki bundin við stól
eða kyrrsetu á meðan ég mjólka mig.
Það er auðvelt að taka dæluna í sundur
og þrífa hana. Ég er mjög ánægð með
þessa pumpu og mæli eindregið með
henni fyrir allar mæður sem hafa börn
sín á brjósti,“ segir Stefanie.
BRJÓSTADÆLA
SEM MÆLT ER MEÐ
HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Stefanie Egilsdóttir er ánægð með brjósta-
gjafadæluna frá NUK. Hún gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum.
HVAR FÆST
Brjóstagjafavörur NUK
fást í apótekum, Baby-
sam og Ólavíu og Óliver.
TÓNLEIKAR FYRIR HJARTGÓÐA
Hjartalíf stendur fyrir styrktartónleikum í Gamla bíói ann-
að kvöld kl. 20 þar sem fjölmargir listamenn koma fram.
Á meðal þeirra sem fram koma eru Bubbi Morthens, Ellen
Kristjánsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Helgi Björnsson og
fleiri. Kynnir verður Guðmundur Steingrímsson. Andvirði
miða rennur til Hjartagáttar Landspítalans.