Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 2
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FLEIRI BÖRN Í LEIKSKÓLUM
ÁN STÆKKUNAR HÚSNÆÐIS
Garðaborg Laufásborg Austurborg
1990 2012
Íslensk reglugerð
árið 1977
Hámark
20 börn
MENNTAMÁL Leikskólabörn í dag
fá minna pláss í fermetrum talið
en fyrir rúmum tveimur ára-
tugum, samkvæmt rannsókn
Kristínar Dýrfjörð, dósents við
Háskólann á Akureyri.
„Húsnæði margra leikskóla
hefur ekkert breyst eða stækkað
en samt hefur plássunum fjölg-
að gríðarlega. Það er einfald-
lega búið að troða fleiri börn-
um í húsnæðið og þar af leiðandi
fær hvert barn minna rými,“
segir Kristín. Eftir að ný lög um
leikskóla voru sett árið 2008 er
hvorki hámark barnafjölda á
starfsmann né
lágmarksfjöldi
fermetra í gildi
á Íslandi.
„Okkur hefur
farið aftur og
það á kostnað
barnanna. Til
að bregðast við
hávaðamengun
þá er starf-
ið skipulagt út frá því að aga
börn inn í rýmið, svo þau valdi
ekki hávaða. Börnin eru gerð að
vandamálinu í stað þess að gera
kröfur um betri hljóðvist og
fleiri fermetra fyrir hópinn.“
Vandi sem skapast í of stórum
hópum í of litlum rýmum eru til
að mynda aukið álag, slæm loft-
skipti og sjúkdómasmit.
„Ný rannsókn sem var gerð
á Akureyri sýnir að á síðustu
fjórum árum hafa veikindi auk-
ist um 26 prósent meðal starfs-
manna leikskóla vegna skorts á
afleysingum, barnafjölda á deild
og álagsins sem skapast. Allt sem
Sífellt minna pláss
fyrir leikskólabörn
Samkvæmt tölfræðisamanburði Kristínar Dýrfjörð á aðbúnaði leikskólabarna fær
hvert barn færri fermetra en áður og hóparnir eru stærri. Hún segir breytingarnar
koma til vegna hagrænna áherslna en aukið tillit þurfi að taka til þarfa barnanna.
KRISTÍN
DÝRFJÖRÐ
Magnús, geta menn ekki bara
hjólað heima hjá sér?
„Fjölbreytni í kyrrstöðu er jafn mikil-
væg og fjölbreyttir ferðamátar.“
Tvöfalt fleiri hjólreiðamenn slösuðust í fyrra
en árið áður. Magnús Jensson, fyrrverandi for-
maður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að í
umferðarmenningunni sé einblínt á ökumenn.
UMHVERFISMÁL „Sextíu til sjötíu
prósenta fækkun bleikju og urr-
iða í Lagarfljóti hlýtur að teljast
hrun,“ segir í bókun umhverfis-
og héraðsnefndar Fljótsdalshér-
aðs.
Umhverfisnefndin tók fyrir
á síðasta fundi sínum skýrslu
Veiðimálastofnunar um fiski-
rannsóknir á vatnasviði Lagar-
fljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíð-
arár og Gilsár. Rannsóknin náði
til áranna 2011 og 2012.
„Jafnframt vekur ekki síður
ugg hversu rýr kostur er fyrir þá
fiska sem þó tóra, að helstu fæðu-
tegundir í vatnabobbum, svif-
krabba og vorflugu eru horfnar,“
heldur umhverfisnefndin áfram
og segir að fengur yrði að skýrslu
um viðgang þessara tegunda.
„Nefndin hvetur Landsvirkjun
til að fylgjast áfram með áhrif-
um af framkvæmdum og rekstri
Fljótsdalsstöðvar á Lagarfljót
og skoða mögulegar mótvægis-
aðgerðir,“ segir umhverfisnefnd
Fljótsdalshéraðs. - gar
Umhverfisnefnd Fljótsdalshéraðs rýnir í svarta skýrslu um fiskirannsóknir:
Hrun í öllu lífríki í Lagarfljóti
Á FINNSSTÖÐUM Óvíst er hversu mikill
silungur verður eftir í Lagarfljóti fyrir
Hafdísi Önnu Svansdóttur og hennar
kynslóð. MYND/HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR
veldur starfsfólki streitu veldur
um leið streitu barnanna.“
Kristín segir að í umræðu um
náttúruvernd sé iðulega rætt
um að láta náttúruna njóta vaf-
ans þar sem áhrif inngrips og
aðgerða eru metin. Hún vildi
óska þess að sama gilti um börn-
in og aðbúnað þeirra.
„Sem dæmi greindi ég skýrslu
sem lögð var til grundvallar sam-
einingum leikskóla í Reykjavík.
Nær öll rök fyrir sameiningu voru
hagræn. Hagsmunir barna, starfs-
fólks og foreldra voru í aftursæt-
inu,“ segir Kristín og bætir við að
sorglegt sé að þeim 400 milljón-
um sem spöruðust við sameiningu
hafi frekar verið varið í verkefni
eins og Hofsvallagötu og umbæt-
ur á sundlaugum, í dauða hluti en
ekki fólk. erla@frettabladid.is
Hópastærðir 3 ára barna í leikskólum
Amerísku
barna lækna samtökin
Hámark
14 börn
Á Íslandi í dag er engin
reglugerð og ekkert hámark
Allt upp í
30 börn
eru í hverjum hópi
34
55
73
129
74
99
NEYTENDUR Bónus í Skeifunni var oftast
með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit
ASÍ kannaði verð í lágverðsverslunum og
stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu í
byrjun vikunnar.
Hæsta verðið var oftast að finna hjá
Samkaupum-Úrvali í Hafnarfirði eða
í um þriðjungi tilvika. Í um fjórðungi
tilvika var hæsta verðið hjá Víði og
Nóatúni. Eins og áður sagði var lægsta
verðið oftast að finna í Bónus eða í um
helmingi tilvika.
Oftast var verðmunurinn á hæsta og
lægsta verði vöru frá 1 prósenti upp í 25
prósent en algengast var að sjá 25-50 pró-
senta verðmun, en sjá mátti allt að 138
prósenta verðmun. Það var á avókadó,
það kostaði 899 krónur kílóið í Hagkaup-
um en 378 krónur í Fjarðarkaupum.
Af þeim 105 matvörum sem skoðað-
ar voru, var verðmunurinn minnstur á
mjólkurvörum, osti og viðbiti eða alltaf
undir 34 prósentum, en oftast var verð-
munurinn frá 1 prósenti upp í 50 prósent.
- jme
Lægsta verðið á mat er oftast í Bónus samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ:
Mesti verðmunur á avókadó
HOLLT OG GOTT Talsverður verðmunur er á ávöxtum og grænmeti sam-
kvæmt verðkönnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NÍGERÍA Herskáir meðlimir
hryðjuverkasamtakanna Boko
Haram myrtu 33 lögreglu- og
hermenn í nígerískri herstöð í
vikunni. Uppreisnarmennirn-
ir réðust til atlögu á mánudag í
bænum Buni Yadi og myrtu þar
átján hermenn og fimmtán lög-
reglumenn.
Árásin átti sér stað rúmum
mánuði eftir að 200 nígerísk-
um stúlkum var rænt og haldið
föngnum af sömu samtökum.
Boko Haram þýðir „Vestræn
menntun er synd“ á haúsatungu-
máli innfæddra. Markmið sam-
takanna er að eigin sögn að koma
á og framfylgja strangari sjaría-
lögum í Nígeríu. - kóh
Hryðjuverkaárás í Nígeríu:
Boko Haram
myrtu alls 33
STJÓRNMÁL Dagur B. Eggerts-
son, oddviti Samfylkingarinnar
í Reykjavík, var inntur eftir við-
brögðum við ummælum Krist-
ínar Soffíu Jónsdóttur í útvarps-
þættinum Harmageddon í gær.
Fyrir tveimur árum sagði
Kristín að „ömurlegt“ væri að
Reykjavíkurborg væri búin að
útdeila lóð til rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar.
Dagur sagði í viðtalinu að
Kristínu þætti allt þetta mál
„náttúrulega bara mjög leiðin-
legt“, en sagðist ekki svara fyrir
Kristínu. „En ég skil um leið að
henni hafi orðið bilt við þegar
þetta birtist á Gay Pride á sínum
tíma,“ bætti Dagur síðan við. - sój
Dagur segir málið leiðinlegt:
Svarar ekki
fyrir Kristínu
NOREGUR Slökkvilið Stafangurs
var kallað út í gær þegar eldur
kviknaði í timburhúsi við Verks-
götu. Eldurinn barst í önnur hús
og slökkvilið átti fullt í fangi með
að hafa hemil á útbreiðslu hans.
Þrjátíu slökkviliðsmenn frá
fjórum stöðvum voru kallaðir út
til að slökkva eldinn.
Slökkvilið hvatti fólk til þess að
halda sig frá miðbæ Stafangurs
vegna hættu af eiturgufum frá
brunanum. Ekki er vitað hvernig
eldurinn kviknaði. - kóh
Stórbruni í Stafangri:
Eldurinn barst
á milli húsa
MENNING Alls tóku 30.296 Íslendingar þátt í að syngja Ísland, nýtt
þjóðlag, með kórnum Fjallabræðrum. Halldór Gunnar Pálsson, kór-
stjóri Fjallabræðra, hefur ferðast um land allt í þeim tilgangi að taka
lagið upp.
Markmiðið var að fá þrjátíu þúsund Íslendinga til að syngja loka-
kafla lagsins sem hann samdi við ljóð eftir Jökul Jörgensen.
Afrakstur verkefnisins má finna á thjodlag.is, en þar er hægt að
sækja lagið gjaldfrjálst, horfa á myndbandið og lesa ljóðið. - kóh
Rúmlega 30.000 Íslendingar tóku þátt í gríðarstóru verki:
Þjóðlag Halldórs Gunnars tilbúið
FJALLABRÆÐUR Meðlimir kórsins fagna útgáfu lagsins sem tekið var upp á þriggja
ára tímabili á yfir 150 stöðum. Þúsundir klukkustunda fóru í að vinna og klippa
lagið saman. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
3 brennarar úr ryðfríu stáli
Opið til kl. 16 á laugardag